Falin fórnarlömb Covid Heiða Björg Pálmadóttir skrifar 20. apríl 2020 09:30 Daglega horfum við, hlustum á og lesum fréttir af fórnarlömbum Covid-10 veirunnar, bæði hér á landi og víða um heim. Daglega eru birtar tölulegar upplýsingar um fórnarlömbin; fjölda smitaðra, inniliggjandi, á gjörgæslu, látinna og fjölda í sóttkví. Daglega eru fréttir af bágri stöðu fyrirtækja og fjölda sem þiggur bætur frá atvinnuleysistryggingum. Fleiri fórnarlömb en fregnir berast af Það heyrist hins vegar minna af öðrum fórnarlömbum Covid-19. Í marsmánuði bárust barnaverndarnefndum 1.009 tilkynningar vegna 795 barna, ríflega helmingi fleiri einstaklinga en voru í einangrun vegna Covid í lok síðustu viku. Greining Barnaverndarstofu á tilkynningum í mars samanborið við síðustu 14 mánuði á undan sýnir að vísbendingar eru um að Covid-19 hafi margþætt áhrif á stöðu og líðan barna. Var heildarfjöldi tilkynninga í marsmánuði þannig meira en 5% fleiri en barst að meðaltali síðustu 14 mánuði á undan. Þótt ástæður tilkynninga til barnaverndarnefnda séu margs konar er hægt að fullyrða að hluti tilkynninga í mars sé tilkominn vegna beinna eða óbeinna afleiðinga veirunnar. Börn hafa verið einangruð á heimilum sínum vikum saman; rétt fyrir páska birtust fréttir um að meira en fjórðungur leikskólabarna í Reykjavík mætti ekki í skólann, þrátt fyrir að vera hvorki í sóttkví né einangrun. Tilkynnendur hafa í ríkara mæli áhyggjur af því að börn séu í bráðri hættu og var fjöldi tilkynninga, þar sem tilkynnandi taldi að barn væri í bráðri hættu, töluvert yfir meðallagi. Börn leita til barnaverndar sem aldrei fyrr Í mars bárust líka ríflega þrefalt fleiri tilkynningar frá börnum en að meðaltali á samanburðartímabili. Fjölgun tilkynninga frá börnum er bæði jákvæð og neikvæð. Það er sárt að hugsa til þess að börn eigi um svo sárt að binda að þau leiti á náðir barnaverndarnefnda til að fá aðstoð en gleðiefni að börnin bæði viti hvert þau geta leitað og treysti nefndunum til að bæta aðstæður sínar. Einnig virðast bæði foreldrar sjálfir, nágrannar, ættingjar og aðrir utan nánustu fjölskyldu í auknum mæli leita til barnaverndarnefnda með upplýsingar um börn sem áhyggjur eru af. Það er þakkarvert, ekki síst í ljósi þess að tilkynningar frá skólum, leikskólum, dagforeldrum og lögreglu voru færri en ætla mætti í hefðbundnum mánuði yfir vetrartímann. Vísbendingar um aukna vanrækslu og ofbeldi Allt bendir til þess að bæði sé meira um vanrækslu á heimilum og að ofbeldi gegn börnum sé að aukast. Fleiri tilkynningar bárust um ofbeldi gegn börnum í mars en bárust aðra mánuði á samanburðartímabili. Tilkynningar um líkamlegt ofbeldi eru fleiri, hvort sem skoðaðar eru tölur frá Reykjavík, höfuðborgarsvæði eða landsbyggð og einnig eru tölur varðandi tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi og heimilisofbeldi nokkru hærri, sérstaklega á landsbyggðinni. Sama gildir um tilkynningar er varða kynferðislegt ofbeldi. Að sama skapi voru tilkynningar um vanrækslu í marsmánuði nokkuð yfir meðaltali síðustu 14 mánaða á undan, sérstaklega um að umsjón og eftirliti með börnum sé ábótavant, um að líkamlegum þörfum barna sé ekki sinnt og að foreldrar barna séu í neyslu. Einnig eru vísbendingar um að tilfinningaleg vanræksla sé að aukast. Sofnum ekki á verðinum Fjöldi og efni tilkynninga til barnaverndarnefnda sveiflast eðlilega nokkuð milli mánaða og erfitt er að fullyrða hvort ofangreinda fjölgun megi rekja til ástandsins í samfélaginu eða hvort hún skýrist að einhverju leyti af venjulegum sveiflum milli mánaða. Það eru þó óveðursský á lofti. Við megum ekki sofna á verðinum, gleyma hinum þöglu og týndu fórnarlömbum Covid. Börnin eiga ekki val um hvar þau búa, hvert þau fara eða hverjir sinna þeim. Þau sem yngri eru hafa engin ráð til þess að láta vita – þau fara ekki í leikskóla, hitta ekki ættingja, kunna ekki á síma og eru ekki í rafrænum samskiptum við umheiminn. Barnavernd er dauðans alvara Barnavernd bjargar mannslífum, bókstaflega. Börn látast vegna slæmra aðstæðna á heimili – líka á Íslandi. Árlega þurfa 5.000 börn á aðstoð barnaverndar að halda. Oft berast tilkynningar um aðstæður barna ekki fyrr en löngu eftir að aðstæður hafa breyst til hins verra. Stundum ekki fyrr en varanlegur skaði hefur orðið. Má því búast við að á næstu vikum og mánuðum muni fjölga tilkynningum um slæman aðbúnað barna. Börnin verða að treysta á vökul augu samfélagsins. Við megum ekki bregðast þeim. Tilkynnum áður en það verður um seinan. Tryggjum að fórnarlömb Covid-19 verði eins fá og unnt er. Við erum öll barnavernd. Höfundur er forstjóri Barnarverndarstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Daglega horfum við, hlustum á og lesum fréttir af fórnarlömbum Covid-10 veirunnar, bæði hér á landi og víða um heim. Daglega eru birtar tölulegar upplýsingar um fórnarlömbin; fjölda smitaðra, inniliggjandi, á gjörgæslu, látinna og fjölda í sóttkví. Daglega eru fréttir af bágri stöðu fyrirtækja og fjölda sem þiggur bætur frá atvinnuleysistryggingum. Fleiri fórnarlömb en fregnir berast af Það heyrist hins vegar minna af öðrum fórnarlömbum Covid-19. Í marsmánuði bárust barnaverndarnefndum 1.009 tilkynningar vegna 795 barna, ríflega helmingi fleiri einstaklinga en voru í einangrun vegna Covid í lok síðustu viku. Greining Barnaverndarstofu á tilkynningum í mars samanborið við síðustu 14 mánuði á undan sýnir að vísbendingar eru um að Covid-19 hafi margþætt áhrif á stöðu og líðan barna. Var heildarfjöldi tilkynninga í marsmánuði þannig meira en 5% fleiri en barst að meðaltali síðustu 14 mánuði á undan. Þótt ástæður tilkynninga til barnaverndarnefnda séu margs konar er hægt að fullyrða að hluti tilkynninga í mars sé tilkominn vegna beinna eða óbeinna afleiðinga veirunnar. Börn hafa verið einangruð á heimilum sínum vikum saman; rétt fyrir páska birtust fréttir um að meira en fjórðungur leikskólabarna í Reykjavík mætti ekki í skólann, þrátt fyrir að vera hvorki í sóttkví né einangrun. Tilkynnendur hafa í ríkara mæli áhyggjur af því að börn séu í bráðri hættu og var fjöldi tilkynninga, þar sem tilkynnandi taldi að barn væri í bráðri hættu, töluvert yfir meðallagi. Börn leita til barnaverndar sem aldrei fyrr Í mars bárust líka ríflega þrefalt fleiri tilkynningar frá börnum en að meðaltali á samanburðartímabili. Fjölgun tilkynninga frá börnum er bæði jákvæð og neikvæð. Það er sárt að hugsa til þess að börn eigi um svo sárt að binda að þau leiti á náðir barnaverndarnefnda til að fá aðstoð en gleðiefni að börnin bæði viti hvert þau geta leitað og treysti nefndunum til að bæta aðstæður sínar. Einnig virðast bæði foreldrar sjálfir, nágrannar, ættingjar og aðrir utan nánustu fjölskyldu í auknum mæli leita til barnaverndarnefnda með upplýsingar um börn sem áhyggjur eru af. Það er þakkarvert, ekki síst í ljósi þess að tilkynningar frá skólum, leikskólum, dagforeldrum og lögreglu voru færri en ætla mætti í hefðbundnum mánuði yfir vetrartímann. Vísbendingar um aukna vanrækslu og ofbeldi Allt bendir til þess að bæði sé meira um vanrækslu á heimilum og að ofbeldi gegn börnum sé að aukast. Fleiri tilkynningar bárust um ofbeldi gegn börnum í mars en bárust aðra mánuði á samanburðartímabili. Tilkynningar um líkamlegt ofbeldi eru fleiri, hvort sem skoðaðar eru tölur frá Reykjavík, höfuðborgarsvæði eða landsbyggð og einnig eru tölur varðandi tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi og heimilisofbeldi nokkru hærri, sérstaklega á landsbyggðinni. Sama gildir um tilkynningar er varða kynferðislegt ofbeldi. Að sama skapi voru tilkynningar um vanrækslu í marsmánuði nokkuð yfir meðaltali síðustu 14 mánaða á undan, sérstaklega um að umsjón og eftirliti með börnum sé ábótavant, um að líkamlegum þörfum barna sé ekki sinnt og að foreldrar barna séu í neyslu. Einnig eru vísbendingar um að tilfinningaleg vanræksla sé að aukast. Sofnum ekki á verðinum Fjöldi og efni tilkynninga til barnaverndarnefnda sveiflast eðlilega nokkuð milli mánaða og erfitt er að fullyrða hvort ofangreinda fjölgun megi rekja til ástandsins í samfélaginu eða hvort hún skýrist að einhverju leyti af venjulegum sveiflum milli mánaða. Það eru þó óveðursský á lofti. Við megum ekki sofna á verðinum, gleyma hinum þöglu og týndu fórnarlömbum Covid. Börnin eiga ekki val um hvar þau búa, hvert þau fara eða hverjir sinna þeim. Þau sem yngri eru hafa engin ráð til þess að láta vita – þau fara ekki í leikskóla, hitta ekki ættingja, kunna ekki á síma og eru ekki í rafrænum samskiptum við umheiminn. Barnavernd er dauðans alvara Barnavernd bjargar mannslífum, bókstaflega. Börn látast vegna slæmra aðstæðna á heimili – líka á Íslandi. Árlega þurfa 5.000 börn á aðstoð barnaverndar að halda. Oft berast tilkynningar um aðstæður barna ekki fyrr en löngu eftir að aðstæður hafa breyst til hins verra. Stundum ekki fyrr en varanlegur skaði hefur orðið. Má því búast við að á næstu vikum og mánuðum muni fjölga tilkynningum um slæman aðbúnað barna. Börnin verða að treysta á vökul augu samfélagsins. Við megum ekki bregðast þeim. Tilkynnum áður en það verður um seinan. Tryggjum að fórnarlömb Covid-19 verði eins fá og unnt er. Við erum öll barnavernd. Höfundur er forstjóri Barnarverndarstofu
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun