Innlent

Ólafur Þór, Oddný Anna og Víðir afi í Bítinu

Sylvía Hall skrifar
bitid

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir rannsakar andlega líðan Íslendinga í heimsfaraldrinum og var á meðal gesta Bítisins í dag. Þá ræddi Herbert Hauksson, eigandi Mountaineers of Iceland, stöðu ferðaþjónustunnar og algjört aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar varðandi þau mál að hans mati.

Þátturinn hefst á slaginu 6:50 og stendur til klukkan 10. Hægt er að fylgjast með þættinum á Bylgjunni og sömuleiðis sjónvarpsútsendingu úr útvarpsstúdíóinu hér á Vísi og á rásinni Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. Hér að neðan er upptaka frá þættinum í morgun í heild sinni.

Klippa: Bítið í heild sinni

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur með breytingu á reglugerð gert innflutning, meðferð og vörslu fræja til ræktunar iðnaðarhamps mögulega. Heimir og Gulli munu heyra í Oddnýju Önnu Björnsdóttur um breytingarnar og kosti hampsins.

Einnig var tekin staðan á Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni, sem er jafnframt nýbakaður afi.

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna mætti.  Hann var spurður hvort viðskiptavinir Icelandair eigi ekki kröfu á endurgreiðslu.

Þá heyrðu Bítismenn í Sigmundi Guðbjarnasyni um þann fjársjóð sem finnst í íslenskri náttúru og þá náttúru sem getur unnið á vírusum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×