Sjá fram á að þurfa að segja öllum upp og byrja á byrjunarreit í tugmilljóna mínus Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2020 16:00 Hannes Páll Pálsson, einn eigenda Pink Iceland. Hann sést hér ásamt brúðhjónum, sem fengu fyrirtækið til að skipuleggja brúðkaup sitt í október síðastliðnum. Mynd/Kristín María Einn eigenda hinnar rótgrónu ferðaskrifstofu Pink Iceland segir að þrátt fyrir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sjái eigendur fram á að þurfa að segja öllum starfsmönnum sínum upp og byrja á byrjunarreit eftir tæpan áratug í bransanum – nema nú yrði ekki byrjað á núlli heldur í tugmilljóna mínus. Hann kallar eftir frekari aðgerðum af hálfu stjórnvalda til að bregðast við svartri stöðu sem blasir við ferðaþjónustunni. Pink Iceland hóf starfsemi árið 2011 og sérhæfir sig í ferðaþjónustu fyrir hinseginfólk. Stærri hluti starfseminnar lýtur jafnframt að skipulagningu brúðkaupa hér á landi. Dugir ekki fyrir mánaðarkostnaði Hannes Páll Pálsson, einn eigenda Pink Iceland, vekur athygli á stöðunni eins og hún horfir við fyrirtækinu í pistli sem hann birti á Facebook í gær, eftir að stjórnvöld kynntu annan aðgerðapakka sinn til innspýtingar í efnahagslífið vegna faraldurs kórónuveiru nú í vikunni. „Við erum vel rekið fyrirtæki í ferðaþjónustu með 7 starfsmenn og 300 milljón króna veltu á ári. Við skilum nógu góðum afgangi yfir háannatímann til að halda okkar dásamlega starfsfólki í 100% vinnu, árið um kring. Á þessum tímapunkti höfum við gengið á varaforðann okkar og stöndum á cirka núlli. Við skuldum ekkert, en eigum heldur ekkert. Þess má geta að þegar hagnaður hefur orðið á rekstrinum hefur honum verið velt að fullu aftur inn í fyrirtækið,“ skrifar Hafsteinn. Þá bendir hann á að fyrirtækið hafi nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu og eigendur hafi svo beðið spenntir eftir viðbótaraðgerðum. Niðurstaðan hafi þó verið vonbrigði: „[…] við megum taka 6 milljón króna lán á ágætis vöxtum,“ skrifar Hannes á Facebook. „Launakostnaður, húsnæðiskostnaður og önnur almenn rekstrargjöld eru samtals 10 - 12 milljónir á mánuði.“ Aftur í sprotafasann Hannes segir í samtali við Vísi að svört staða blasi nú við fyrirtækinu, líkt og svo mörgum öðrum í bransanum. „Ef ekkert gerist þurfum við að segja öllum upp, það er bara þannig.“ Aðgerðapakki stjórnvalda nægi ekki, ljóst sé að koma þurfi betur til móts við fyrirtæki í ferðaþjónustu. „Mér finnst að það ætti að horfa til þess að við erum búin að borga okkar skatta og gjöld og leggja til hundruð milljóna í þennan sameiginlega sjóð okkar allra. Við erum ekki að betla, við erum í rauninni að biðja um hjálp. Við erum ekki búin að safna neinum skuldum, við erum ekki búin að offjárfesta eða neitt slíkt. Þó að ég skilji auðvitað að fyrirtæki þurfi að fjárfesta,“ segir Hannes. „Við erum líka þannig viðskiptafólk að það er fólk búið að skuldbinda sig til að gifta sig hjá okkur á næsta ári. Við ætlum ekki að svíkja það fólk. Þannig að þetta þýðir að ef við segjum fólkinu okkar upp þá förum við aftur í þennan sprotafasa sem við vorum í fyrstu árin okkar. Nema eini munurinn núna er að við erum ekki að byrja á núlli heldur þrjátíu, fjörutíu milljónir í mínus. Og þá verður það þannig að við erum með tugi brúðkaupa skráða á næsta ári. Það þýðir þá að við eigendur gjörsamlega vinnum okkur inn að beini til þess að láta það ganga upp, á meðan starfsfólkið okkar, sem er sérfræðingar í þessu, situr heima á atvinnuleysisbótum. Það er mjög sárt að hugsa til þess.“ Pink Iceland sérhæfir sig einkum í skipulagningu brúðkaupa hér á landi.Facebook/Pink Iceland Enginn þurfi að vera iðjulaus Hannes segir að það mikilvægasta fyrir fyrirtækið sé að fá aðstoð þannig að hægt verði að halda í starfsmennina, vonandi alla – þó að auðvitað séu ferðalög næsta árs lituð mikilli óvissu. „Það myndi nýtast okkur rosalega vel ef við yrðum einhvern veginn gripin í þessu. Að við gætum jafnvel haldið starfsfólkinu okkar því það er fullt hægt að gera þegar engir túristar eru. Við getum unnið að svo mörgu; bættum öryggisáætlunum, nýjum ferðum, markaðsátaki, bloggum. Það er ýmislegt hægt að gera. Það þyrfti enginn að vera iðjulaus og við gætum algerlega nýtt starfskrafta fólksins okkar, en það er auðvitað erfitt meðan engar tekjur koma inn,“ segir Hannes. „En miðað við verkefnastöðu næsta árs, ef við fengjum til dæmis hlutabótaleið út árið, og ef að fólk heldur áfram að bóka ferðalögin sín á næsta ári, þá kannski endum við árið í um tíu til tuttugu milljónum í mínus en ekki í fjörutíu milljóna mínus, sem væri svo mikill munur. En þá vonandi með flest eða allt af starfsfólkinu okkar. Það til dæmis gæti gengið.“ Hannes segir fjölmarga eigendur ferðaþjónustufyrirtækja í nákvæmlega sömu stöðu. Margir hafi haft samband við hann eftir að hann birti pistilinn á Facebook. Mikilvægi ferðaþjónustu á Íslandi sé jafnframt ótvírætt. „Mér finnst stundum ofuráhersla lögð á dýr rúnstykki sem einhvers konar samnefnara fyrir hvernig ferðaþjónustan virkar á Íslandi. En sannleikurinn er að þetta er atvinnugrein sem heldur þaki yfir höfði tugþúsunda.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stoppa þarf klukkuna til að halda ferðaþjónustunni á lífi Þrálát umræða á sér stað í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum - að Covid-19 skapi tækifæri til að láta skuldsett fyrirtæki í ferðaþjónustunni fara í þrot. 17. apríl 2020 10:15 Gætu bannað komur skemmtiferðaskipa eða takmarkað komu farþega Til skoðunar er hvort að banna eigi komur skemmtiferðaskipa til landsins eða setja takmarkanir á hvaða farþegar geta komið í land til að fyrirbyggja að kórónuveirusmit berist hingað til lands með þeim, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. 8. apríl 2020 15:25 Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Einn eigenda hinnar rótgrónu ferðaskrifstofu Pink Iceland segir að þrátt fyrir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sjái eigendur fram á að þurfa að segja öllum starfsmönnum sínum upp og byrja á byrjunarreit eftir tæpan áratug í bransanum – nema nú yrði ekki byrjað á núlli heldur í tugmilljóna mínus. Hann kallar eftir frekari aðgerðum af hálfu stjórnvalda til að bregðast við svartri stöðu sem blasir við ferðaþjónustunni. Pink Iceland hóf starfsemi árið 2011 og sérhæfir sig í ferðaþjónustu fyrir hinseginfólk. Stærri hluti starfseminnar lýtur jafnframt að skipulagningu brúðkaupa hér á landi. Dugir ekki fyrir mánaðarkostnaði Hannes Páll Pálsson, einn eigenda Pink Iceland, vekur athygli á stöðunni eins og hún horfir við fyrirtækinu í pistli sem hann birti á Facebook í gær, eftir að stjórnvöld kynntu annan aðgerðapakka sinn til innspýtingar í efnahagslífið vegna faraldurs kórónuveiru nú í vikunni. „Við erum vel rekið fyrirtæki í ferðaþjónustu með 7 starfsmenn og 300 milljón króna veltu á ári. Við skilum nógu góðum afgangi yfir háannatímann til að halda okkar dásamlega starfsfólki í 100% vinnu, árið um kring. Á þessum tímapunkti höfum við gengið á varaforðann okkar og stöndum á cirka núlli. Við skuldum ekkert, en eigum heldur ekkert. Þess má geta að þegar hagnaður hefur orðið á rekstrinum hefur honum verið velt að fullu aftur inn í fyrirtækið,“ skrifar Hafsteinn. Þá bendir hann á að fyrirtækið hafi nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu og eigendur hafi svo beðið spenntir eftir viðbótaraðgerðum. Niðurstaðan hafi þó verið vonbrigði: „[…] við megum taka 6 milljón króna lán á ágætis vöxtum,“ skrifar Hannes á Facebook. „Launakostnaður, húsnæðiskostnaður og önnur almenn rekstrargjöld eru samtals 10 - 12 milljónir á mánuði.“ Aftur í sprotafasann Hannes segir í samtali við Vísi að svört staða blasi nú við fyrirtækinu, líkt og svo mörgum öðrum í bransanum. „Ef ekkert gerist þurfum við að segja öllum upp, það er bara þannig.“ Aðgerðapakki stjórnvalda nægi ekki, ljóst sé að koma þurfi betur til móts við fyrirtæki í ferðaþjónustu. „Mér finnst að það ætti að horfa til þess að við erum búin að borga okkar skatta og gjöld og leggja til hundruð milljóna í þennan sameiginlega sjóð okkar allra. Við erum ekki að betla, við erum í rauninni að biðja um hjálp. Við erum ekki búin að safna neinum skuldum, við erum ekki búin að offjárfesta eða neitt slíkt. Þó að ég skilji auðvitað að fyrirtæki þurfi að fjárfesta,“ segir Hannes. „Við erum líka þannig viðskiptafólk að það er fólk búið að skuldbinda sig til að gifta sig hjá okkur á næsta ári. Við ætlum ekki að svíkja það fólk. Þannig að þetta þýðir að ef við segjum fólkinu okkar upp þá förum við aftur í þennan sprotafasa sem við vorum í fyrstu árin okkar. Nema eini munurinn núna er að við erum ekki að byrja á núlli heldur þrjátíu, fjörutíu milljónir í mínus. Og þá verður það þannig að við erum með tugi brúðkaupa skráða á næsta ári. Það þýðir þá að við eigendur gjörsamlega vinnum okkur inn að beini til þess að láta það ganga upp, á meðan starfsfólkið okkar, sem er sérfræðingar í þessu, situr heima á atvinnuleysisbótum. Það er mjög sárt að hugsa til þess.“ Pink Iceland sérhæfir sig einkum í skipulagningu brúðkaupa hér á landi.Facebook/Pink Iceland Enginn þurfi að vera iðjulaus Hannes segir að það mikilvægasta fyrir fyrirtækið sé að fá aðstoð þannig að hægt verði að halda í starfsmennina, vonandi alla – þó að auðvitað séu ferðalög næsta árs lituð mikilli óvissu. „Það myndi nýtast okkur rosalega vel ef við yrðum einhvern veginn gripin í þessu. Að við gætum jafnvel haldið starfsfólkinu okkar því það er fullt hægt að gera þegar engir túristar eru. Við getum unnið að svo mörgu; bættum öryggisáætlunum, nýjum ferðum, markaðsátaki, bloggum. Það er ýmislegt hægt að gera. Það þyrfti enginn að vera iðjulaus og við gætum algerlega nýtt starfskrafta fólksins okkar, en það er auðvitað erfitt meðan engar tekjur koma inn,“ segir Hannes. „En miðað við verkefnastöðu næsta árs, ef við fengjum til dæmis hlutabótaleið út árið, og ef að fólk heldur áfram að bóka ferðalögin sín á næsta ári, þá kannski endum við árið í um tíu til tuttugu milljónum í mínus en ekki í fjörutíu milljóna mínus, sem væri svo mikill munur. En þá vonandi með flest eða allt af starfsfólkinu okkar. Það til dæmis gæti gengið.“ Hannes segir fjölmarga eigendur ferðaþjónustufyrirtækja í nákvæmlega sömu stöðu. Margir hafi haft samband við hann eftir að hann birti pistilinn á Facebook. Mikilvægi ferðaþjónustu á Íslandi sé jafnframt ótvírætt. „Mér finnst stundum ofuráhersla lögð á dýr rúnstykki sem einhvers konar samnefnara fyrir hvernig ferðaþjónustan virkar á Íslandi. En sannleikurinn er að þetta er atvinnugrein sem heldur þaki yfir höfði tugþúsunda.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stoppa þarf klukkuna til að halda ferðaþjónustunni á lífi Þrálát umræða á sér stað í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum - að Covid-19 skapi tækifæri til að láta skuldsett fyrirtæki í ferðaþjónustunni fara í þrot. 17. apríl 2020 10:15 Gætu bannað komur skemmtiferðaskipa eða takmarkað komu farþega Til skoðunar er hvort að banna eigi komur skemmtiferðaskipa til landsins eða setja takmarkanir á hvaða farþegar geta komið í land til að fyrirbyggja að kórónuveirusmit berist hingað til lands með þeim, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. 8. apríl 2020 15:25 Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Stoppa þarf klukkuna til að halda ferðaþjónustunni á lífi Þrálát umræða á sér stað í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum - að Covid-19 skapi tækifæri til að láta skuldsett fyrirtæki í ferðaþjónustunni fara í þrot. 17. apríl 2020 10:15
Gætu bannað komur skemmtiferðaskipa eða takmarkað komu farþega Til skoðunar er hvort að banna eigi komur skemmtiferðaskipa til landsins eða setja takmarkanir á hvaða farþegar geta komið í land til að fyrirbyggja að kórónuveirusmit berist hingað til lands með þeim, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. 8. apríl 2020 15:25
Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45