Fótbolti

KSÍ vekur athygli á litblindu í fótbolta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Einn af hverjum tólf karlmönnum er litblindur. Því má reikna með að tveir leikmenn í hverjum leik séu litblindir.
Einn af hverjum tólf karlmönnum er litblindur. Því má reikna með að tveir leikmenn í hverjum leik séu litblindir. Vísir/Bára

Knattspyrnusamband Íslands hefur sett af stað verkefnið Litblinda í fótbolta til að vekja athygli á því að einn af hverjum tólf karlmönnum í fótbolta er litblindur og ein af hverjum 200 konum.

KSÍ greindi frá verkefninu á vef sínum.

Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á stöðu litblinda þátttakenda í fótbolta. Á það við um leikmenn, þjálfara, dómara, stuðningsmenn og hvaða áhrif það getur haft ef ekki er tekið tillit til þeirra í starfinu og skipulagningu þess.

Markmið KSÍ er að öll knattspyrnuhreyfingin og aðilar sem henni tengjast verði meðvituð um verkefnið í árslok árið 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×