Rangur matur á röngum tíma Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 22. apríl 2020 09:00 Styrjaldir, heimsfaraldrar og hamfaragos hafa hent okkur á síðustu öld og þessari. Samgöngur hafa tafist og fallið niður. Þýskir kafbátar grönduðu tugum skipa í Íslandssiglingum í fyrra stríði og raunverulegur ótti skapaðist um að fólk myndi svelta vegna matarskortsins. Það er ekki nema von að matvælaöryggi sé þjóðinni hugleikið, enda fátt mikilvægara eyjaskeggjum í Atlantshafi en öruggir milliríkjaflutningar. Séríslenskir hlutir eiga þó til að reynast alls ekkert séríslenskir þegar betur er að gáð. Á sama tíma og skipum á Íslandsleið var sökkt réðust herir nefnilega á landflutningaleiðir til nágrannalanda okkar og óttinn við skort var jafn raunverulegur þar og hann var hér. Öll lönd eru háð flutningum og engin Vesturlandaþjóð sjálfri sér næg. Ef flutningar til Íslands myndu stöðvast til lengri tíma þýddi það ekki eingöngu að erlend matvæli myndu klárast. Fyrirséð er að olíubirgðir þjóðarinnar myndu að endingu tæmast líka og án þeirra lamast bæði stór hluti landbúnaðar og útgerða. Sömu lögmál hafa að þessu leyti áhrif á Tikka Masala úrvalið í matvöruverslunum og forsendu þess að við getum sótt fiskinn okkar á miðin eða ræktað tún til kjötframleiðslu. Þess vegna er umræðan um matvælaöryggi á villigötum. Nú þegar COVID-19 hefur hoggið skarð í fólksflutninga milli landa er eðlilegt að einhverjir spyrji: Hvað ef allur annar flutningur legðist af líka? Í því samhengi þarf að athuga tvennt. Í fyrsta lagi hafa orðið gífurlegar samgöngubætur á síðustu 100 árum og með þeim verður sífellt ólíklegra að flutningar stöðvist. Ef það hins vegar gerist þurfum við að athuga hitt, að sjálfbær innlend matvælaframleiðsla er ekki fólgin í aukinni kjötframleiðslu. Þar spila ekki bara inn breytt neyslumynstur þjóðarinnar og neikvæð loftslagsáhrif kjötframleiðslu, þótt hvort tveggja sé afar mikilvægt. Þar spilar nefnilega inn að á verstu krísutímum er framleiðsla sem byggir á rafmagni eini iðnaðurinn sem við getum raunverulega treyst á. Ef sjálfbær matvælaframleiðsla er markmiðið er fyrsta skrefið að taka úr sambandi framleiðslutengda hvata landbúnaðarins. Við þurfum að minnka verulega áhersluna á kjötframleiðslu og auka frelsi bænda til að afla sér tekna með ólíkum leiðum – gera þeim kleift að tryggja afkomu sína með hagkvæmri og rafknúinni ræktun, í sátt við umhverfið. Þar er íslenska grænmetið í lykilhlutverki en við þurfum líka að líta lengra og gera framleiðslu staðgönguvöru kjöts með próteini úr jurtaríkinu að raunhæfum kosti. Matvælaöryggi næst með öðrum orðum ekki með fleiri íslenskum lömbum heldur meira íslensku oumphi. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Styrjaldir, heimsfaraldrar og hamfaragos hafa hent okkur á síðustu öld og þessari. Samgöngur hafa tafist og fallið niður. Þýskir kafbátar grönduðu tugum skipa í Íslandssiglingum í fyrra stríði og raunverulegur ótti skapaðist um að fólk myndi svelta vegna matarskortsins. Það er ekki nema von að matvælaöryggi sé þjóðinni hugleikið, enda fátt mikilvægara eyjaskeggjum í Atlantshafi en öruggir milliríkjaflutningar. Séríslenskir hlutir eiga þó til að reynast alls ekkert séríslenskir þegar betur er að gáð. Á sama tíma og skipum á Íslandsleið var sökkt réðust herir nefnilega á landflutningaleiðir til nágrannalanda okkar og óttinn við skort var jafn raunverulegur þar og hann var hér. Öll lönd eru háð flutningum og engin Vesturlandaþjóð sjálfri sér næg. Ef flutningar til Íslands myndu stöðvast til lengri tíma þýddi það ekki eingöngu að erlend matvæli myndu klárast. Fyrirséð er að olíubirgðir þjóðarinnar myndu að endingu tæmast líka og án þeirra lamast bæði stór hluti landbúnaðar og útgerða. Sömu lögmál hafa að þessu leyti áhrif á Tikka Masala úrvalið í matvöruverslunum og forsendu þess að við getum sótt fiskinn okkar á miðin eða ræktað tún til kjötframleiðslu. Þess vegna er umræðan um matvælaöryggi á villigötum. Nú þegar COVID-19 hefur hoggið skarð í fólksflutninga milli landa er eðlilegt að einhverjir spyrji: Hvað ef allur annar flutningur legðist af líka? Í því samhengi þarf að athuga tvennt. Í fyrsta lagi hafa orðið gífurlegar samgöngubætur á síðustu 100 árum og með þeim verður sífellt ólíklegra að flutningar stöðvist. Ef það hins vegar gerist þurfum við að athuga hitt, að sjálfbær innlend matvælaframleiðsla er ekki fólgin í aukinni kjötframleiðslu. Þar spila ekki bara inn breytt neyslumynstur þjóðarinnar og neikvæð loftslagsáhrif kjötframleiðslu, þótt hvort tveggja sé afar mikilvægt. Þar spilar nefnilega inn að á verstu krísutímum er framleiðsla sem byggir á rafmagni eini iðnaðurinn sem við getum raunverulega treyst á. Ef sjálfbær matvælaframleiðsla er markmiðið er fyrsta skrefið að taka úr sambandi framleiðslutengda hvata landbúnaðarins. Við þurfum að minnka verulega áhersluna á kjötframleiðslu og auka frelsi bænda til að afla sér tekna með ólíkum leiðum – gera þeim kleift að tryggja afkomu sína með hagkvæmri og rafknúinni ræktun, í sátt við umhverfið. Þar er íslenska grænmetið í lykilhlutverki en við þurfum líka að líta lengra og gera framleiðslu staðgönguvöru kjöts með próteini úr jurtaríkinu að raunhæfum kosti. Matvælaöryggi næst með öðrum orðum ekki með fleiri íslenskum lömbum heldur meira íslensku oumphi. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun