Þrír bestu samherjar Emils hjá félagsliðum hafa allir spilað með stórliðum Anton Ingi Leifsson skrifar 27. mars 2020 10:45 Emil og Luca Toni fagna marki gegn Cesena í ítalska boltanum í aprílmánuði 2015 en þeir náðu einkar vel saman. vísir/getty Emil Hallfreðsson fékk það vandasama verkefni í þættinum Sportinu í kvöld að velja þrjá bestu félaganna úr bæði félagsliðum og landsliðinu. Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson voru bestu samherjarnir í landsliðinu. Emil hefur ekki spilað með neinum aukvissum í gegnum tíðina en lengst af á sínum ferli hefur FH-ingurinn spilað á Ítalíu. Þar hefur hann leikið með mörgum frábærum leikmönnum og fyrsti leikmaðurinn á blað var Rafael Marquez. Marquez og Emil léku saman hjá Hellas Verona tímabilið 2014/2015 en einungis fjórum árum áður hafði Mexíkóinn yfirgefið Barcelona þar sem hann hafði leikið tæplega tvo hundruð leiki fyrir spænska stórveldið. „Þegar hann kom til okkar þá fannst mér það súrealískt. Hann var búinn að vera í Barcelona með tagglið og hrikalega flottur. Að hann væri bara kominn til Hellas Verona,“ sagði Emil. Næstur á blað var Jorginho sem leikur í dag með Chelsea. Jorginho og Emil léku einnig saman hjá Hellas Verona en þaðan fór Jorginho til Napoli og síðar meir til Chelsea. „Hann kom upp hjá Verona þegar ég var þar. Ég er að reyna eigna mér smá í honum. Mér fannst hann hrikalega góður og ég var í góðu sambandi við þjálfarann sem bjó fyrir ofan mig. Hann var oft að kalla mig upp og pæla hvernig hann ætti að spila daginn eftir. Ég sagði einu sinni við hann að hann yrði að spila Jorginho. Settu hann í liðið sem hann gerði og þá var hann örugglega 50 kíló,“ sagði Emil. Síðastur en ekki sístur á blað var Luca Toni. Eins og fyrri tveir leikmennirnir þá var það hjá Hellas Verona sem Emil og Toni spiluðu saman en Luca Toni hefur meðal annars spilað með Bayern Munchen og Juventus á sínum ferli. „Þetta er einn fyndnasti gaur sem ég hef kynnst inn í klefanum. Þetta er algjört „legend“. Hann kom til okkar 37 ára og hann var markahæstur í deildinni 38 ára. Hann sleppti aldrei æfingu, æfði alltaf, var ekkert geðveikt góður á öllum æfingum en svo varð hann bara „beast“ á sunnudögum,“ sagði Emil. Skemmtilegt lag um Luca Toni sem og nánari útskýringu Emils á þessum liðsfélögum má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Emil valdi þrjá bestu liðsfélaganna úr félagsliði Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ítalski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Emil Hallfreðsson fékk það vandasama verkefni í þættinum Sportinu í kvöld að velja þrjá bestu félaganna úr bæði félagsliðum og landsliðinu. Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson voru bestu samherjarnir í landsliðinu. Emil hefur ekki spilað með neinum aukvissum í gegnum tíðina en lengst af á sínum ferli hefur FH-ingurinn spilað á Ítalíu. Þar hefur hann leikið með mörgum frábærum leikmönnum og fyrsti leikmaðurinn á blað var Rafael Marquez. Marquez og Emil léku saman hjá Hellas Verona tímabilið 2014/2015 en einungis fjórum árum áður hafði Mexíkóinn yfirgefið Barcelona þar sem hann hafði leikið tæplega tvo hundruð leiki fyrir spænska stórveldið. „Þegar hann kom til okkar þá fannst mér það súrealískt. Hann var búinn að vera í Barcelona með tagglið og hrikalega flottur. Að hann væri bara kominn til Hellas Verona,“ sagði Emil. Næstur á blað var Jorginho sem leikur í dag með Chelsea. Jorginho og Emil léku einnig saman hjá Hellas Verona en þaðan fór Jorginho til Napoli og síðar meir til Chelsea. „Hann kom upp hjá Verona þegar ég var þar. Ég er að reyna eigna mér smá í honum. Mér fannst hann hrikalega góður og ég var í góðu sambandi við þjálfarann sem bjó fyrir ofan mig. Hann var oft að kalla mig upp og pæla hvernig hann ætti að spila daginn eftir. Ég sagði einu sinni við hann að hann yrði að spila Jorginho. Settu hann í liðið sem hann gerði og þá var hann örugglega 50 kíló,“ sagði Emil. Síðastur en ekki sístur á blað var Luca Toni. Eins og fyrri tveir leikmennirnir þá var það hjá Hellas Verona sem Emil og Toni spiluðu saman en Luca Toni hefur meðal annars spilað með Bayern Munchen og Juventus á sínum ferli. „Þetta er einn fyndnasti gaur sem ég hef kynnst inn í klefanum. Þetta er algjört „legend“. Hann kom til okkar 37 ára og hann var markahæstur í deildinni 38 ára. Hann sleppti aldrei æfingu, æfði alltaf, var ekkert geðveikt góður á öllum æfingum en svo varð hann bara „beast“ á sunnudögum,“ sagði Emil. Skemmtilegt lag um Luca Toni sem og nánari útskýringu Emils á þessum liðsfélögum má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Emil valdi þrjá bestu liðsfélaganna úr félagsliði Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Ítalski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira