Áhersla lögð á mannaflsfrekar framkvæmdir í aðgerðum stjórnvalda Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2020 19:20 Fámennt er í þingsal þessa dagana vegna sóttvarna og flokkarnir velja sér fulltrúa til að tala í hverju máli. Þingmenn fylgjast með umræðum á skrifstofum sínum eða heima hjá sér. Vísir/Frikki Fámennt er í þingsal vegna sóttvarna en þingmenn fylgjast með umræðum annars staðar í húsakynnum Alþingis eða heima hjá sér. Í þingsályktun Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem nær til verkefna undir mörgum ráðuneytum er gert ráð fyrir 15 milljörðum til alls kyns framkvæmda sem auðvelt sé að fara í á þessu ári. Tillagan nýtur almenns stuðnings flokka en stjórnarandstaðan vill bæði gera meira og forgangsraða öðruvísi. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði næsta öruggt að samdrátturinn framundan verði meiri en gert hafi verið ráð fyrir. „Kæmi til greina að hálfu hæst virts ráðherra; af því að innan fjárlaganefndar er töluvert rætt um að bæta hér verulega í, að gera nákvæmlega það. Að auka verulega í þessa fjárhæð og í stað fimmtán milljarða værum við hér kannski að horfa á tuttugu og fimm til þrjátíu milljarða viðbótar fjárfestingu á þessu ári,“ sagði Þorsteinn. Fjármálaráðherra minnti á að þetta væri viðbót við rúma sjötíu milljarða til framkvæmda í fjárlögum þessa árs. Þá væri unniðað fjármálaáætlun til næstu ára þar sem gert væri ráð fyrir 60 milljörðum til viðbótar. „Það sem ég myndi hafa áhyggjur af varðandi það að fara í 30-40 milljarða viðbætur á níu mánuðum er einfaldlega að koma þessum fjármunum í vinnu. Að ráða nógu margar vinnuvélar, fá hagstætt verð ef menn ætlað að troða peningum ofan í verktakageirann. Að við missum stjórn á framboði og eftirspurn,“ sagði Bjarni. Vandlega hafi verið farið yfir hvaða verkefni það væru sem auðvelt væri að fara í strax það sem eftir lifði árs. Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata töldu að auka mætti framlög til nýsköpunar, alls kyns rannsóknar- og þróunarsjóða og þingflokksformaður Miðflokksins vildi betri greiningu á mannaflaþörfinni. En af 15 milljörðum fara rúmir sex í samgönguverkefni og restin fer að mestu í nýbyggingar og viðhald. Þá sagðist Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hafa áhyggjur af kynjajöfnun eins og lög kvæðu á um að væri gætt. Honum sýndist þessi verkefni vera af um tveimur þriðja „karlaverkefni.“ Þá mætti ekki endurtaka grandvaraleysið frá því á hrunárunum. „Ekki gleyma neinum hópum núna eins og gleymdust síðast. Hugum að viðkvæmum hópum á þessum tímapunkti. Eins og öldruðum, öryrkjum, fátækum, námsmönnum, leigjendum. Öllum sem við gleymdum í síðasta hruni,“ sagði Björn Leví. Þá lauk Alþingi fyrstu umræðu um frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra sem á að tryggja að ekki verði skortur á nauðsynlegum persónuhlífum fyrir heilbrigðisstarfsfólk með undanþágu frá evrópureglum um slíkan búnað. Enda sé erfitt að finna fullkomlega viðurkenndan búnað um þessar mundir vegna ástandsins í heiminum almennt. Efnahagsmál Alþingi Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mælt fyrir fimmtán milljarða framkvæmdum í dag Í þingsályktunartillögu fjármálaráðherra sem rædd verður á Alþingi í dag er gert ráð fyrir fimmtán milljörðum til framkvæmda á þessu ári til vinna gegn auknu atvinnuleysi. Rúmlega sex milljarðar fara til samgönguverkefna auk milljarða sem fara í nýbyggingar og uppbyggingu innviða víða um land. 26. mars 2020 12:03 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Fámennt er í þingsal vegna sóttvarna en þingmenn fylgjast með umræðum annars staðar í húsakynnum Alþingis eða heima hjá sér. Í þingsályktun Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem nær til verkefna undir mörgum ráðuneytum er gert ráð fyrir 15 milljörðum til alls kyns framkvæmda sem auðvelt sé að fara í á þessu ári. Tillagan nýtur almenns stuðnings flokka en stjórnarandstaðan vill bæði gera meira og forgangsraða öðruvísi. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði næsta öruggt að samdrátturinn framundan verði meiri en gert hafi verið ráð fyrir. „Kæmi til greina að hálfu hæst virts ráðherra; af því að innan fjárlaganefndar er töluvert rætt um að bæta hér verulega í, að gera nákvæmlega það. Að auka verulega í þessa fjárhæð og í stað fimmtán milljarða værum við hér kannski að horfa á tuttugu og fimm til þrjátíu milljarða viðbótar fjárfestingu á þessu ári,“ sagði Þorsteinn. Fjármálaráðherra minnti á að þetta væri viðbót við rúma sjötíu milljarða til framkvæmda í fjárlögum þessa árs. Þá væri unniðað fjármálaáætlun til næstu ára þar sem gert væri ráð fyrir 60 milljörðum til viðbótar. „Það sem ég myndi hafa áhyggjur af varðandi það að fara í 30-40 milljarða viðbætur á níu mánuðum er einfaldlega að koma þessum fjármunum í vinnu. Að ráða nógu margar vinnuvélar, fá hagstætt verð ef menn ætlað að troða peningum ofan í verktakageirann. Að við missum stjórn á framboði og eftirspurn,“ sagði Bjarni. Vandlega hafi verið farið yfir hvaða verkefni það væru sem auðvelt væri að fara í strax það sem eftir lifði árs. Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata töldu að auka mætti framlög til nýsköpunar, alls kyns rannsóknar- og þróunarsjóða og þingflokksformaður Miðflokksins vildi betri greiningu á mannaflaþörfinni. En af 15 milljörðum fara rúmir sex í samgönguverkefni og restin fer að mestu í nýbyggingar og viðhald. Þá sagðist Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hafa áhyggjur af kynjajöfnun eins og lög kvæðu á um að væri gætt. Honum sýndist þessi verkefni vera af um tveimur þriðja „karlaverkefni.“ Þá mætti ekki endurtaka grandvaraleysið frá því á hrunárunum. „Ekki gleyma neinum hópum núna eins og gleymdust síðast. Hugum að viðkvæmum hópum á þessum tímapunkti. Eins og öldruðum, öryrkjum, fátækum, námsmönnum, leigjendum. Öllum sem við gleymdum í síðasta hruni,“ sagði Björn Leví. Þá lauk Alþingi fyrstu umræðu um frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra sem á að tryggja að ekki verði skortur á nauðsynlegum persónuhlífum fyrir heilbrigðisstarfsfólk með undanþágu frá evrópureglum um slíkan búnað. Enda sé erfitt að finna fullkomlega viðurkenndan búnað um þessar mundir vegna ástandsins í heiminum almennt.
Efnahagsmál Alþingi Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mælt fyrir fimmtán milljarða framkvæmdum í dag Í þingsályktunartillögu fjármálaráðherra sem rædd verður á Alþingi í dag er gert ráð fyrir fimmtán milljörðum til framkvæmda á þessu ári til vinna gegn auknu atvinnuleysi. Rúmlega sex milljarðar fara til samgönguverkefna auk milljarða sem fara í nýbyggingar og uppbyggingu innviða víða um land. 26. mars 2020 12:03 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Mælt fyrir fimmtán milljarða framkvæmdum í dag Í þingsályktunartillögu fjármálaráðherra sem rædd verður á Alþingi í dag er gert ráð fyrir fimmtán milljörðum til framkvæmda á þessu ári til vinna gegn auknu atvinnuleysi. Rúmlega sex milljarðar fara til samgönguverkefna auk milljarða sem fara í nýbyggingar og uppbyggingu innviða víða um land. 26. mars 2020 12:03
Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16