Innlent

Upplýsingateymið það sem Víðir lærði frá Eyjafjallajökli

Kristján Már Unnarsson skrifar
Víðir Reynisson í apríl 2010 í viðtali við Stöð 2 við fjöldahjálparstöðina undir Eyjafjöllum.
Víðir Reynisson í apríl 2010 í viðtali við Stöð 2 við fjöldahjálparstöðina undir Eyjafjöllum. Stöð 2/Skjáskot.

„Við fengum upplýsingar, upplýsingar, upplýsingar,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum þegar hún í þáttum Stöðvar 2 um Eyjafjallajökul rifjar upp samskiptin við almannavarnir og sveitarfélagið í eldgosinu fyrir tíu árum.

Þá voru ekki daglegar beinar útsendingar í sjónvarpi heldur daglegir upplýsingafundir í félagsheimilinu Heimalandi við Seljaland, sem miðuðust við fólkið á helsta áhrifasvæði eldgossins.

Frá upplýsingafundi í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum fyrir tíu árum.Stöð 2/Skjáskot.

Þá eins og nú gegndi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn lykilhlutverki fyrir hönd almannavarna.

„Hann var þarna allan tímann og á einhverjum tímapunkti fór ég til hans og sagði: Víðir minn, áttu hvergi heima? Því hann var bara alltaf í Heimalandi,“ segir Berglind.

Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.

„Þetta var eiginlega bara rugl. Ég gerði þarna fullt af mistökum, meðal annars í þessu. Ég keyrði mig algjörlega út,“ rifjar Víðir upp.

Þótt goshrinan hafi staðið í rúma tvo mánuði, fyrst í Fimmvörðuhálsi frá 20. mars til 13. apríl, og síðan í toppgíg Eyjafjallajökuls frá 14. apríl til 23. maí, stóð aðgerð almannavarna mun lengur en athyglin var á henni.

Berglind á Núpi í viðtali í öskumistri um miðjan dag í apríl 2010.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

„Maður var svona 20 tíma oft og rökhugsunin verður bara verri. Maður er ekki almennilegur stjórnandi og maður fer að verða skapstyggur og taka bara ekki eins góðar ákvarðanir,“ segir Víðir í þáttunum.

„Það er reynsla sem ég nýti mér núna, í þessu verkefni sem við erum núna, að ég passa miklu betur upp á það að sofa og hvíla mig og hugsa um sjálfan mig heldur en ég gerði þá.“

Víðir í samhæfingarmiðstöð almannavarna árið 2010.Stöð 2/Skjáskot.

Þættina má nálgast á Stöð 2 Maraþoni.

Hér má sjá lokakaflann þar sem Víðir upplýsir um stóra lærdóminn sem almannavarnir drógu af eldgosinu í Eyjafjallajökli:


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×