Innlent

Sigurður Ingi, Ragnar Þór og Kristín Linda í Bítinu

Atli Ísleifsson skrifar
Gulli Helga og Heimir Karls eru umsjónarmenn Bítisins.
Gulli Helga og Heimir Karls eru umsjónarmenn Bítisins. Vísir/Vilhelm

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarmálaráðherra, verður í hópi gesta Bítisins á Bylgjunni í þætti dagsins. Mun hann þar fara yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar sem kynntur var í gær.

Þátturinn hefst á slaginu 6:50 og stendur til klukkan 10. Hægt er að fylgjast með þættinum á Bylgjunni og sömuleiðis sjónvarpsútsendingu úr útvarpsstúdíóinu hér á Vísi og á rásinni Stöð 2 Vísi í sjónvarpi.

Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóri Vísindavefs Háskóla Íslands, mætir þar sem hann mun ræða um leðurblökur og útbreiðslu veira.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun ræða viðbrögð sín við aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar og þá mun Hannes Stenindórsson fasteignasali, fara yfir fasteignamarkaðinn á þessum tímum.

Einnig verður rætt við Kristínu Lindu Sveinsdóttur, markaðsstjóra Sölufélags garðyrkumanna og svo í lok þáttar kemur Rakel Sveinsdóttir, sem heldur utan um Atvinnulífið á Vísi, þar sem hún mun fjalla um upplýsingamiðlun til starfsfólks á vinnumarkaði á þessum tímum þar sem margir vinna að heiman.

Uppfært: Hér að neðan má sjá upptöku af Bítinu í heild sinni.

Klippa: Bítið í heild sinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×