Hundruð sem drukku tréspíra gegn veirunni látin Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2020 11:38 Íran glímir ekki aðeins við þúsundir dauðsfalla vegna kórónuveirunnar heldur einnig afleiðingar þess að þúsundir hafa drukkið tréspíra. AP/Vahid Salemi Ranghugmyndir um að tréspíri geti kveðið niður kórónuveiruna hefur leitt til hundraða dauðsfalla í Íran. Yfirvöld þar biðla til almennings um að hætta að drekka spírann. Auk þeirra látnu hafa þúsundir veikst af því að innbyrða eitrið. Íranski fjölmiðlar segja að hátt í 300 manns hafi látið lífið og fleiri en þúsund veikst af því að drekka tréspíra, metanól, vegna þess að fólk telur að hann veiti vernd gegn veirunni. Læknir í landinu sem AP-fréttastofan hefur rætt við segir að raunverulegur fjöldi sé 480 látnir og 2.850 veikir. Tréspíri er á meðal gerviúrræða gegn faraldrinum sem haldið er á lofti á samfélagsmiðlum í Íran. Í færslum er því haldið fram að breskir kennarar hafi læknað sig með viskíi og hunangi. Þegar við bætast ráðleggingar um að fólk noti spritt til að verjast smiti hafa sumir ályktað ranglega að með því að drekka sterkt áfengi sé hægt að drepa veiruna. Áfengisneysla er bönnuð í Íran og því leita margir á náðir sprúttsala. Margir landsmenn eru sagðir opnir fyrir upplýsingafalsi af þessu tagi þar sem þeir tortryggja stjórnvöld sem reyndu lengi framan af að gera lítið úr faraldrinum sem hefur valdið miklum usla í Íran. Um 2.200 manns hafa látist og 29.000 greinst smitaðir í faraldrinum í Íran og óttast sérfræðingar að stjórnvöld feli raunverulegt umfang hans. Sjá einnig: Tréspíramálið: Leyndarmálið sem enginn vildi ræða í Vestmannaeyjum „Önnur lönd glíma bara við eitt vandamál sem er faraldur nýju kórónuveirunnar en við berjumst á tveimur vígstöðvum hér. Við þurfum bæði að lækna fólk með áfengiseitrun og berjast við kórónuveiruna,“ segir Hossein Hassanian, ráðgjafi íranska heilbrigðisráðuneytisins. Tréspíri veldur seinkuðum heila- og líffæraskaða. Þeir sem drekka hann geta fengið brjóstverki eða ógleði, þeir lent í oföndun, orðið blindir eða jafnvel fallið í dá. Níu manns létust eftir að þeir drukku tréspíra á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Neyðarsjúkrahús reist í Íran þar sem faraldurinn logar Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að 144 hefðu látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring. Alls hafa greinst 32.000 tilfelli kórónuveirunnar í landinu og næstum 2.400 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum sem veiran veldur. 27. mars 2020 13:35 Sleppa tugum þúsunda fanga í Íran Yfirvöld Íran hafa sleppt um 85 þúsund föngum úr fangelsi með því markmiði að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. 17. mars 2020 12:23 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Ranghugmyndir um að tréspíri geti kveðið niður kórónuveiruna hefur leitt til hundraða dauðsfalla í Íran. Yfirvöld þar biðla til almennings um að hætta að drekka spírann. Auk þeirra látnu hafa þúsundir veikst af því að innbyrða eitrið. Íranski fjölmiðlar segja að hátt í 300 manns hafi látið lífið og fleiri en þúsund veikst af því að drekka tréspíra, metanól, vegna þess að fólk telur að hann veiti vernd gegn veirunni. Læknir í landinu sem AP-fréttastofan hefur rætt við segir að raunverulegur fjöldi sé 480 látnir og 2.850 veikir. Tréspíri er á meðal gerviúrræða gegn faraldrinum sem haldið er á lofti á samfélagsmiðlum í Íran. Í færslum er því haldið fram að breskir kennarar hafi læknað sig með viskíi og hunangi. Þegar við bætast ráðleggingar um að fólk noti spritt til að verjast smiti hafa sumir ályktað ranglega að með því að drekka sterkt áfengi sé hægt að drepa veiruna. Áfengisneysla er bönnuð í Íran og því leita margir á náðir sprúttsala. Margir landsmenn eru sagðir opnir fyrir upplýsingafalsi af þessu tagi þar sem þeir tortryggja stjórnvöld sem reyndu lengi framan af að gera lítið úr faraldrinum sem hefur valdið miklum usla í Íran. Um 2.200 manns hafa látist og 29.000 greinst smitaðir í faraldrinum í Íran og óttast sérfræðingar að stjórnvöld feli raunverulegt umfang hans. Sjá einnig: Tréspíramálið: Leyndarmálið sem enginn vildi ræða í Vestmannaeyjum „Önnur lönd glíma bara við eitt vandamál sem er faraldur nýju kórónuveirunnar en við berjumst á tveimur vígstöðvum hér. Við þurfum bæði að lækna fólk með áfengiseitrun og berjast við kórónuveiruna,“ segir Hossein Hassanian, ráðgjafi íranska heilbrigðisráðuneytisins. Tréspíri veldur seinkuðum heila- og líffæraskaða. Þeir sem drekka hann geta fengið brjóstverki eða ógleði, þeir lent í oföndun, orðið blindir eða jafnvel fallið í dá. Níu manns létust eftir að þeir drukku tréspíra á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Neyðarsjúkrahús reist í Íran þar sem faraldurinn logar Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að 144 hefðu látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring. Alls hafa greinst 32.000 tilfelli kórónuveirunnar í landinu og næstum 2.400 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum sem veiran veldur. 27. mars 2020 13:35 Sleppa tugum þúsunda fanga í Íran Yfirvöld Íran hafa sleppt um 85 þúsund föngum úr fangelsi með því markmiði að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. 17. mars 2020 12:23 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Neyðarsjúkrahús reist í Íran þar sem faraldurinn logar Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að 144 hefðu látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring. Alls hafa greinst 32.000 tilfelli kórónuveirunnar í landinu og næstum 2.400 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum sem veiran veldur. 27. mars 2020 13:35
Sleppa tugum þúsunda fanga í Íran Yfirvöld Íran hafa sleppt um 85 þúsund föngum úr fangelsi með því markmiði að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. 17. mars 2020 12:23