Innlent

Umferð, hampur og olíutunnur í Bítinu í dag

Andri Eysteinsson skrifar
Bítið hefst klukkan 6:50.
Bítið hefst klukkan 6:50.

Nóg erum að vera í Bítinu sem hefst klukkan 6:50 á Bylgjunni, Vísi og á rásinni Stöð 2 Vísir í sjónvarpi.

Bítismenn munu taka fyrir akstursmenningu hér á landi en reglulega er kvartað yfir því að ökumenn virði hvorki hægri regluna né æfingaaksturs skilti í umferðinni.

Markaðsvirði olíu hefur hríðfallið og eru framleiðendur farnir að borga með olíutunnunni þar sem of kostnaðarsamt er að stöðva framleiðslu vörunnar. Þórólfur Matthíasson hagfræðingur mætir og fer yfir stöðuna í alþjóðlegum efnahagsmálum.

Íslendingar eru hvattir til að ferðast innanlands í sumar en eru innviðirnir tilbúnir til að taka við þúsundum Íslendinga. Eru Tjaldsvæðin tilbúin og hvernig mun ferðaþjónustan koma til móts við Íslendinga. Jóhannes Þór Skúlason hjá Samtökum fyrirtækja í ferðaþjónustu ræðir þessi mál í Bítinu á eftir.

Þá iða margir í skinninu eftir því að komast í klippingu og rætt verður við Kjartan Björnsson rakara á Selfossi.

Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, ræðir leyfi sem nýlega var veitt fyrir innflutningi hempfræja hingað til landsins. Með fræjunum má nú framleiða iðnaðarhamp en hvenær verður leyfilegt að framleiða CBD-olíuna sem virðist hjálpa við mörgum vandamálum og kvillum.

Þá verður rætt við göngugarpinn John Snorra sem ætlaði upp á næst hæsta fjall jarðar, K2, fyrr í vetur en þurfti frá að hverfa. John er nú staddur á ströndum Tyrklands og verður staðan tekin á lífinu þar.

Þrátt fyrir mikla dagskrá í dag er enn eitthvað ósagt því í þættinum í dag verður gefin glæsileg Nespresso kaffivélÞátturinn hefst á slaginu 6:50 og stendur til klukkan 10. Hægt er að fylgjast með þættinum á Bylgjunni og sömuleiðis sjónvarpsútsendingu úr útvarpsstúdíóinu hér á Vísi og á rásinni Stöð 2 Vísi í sjónvarpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×