Vill endurskoða lögin og hafa eldri en sjötíu ára með Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. apríl 2020 11:04 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar, vill endurskoða lögin svo þau nái til eldra fólks. Vísir/Vilhelm Formaður Velferðarnefndar hefur gert að tillögu sinni að lögum um hlutabætur verði breytt svo þau nái líka til fólks eldra en sjötíu ára. Hún vonast eftir stuðningi annarra nefndarmanna og að hægt verði að breyta lögunum strax á morgun. Lögin snúa að því að þeir sem fari á skert starfshlutfall hjá vinnuveitendum sínum geta sótt um hlutabætur sem koma úr vasa ríkisins. Fólk á aldrinum 18-70 ára getur sótt um atvinnuleysisbætur fyrir þremur fjórðu hluta launa sinna að ákveðnu hámarki. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, segir að vakin hafi verið athygli hennar á því að galli væri á nýsamþykktum lögum. „Þannig er að í lögum um atvinnuleysistryggingar er eitt skilyrða fyrir atvinnuleysisbætur þær að umsækjendur verða að vera á aldrinum 18-70 ára. Þannig geta þeir sem eldri eru en 70 ára og fara núna á skert starfshlutfall ekki sótt um hlutabætur. Það er einfaldlega ekki lagaheimild fyrir því,“ segir Helga Vala. Í meðferð nefndarinnar hafi verið aftengd ákvæði varðandi námsmenn, sem alla jafna geta ekki sótt um atvinnuleysisbætur, en geta nú sótt um hlutabætur. „Ég tel rétt að við tökum einnig tillit til þessa hóps eldri en 70 ára sem enn eru á vinnumarkaði og hef því sent póst á Velferðarnefnd og óskað eftir stuðningi við tillögu mína um breytingu á þessu ákvæði er varðar hlutabæturnar. Vonandi fæst samþykki meirihluta nefndarinnar fyrir þessu, enda skýrt réttlætismál að mínu mati. Við ættum þá að geta lagfært þetta á þeim þingfundum sem fyrirhugaðir eru á morgun og mánudag.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Formaður Velferðarnefndar hefur gert að tillögu sinni að lögum um hlutabætur verði breytt svo þau nái líka til fólks eldra en sjötíu ára. Hún vonast eftir stuðningi annarra nefndarmanna og að hægt verði að breyta lögunum strax á morgun. Lögin snúa að því að þeir sem fari á skert starfshlutfall hjá vinnuveitendum sínum geta sótt um hlutabætur sem koma úr vasa ríkisins. Fólk á aldrinum 18-70 ára getur sótt um atvinnuleysisbætur fyrir þremur fjórðu hluta launa sinna að ákveðnu hámarki. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, segir að vakin hafi verið athygli hennar á því að galli væri á nýsamþykktum lögum. „Þannig er að í lögum um atvinnuleysistryggingar er eitt skilyrða fyrir atvinnuleysisbætur þær að umsækjendur verða að vera á aldrinum 18-70 ára. Þannig geta þeir sem eldri eru en 70 ára og fara núna á skert starfshlutfall ekki sótt um hlutabætur. Það er einfaldlega ekki lagaheimild fyrir því,“ segir Helga Vala. Í meðferð nefndarinnar hafi verið aftengd ákvæði varðandi námsmenn, sem alla jafna geta ekki sótt um atvinnuleysisbætur, en geta nú sótt um hlutabætur. „Ég tel rétt að við tökum einnig tillit til þessa hóps eldri en 70 ára sem enn eru á vinnumarkaði og hef því sent póst á Velferðarnefnd og óskað eftir stuðningi við tillögu mína um breytingu á þessu ákvæði er varðar hlutabæturnar. Vonandi fæst samþykki meirihluta nefndarinnar fyrir þessu, enda skýrt réttlætismál að mínu mati. Við ættum þá að geta lagfært þetta á þeim þingfundum sem fyrirhugaðir eru á morgun og mánudag.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira