Erlent

Handtaka þúsundir fólks sem ekki virða útgöngubann

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglumenn á Sri Lanka sjá um að sótthreinsa almenningsstaði og standa vörð um að útgöngubanni sé framfylgt.
Lögreglumenn á Sri Lanka sjá um að sótthreinsa almenningsstaði og standa vörð um að útgöngubanni sé framfylgt. Vísir/AP

Lögreglan á Srí Lanka segist hafa handtekið þúsundir manna sem ekki virða útgöngubann þar í landi. Útgöngubannið er sett á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19.

Meðal þeirra sem hafa verið handtekin er fólk sem eyddi nóttinni við bænahald í moskum. AP greinir frá þessu.

Staðfest tilfelli COVID-19 á Srí Lanka eru nú 106 og hefur ríkisstjórnin þar í landi gefið lögreglunni þau fyrirmæli að framfylgja útgöngubanninu af festu, til þess að lágmarka óþarfa samgang fólks.

Þá hefur ríkisstjórnin einnig bannað ónauðsynleg ferðalög, en 4600 hafa verið handtekin og 1125 farartæki verið gerð upptæk fyrir brot á þeim fyrirmælum síðan 20. mars síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×