Innlent

Bítið: Ás­thildur, Kjartan Már, Lilja Dögg, Gunni Helga, og Jónsi í hópi gesta

Atli Ísleifsson skrifar
Gulli Helga og Heimir Karls eru umsjónarmenn Bítisins.
Gulli Helga og Heimir Karls eru umsjónarmenn Bítisins. Vísir/Vilhelm

Kjartan Már Kjartansdóttir, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, voru í hópi viðmælenda Bítismanna í þætti dagsins. Ræddu þau stöðuna á sínum slóðum, nú á tímum kórónuveirunnar.

Klippa: Bítið - Kjartan Már Kjartansson
Klippa: Bítið - Ásthildur Sturludóttir

Þátturinn byrjar klukkan 6:50 og er í beinni útsendingu á Stöð 2, Bylgjunni og hér á Vísi. Lýkur sjónvarpsþættinum klukkan 9 en heldur svo áfram í útvarpi til klukkan 10.

Klippa: Bítið - Séra Þórhallur Heimisson

Rætt var við séra Þórhallur Heimisson sem býr í Svíþjóð. Hann ræddi hvernig Svíarnir hafa tekið á faraldrinum og sömuleiðis hjónanámskeiðin sín.

Klippa: Bítið - Bryndís Sigurðardóttir

Einnig var rætt við Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalækni um stöðu mála og tvo hjúkrunarfræðinga sem nú eru í eldlínunni – þær Berglindi Guðrúnu Chu og Steinunni Ingvarsdóttur.

Klippa: Bítið - Berglind Guðrún Chu og Steinunn Ingvarsdóttir

Sömuleiðis mætti Hulda Jónsdóttir frá Kvíðameðferðarstöðinni og þau Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur, kynntu nýtt lestrarátak.

Klippa: Bítið - Hulda Jónsdóttir Tölgyes
Klippa: Bítið - Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Gunnar Helgason

Loks mætti Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi, og sagði frá hvernig best sé að haga framkomu í netsölu.

Klippa: Bítið - Jón Jósep Snæbjörnsson

Einnig má horfa á Bítið í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×