Segir milljónir geta dáið verði ekki gripið til aðgerða Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2020 21:58 Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, segir ákvarðanir þjóðarleiðtoga um þessar mundir muna hafa áhrif áratugi fram í tímann. epa/SALVATORE DI NOLFI Verði ekki gripið til afgerandi aðgerða á heimsvísu gæti Covid-19, sjúkdómurinn sem nýja kórónuveiran veldur, fellt milljónir fólks. Þetta sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á fjarfundi leiðtoga G20 ríkja í dag. Ítrekaði hann hve smituðum hefur fjölgað hratt frá því veiran stakk fyrst upp kollinum. Það tók 67 daga að staðfesta fyrstu hundrað þúsund smitin. Ellefu daga að staðfesta næstu hundrað þúsund smitin. Þriðju hundruð þúsundin tóku einungis fjóra daga og þau fjórðu tvo. Nú er staðan sú á heimsvísu að rúmlega 526 þúsund hafa smitast, svo vitað sé, og tæplega 24 þúsund dáið. Rúmlega 120 þúsund hafa jafnað sig af sjúkdómnum, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Flest smit hafa nú verið staðfest í Bandaríkjunum. Í ræðu sinni sagði Ghebreyesus að einungis tíminn gæti leitt í ljós hver heildarkostnaður heimsins yrði vegna faraldursins. Sama hve hár hann verður sagði Ghebreyesus að ylti á ákvörðunum þjóðarleiðtoga á næstu dögum og sagði hann að þær ákvarðanir myndu hafa afleiðingar áratugi fram í tímann. Besta leiðin til að vernda mannslíf, lífsviðurværi fólks og efnahagi er samkvæmt Ghebreyesus að stoppa faraldurinn. Það verði einungis gert með umfangsmiklum og afgerandi aðgerðum. „Berjist. Berjist af hörku. Berjist eins og fjandinn sjálfur. Berjist eins og líf ykkar velti á því, því þau gera það,“ sagði Ghebreyesus. Hann kallaði einnig eftir samstöðu á heimsvísu og að ríki heimsins tækju höndum saman varðandi framleiðslu nauðsynja eins og hlífðarbúnaðar fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Honoured to address the @g20org Extraordinary Summit on #COVID19, chaired by @KingSalman. I asked them to:1. Fight like our lives depend on it, because they do.2. Unite. We will only get out of this together.3. Ignite a global movement to ensure this never happens again.— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) March 26, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr starfi af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Verði ekki gripið til afgerandi aðgerða á heimsvísu gæti Covid-19, sjúkdómurinn sem nýja kórónuveiran veldur, fellt milljónir fólks. Þetta sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á fjarfundi leiðtoga G20 ríkja í dag. Ítrekaði hann hve smituðum hefur fjölgað hratt frá því veiran stakk fyrst upp kollinum. Það tók 67 daga að staðfesta fyrstu hundrað þúsund smitin. Ellefu daga að staðfesta næstu hundrað þúsund smitin. Þriðju hundruð þúsundin tóku einungis fjóra daga og þau fjórðu tvo. Nú er staðan sú á heimsvísu að rúmlega 526 þúsund hafa smitast, svo vitað sé, og tæplega 24 þúsund dáið. Rúmlega 120 þúsund hafa jafnað sig af sjúkdómnum, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Flest smit hafa nú verið staðfest í Bandaríkjunum. Í ræðu sinni sagði Ghebreyesus að einungis tíminn gæti leitt í ljós hver heildarkostnaður heimsins yrði vegna faraldursins. Sama hve hár hann verður sagði Ghebreyesus að ylti á ákvörðunum þjóðarleiðtoga á næstu dögum og sagði hann að þær ákvarðanir myndu hafa afleiðingar áratugi fram í tímann. Besta leiðin til að vernda mannslíf, lífsviðurværi fólks og efnahagi er samkvæmt Ghebreyesus að stoppa faraldurinn. Það verði einungis gert með umfangsmiklum og afgerandi aðgerðum. „Berjist. Berjist af hörku. Berjist eins og fjandinn sjálfur. Berjist eins og líf ykkar velti á því, því þau gera það,“ sagði Ghebreyesus. Hann kallaði einnig eftir samstöðu á heimsvísu og að ríki heimsins tækju höndum saman varðandi framleiðslu nauðsynja eins og hlífðarbúnaðar fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Honoured to address the @g20org Extraordinary Summit on #COVID19, chaired by @KingSalman. I asked them to:1. Fight like our lives depend on it, because they do.2. Unite. We will only get out of this together.3. Ignite a global movement to ensure this never happens again.— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) March 26, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr starfi af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira