Lífið

Svona hefur þróun hæstu bygginga heims verið frá árinu 1901

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fyrir tæplega fimmtíu árum voru Tvíburaturnarnir þeir hæstu í heiminum. 
Fyrir tæplega fimmtíu árum voru Tvíburaturnarnir þeir hæstu í heiminum. 

Árið 1901 var hæsta bygging heims ráðhúsið í Philadelphia og var byggingin 167 metrar á hæð.

YouTube-síðan Film Core hefur nú tekið saman þróun hæstu bygginga heims frá því ári.

Árið 1930 var Chrystler byggingin á Manhattan sú hæsta eða um 319 metrar.

Síðar á árinu varð síðan Empire State byggingin í New York sú hæsta eða 381 metrar.

New York borg var heldur betur fyrirferðarmikil í þessum málum á sínum tíma en árið 1971 voru Tvíburaturnarnir kláraðir og voru þeir 417 metrar.

Í dag er turninn Burj Khalifa í Dúbaí hæsta bygging heims eða 828 metrar og var hún byggð árið 2010.

Hér að neðan má sjá alla yfirferðina en um ótal margar byggingar eru um að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×