Pele segir að Cristiano Ronaldo sé betri en Lionel Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2020 12:00 Pele hefur afhent Cristiano Ronaldo nokkur verðlaun í gegnum tíðina. Getty/ John Gichigi Brasilíska goðsögnin Pele hefur nú blandað sér inn í umræðuna hvor sé betri Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi. Pele velur Evrópumanninn frekar en Suður-Ameríkumanninn. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa verið í nokkrum sérflokki í meira en áratug og hafa saman unnið ellefu af síðustu tólf Gullhnöttum sem besti knattspyrnumaður heims. Messi vann Ballon d'Or í sjötta sinn á síðasta ári og bætti þar með met sitt og Cristiano Ronaldo. Allan síðasta áratug hafa menn síðan rökrætt það hvor þeirra sé betri og hvor þeirra sé mögulega besti fótboltamaður allra tíma. Pele hefur sína skoðun eins og flestir áhugamenn um fótbolta og hann tjáði hana í viðtali á YouTube rásinni Pilhado. Cristiano Ronaldo is better than Lionel Messi, says Brazil legend Pele https://t.co/u82oudXT0r— MailOnline Sport (@MailSport) March 25, 2020 Pele er á því að Cristiano Ronaldo sé besti fótboltamaður heims og þar með betri leikmaður en Lionel Messi. Ástæðan er að mati Pele að Cristiano Ronaldo sé stöðugri leikmaður. „Í dag er besti leikmaður heims Cristiano Ronaldo. Ég tel að hann sé bestur af því að hann er stöðugri leikmaður. Það má vissulega ekki gleyma [Lionel] Messi auðvitað en hann er ekki framherji,“ sagði Pele við Pilhado. Umræðan fór líka í það að tala um hver sér besti fótboltamaður sögunnar. „Það er spurning sem er erfitt að svara. Við megum ekki gleyma mönnum eins og Zico, Ronaldinho og Ronaldo. Í Evrópu voru það síðan Franz Beckenbauer og Johan Cruyff,“ sagði Pele en hann er enn kokhraustur þótt að hann sé orðinn 79 ára gamall. „Það er ekki við mig að sakast en ég held að Pele hafi verið betri en þeir allir,“ sagði Pele sem varð þrisvar sinnum heimsmeistari með brasilíska landsliðinu. Það vekur líka athygli að hann nefnir ekki Diego Maradona á nafn en það þarf reyndar ekki að koma mikið á óvart enda ekki miklir vinir þar á ferðinni. Ítalski boltinn Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Brasilíska goðsögnin Pele hefur nú blandað sér inn í umræðuna hvor sé betri Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi. Pele velur Evrópumanninn frekar en Suður-Ameríkumanninn. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa verið í nokkrum sérflokki í meira en áratug og hafa saman unnið ellefu af síðustu tólf Gullhnöttum sem besti knattspyrnumaður heims. Messi vann Ballon d'Or í sjötta sinn á síðasta ári og bætti þar með met sitt og Cristiano Ronaldo. Allan síðasta áratug hafa menn síðan rökrætt það hvor þeirra sé betri og hvor þeirra sé mögulega besti fótboltamaður allra tíma. Pele hefur sína skoðun eins og flestir áhugamenn um fótbolta og hann tjáði hana í viðtali á YouTube rásinni Pilhado. Cristiano Ronaldo is better than Lionel Messi, says Brazil legend Pele https://t.co/u82oudXT0r— MailOnline Sport (@MailSport) March 25, 2020 Pele er á því að Cristiano Ronaldo sé besti fótboltamaður heims og þar með betri leikmaður en Lionel Messi. Ástæðan er að mati Pele að Cristiano Ronaldo sé stöðugri leikmaður. „Í dag er besti leikmaður heims Cristiano Ronaldo. Ég tel að hann sé bestur af því að hann er stöðugri leikmaður. Það má vissulega ekki gleyma [Lionel] Messi auðvitað en hann er ekki framherji,“ sagði Pele við Pilhado. Umræðan fór líka í það að tala um hver sér besti fótboltamaður sögunnar. „Það er spurning sem er erfitt að svara. Við megum ekki gleyma mönnum eins og Zico, Ronaldinho og Ronaldo. Í Evrópu voru það síðan Franz Beckenbauer og Johan Cruyff,“ sagði Pele en hann er enn kokhraustur þótt að hann sé orðinn 79 ára gamall. „Það er ekki við mig að sakast en ég held að Pele hafi verið betri en þeir allir,“ sagði Pele sem varð þrisvar sinnum heimsmeistari með brasilíska landsliðinu. Það vekur líka athygli að hann nefnir ekki Diego Maradona á nafn en það þarf reyndar ekki að koma mikið á óvart enda ekki miklir vinir þar á ferðinni.
Ítalski boltinn Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira