Jóhann Berg: „Best case senario“ væri að byrja að spila í ensku úrvalsdeildinni í júní Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 16:30 Jóhann Berg Gudmundsson fagnar marki með Burnley. Getty/Chris Brunskill Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, ræddi um framtíð þessa tímabils í ensku úrvalsdeildinni í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport. „Staðan hjá mér er skrýtin eins og hjá flestum í heiminum í dag. Þetta er ótrúlegir tímar sem við erum að upplifa og það er enginn undantekning hjá okkur í Manchester,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Hann veit ekkert um framhaldið hjá sér. „Það sem mér finnst óþægilegast persónulega er óvissan. Venjulega þegar þú ert í sumarfríi þá veistu hvenær undirbúningstímabilið byrjar og þú átt að byrja að æfa. Þú ert að reyna að halda þér í formi en að sama skapi þá veistu ekki hvenær þú ert að fara að mæta á æfingar,“ sagði Jóhann Berg. „Það er ekkert vitað um framhaldið hér. Það var talað um miðjan apríl en það er ekki að fara að gerast. Ég sé okkur ekki byrja að æfa fyrr en í fyrsta lagi í maí og deildin byrjar þá ekki fyrr en í byrjun júní. Það væri held ég „best case senario“ ef við slettum aðeins,“ sagði Jóhann Berg. „Ef þetta fer eitthvað lengra en það þá verður mjög erfitt að klára deildina,“ sagði Jóhann Berg en hann ætti að vera að laus við öll meiðsli í júní. „Ég er búinn að missa af fótbolta á þessu tímabili og það væri frábært fyrir mig persónulega að koma sterkur inn í þessa níu síðustu leiki í deildinni og svo landsleikina. Það væri frábært fyrir mig persónulega en það ómögulegt að segja hvað gerist í þessu. Ef deildin fer aftur af stað þá verð ég hundrað prósent klár,“ sagði Jóhann Berg. En hvað með líkurnar á því að tímabilið verði flautað af. „Það eru gríðarlega tekjur sem úrvalsdeildin er að þéna og þeir myndu tapa svakalegum peningum á því. Ég held að það sé algjörlega síðasta sort hjá þeim að fara að fresta þessari deild. Þeir vilja auðvitað klára hana og það verður að ráðast hvernig það verður gert. Það væri hægt að klára þessa níu leiki á fjórum vikum ef það væri spilað mjög þétt,“ sagði Jóhann Berg. „Leikmenn myndu láta sig hafa það að klára tímabilið og auðvitað er það æskilegt. Það yrði hræðilegt fyrir liðin sem eru að koma upp í deildina og sama skapi fyrir Liverpool ef þessu yrði öllu slaufað. Það yrði hrikalegt fyrir úrvalsdeildina og bara fyrir fótbolta alls staðar. Maður veit ekki neitt en vill klára þetta,“ sagði Jóhann Berg. Viðtalið við Jóhann Berg má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Jóhann Berg í viðtali Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, ræddi um framtíð þessa tímabils í ensku úrvalsdeildinni í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport. „Staðan hjá mér er skrýtin eins og hjá flestum í heiminum í dag. Þetta er ótrúlegir tímar sem við erum að upplifa og það er enginn undantekning hjá okkur í Manchester,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Hann veit ekkert um framhaldið hjá sér. „Það sem mér finnst óþægilegast persónulega er óvissan. Venjulega þegar þú ert í sumarfríi þá veistu hvenær undirbúningstímabilið byrjar og þú átt að byrja að æfa. Þú ert að reyna að halda þér í formi en að sama skapi þá veistu ekki hvenær þú ert að fara að mæta á æfingar,“ sagði Jóhann Berg. „Það er ekkert vitað um framhaldið hér. Það var talað um miðjan apríl en það er ekki að fara að gerast. Ég sé okkur ekki byrja að æfa fyrr en í fyrsta lagi í maí og deildin byrjar þá ekki fyrr en í byrjun júní. Það væri held ég „best case senario“ ef við slettum aðeins,“ sagði Jóhann Berg. „Ef þetta fer eitthvað lengra en það þá verður mjög erfitt að klára deildina,“ sagði Jóhann Berg en hann ætti að vera að laus við öll meiðsli í júní. „Ég er búinn að missa af fótbolta á þessu tímabili og það væri frábært fyrir mig persónulega að koma sterkur inn í þessa níu síðustu leiki í deildinni og svo landsleikina. Það væri frábært fyrir mig persónulega en það ómögulegt að segja hvað gerist í þessu. Ef deildin fer aftur af stað þá verð ég hundrað prósent klár,“ sagði Jóhann Berg. En hvað með líkurnar á því að tímabilið verði flautað af. „Það eru gríðarlega tekjur sem úrvalsdeildin er að þéna og þeir myndu tapa svakalegum peningum á því. Ég held að það sé algjörlega síðasta sort hjá þeim að fara að fresta þessari deild. Þeir vilja auðvitað klára hana og það verður að ráðast hvernig það verður gert. Það væri hægt að klára þessa níu leiki á fjórum vikum ef það væri spilað mjög þétt,“ sagði Jóhann Berg. „Leikmenn myndu láta sig hafa það að klára tímabilið og auðvitað er það æskilegt. Það yrði hræðilegt fyrir liðin sem eru að koma upp í deildina og sama skapi fyrir Liverpool ef þessu yrði öllu slaufað. Það yrði hrikalegt fyrir úrvalsdeildina og bara fyrir fótbolta alls staðar. Maður veit ekki neitt en vill klára þetta,“ sagði Jóhann Berg. Viðtalið við Jóhann Berg má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Jóhann Berg í viðtali
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira