Hefur áhyggjur af áhrifum faraldursins á stöðu vinnumála á Suðurnesjum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2020 13:16 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur áhyggjur af stöðu vinnumála á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur þungar áhyggjur af stöðu atvinnumála á Suðurnesjum. Atvinnuleysi þar er tæp 14 prósent og telur hún það fara vaxandi á næstu dögum og vikum, sökum kórónuveirufaraldursins. „Ég hef stórkostlegar áhyggjur af svæðinu vegna þess að þetta áfall sem að kemur með faraldrinum kemur ofan í mikla dýfu sem að var dýpri á Suðurnesjum heldur en annars staðar á landinu, og byrjaði reyndar bara þegar WOW féll,“ segir Oddný í samtali við fréttastofu. Hún birti í gær stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hún lýsti áhyggjum sínum. Hún segir í samtali við fréttastofu að atvinnuleysi í Reykjanesbæ hafi fyrr í marsmánuði verið um 11 prósent. Það fari nú hratt vaxandi. „Uppsagnir eru ekki komnar frá fyrirtækjum sem við vitum að munu pakka saman á næstu vikum. Flugstöðin og flugvöllurinn, það eru þúsundir Suðurnesjamanna sem þar vinna og starfsemin þar er í frosti og verður þar á næstu vikum.“ Hún segir að stjórnvöld verði að bregðast sérstaklega við stöðunni í þessum landshluta. „Stjórnvöld verða að gera það og hefðu átt að vera búin að bregðast við fyrir löngu. Vegna þess að hér eru fjárframlög til dæmis til heilsugæslu og Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja lægst á hvern íbúa ef við horfum á allt landið. Við höfum verið svolítið vanrækt hvað þessa sjálfsögðu innviði varðar,“ segir Oddný og bætir við að sérstaklega þurfi að líta til þess hve illa búin Suðurnesin eru til að takast á við skell eins og þann sem nú blasir við sem fylgifiskur heimsfaraldurs. Vinnumálastofnun á mörgum vígstöðvum Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að eins og sakir standa hafi ekki verið gerðar sérstakar ráðstafanir fyrir Suðurnes vegna þess ástands sem nú vofir yfir. „Við höfum verið í samstarfi við bæjarstjórann í Reykjanesbæ áður en þetta skall allt á. Það hefur verið hlutfallslega mjög erfitt atvinnuástand þarna í töluvert langan tíma,“ segir Unnur í samtali við Vísi. Hún segir stóran hluta starfa á Suðurnesjum tengjast flugvellinum með einum eða öðrum hætti. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að undirbúningur við vinnu að vinnumarkaðsúrræðum, bæði á Suðurnesjum og annars staðar, sé hafinn. „Það er svo rosalega mikil atvinna sem tengist flugvellinum, og þar með farþegunum og ferðaþjónustu. Þetta eru bílaleigurnar, þjónusta við völlinn, verslanir þar og veitingastaðir. Þetta er svo ofboðslega stórt hlutfall. Þannig slær þetta svo illa.“ Hún segir þó að eins og staðan sé í dag fari öll orka Vinnumálastofnunar í að koma á fót úrræði stjórnvalda um bætur á móti minnkuðu starfshlutfalli. „Um leið og rykið sest aðeins í því, þá blasir við að taka þurfi til hendinni í einhvers konar vinnumarkaðsúrræðum. Þá verða Suðurnesin auðvitað mjög ofarlega á baugi. En við erum ekki komin þangað enn þá,“ segir Unnur. Hins vegar sé undirbúningur slíkrar vinnu farinn af stað á landsvísu, án þess að það sé bundið við Suðurnesin. Vinnumarkaður Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur þungar áhyggjur af stöðu atvinnumála á Suðurnesjum. Atvinnuleysi þar er tæp 14 prósent og telur hún það fara vaxandi á næstu dögum og vikum, sökum kórónuveirufaraldursins. „Ég hef stórkostlegar áhyggjur af svæðinu vegna þess að þetta áfall sem að kemur með faraldrinum kemur ofan í mikla dýfu sem að var dýpri á Suðurnesjum heldur en annars staðar á landinu, og byrjaði reyndar bara þegar WOW féll,“ segir Oddný í samtali við fréttastofu. Hún birti í gær stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hún lýsti áhyggjum sínum. Hún segir í samtali við fréttastofu að atvinnuleysi í Reykjanesbæ hafi fyrr í marsmánuði verið um 11 prósent. Það fari nú hratt vaxandi. „Uppsagnir eru ekki komnar frá fyrirtækjum sem við vitum að munu pakka saman á næstu vikum. Flugstöðin og flugvöllurinn, það eru þúsundir Suðurnesjamanna sem þar vinna og starfsemin þar er í frosti og verður þar á næstu vikum.“ Hún segir að stjórnvöld verði að bregðast sérstaklega við stöðunni í þessum landshluta. „Stjórnvöld verða að gera það og hefðu átt að vera búin að bregðast við fyrir löngu. Vegna þess að hér eru fjárframlög til dæmis til heilsugæslu og Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja lægst á hvern íbúa ef við horfum á allt landið. Við höfum verið svolítið vanrækt hvað þessa sjálfsögðu innviði varðar,“ segir Oddný og bætir við að sérstaklega þurfi að líta til þess hve illa búin Suðurnesin eru til að takast á við skell eins og þann sem nú blasir við sem fylgifiskur heimsfaraldurs. Vinnumálastofnun á mörgum vígstöðvum Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að eins og sakir standa hafi ekki verið gerðar sérstakar ráðstafanir fyrir Suðurnes vegna þess ástands sem nú vofir yfir. „Við höfum verið í samstarfi við bæjarstjórann í Reykjanesbæ áður en þetta skall allt á. Það hefur verið hlutfallslega mjög erfitt atvinnuástand þarna í töluvert langan tíma,“ segir Unnur í samtali við Vísi. Hún segir stóran hluta starfa á Suðurnesjum tengjast flugvellinum með einum eða öðrum hætti. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að undirbúningur við vinnu að vinnumarkaðsúrræðum, bæði á Suðurnesjum og annars staðar, sé hafinn. „Það er svo rosalega mikil atvinna sem tengist flugvellinum, og þar með farþegunum og ferðaþjónustu. Þetta eru bílaleigurnar, þjónusta við völlinn, verslanir þar og veitingastaðir. Þetta er svo ofboðslega stórt hlutfall. Þannig slær þetta svo illa.“ Hún segir þó að eins og staðan sé í dag fari öll orka Vinnumálastofnunar í að koma á fót úrræði stjórnvalda um bætur á móti minnkuðu starfshlutfalli. „Um leið og rykið sest aðeins í því, þá blasir við að taka þurfi til hendinni í einhvers konar vinnumarkaðsúrræðum. Þá verða Suðurnesin auðvitað mjög ofarlega á baugi. En við erum ekki komin þangað enn þá,“ segir Unnur. Hins vegar sé undirbúningur slíkrar vinnu farinn af stað á landsvísu, án þess að það sé bundið við Suðurnesin.
Vinnumarkaður Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent