Íhaldssöm ríki stöðva þungunarrof í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2020 08:51 Chrisse France, forstjóri Preterm, annasömustu heilsugæslustöðvarinnar sem framkvæmir þungunarrof í Ohio. Yfirvöld þar segja að stöðva beri þungunarrof á meðan á faraldrinum stendur þar sem þau telja það ónauðsynlega aðgerð. AP/Tony Dejak Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum. Báðum ríkjum er stjórnað af repúblikönum og hafa ströng lög um þungunarrof. Það er bannað eftir tuttugustu viku eftir frjóvgun í Texas og konur þurfa að fara í ráðgjöf um önnur úrræði áður en þær fá að fara í þungunarrof. Bæði ríki hafa jafnframt samþykkt enn strangari löggjöf sem myndi banna þungunarrof í nær öllum tilfellum en dómstólar hafa stöðvað gildistöku hennar. Til að bregðast við álagi sem kórónuveirufaraldurinn skapar fyrir heilbrigðisþjónustu hafa bæði ríkin gripið til þess ráðs að stöðva tímabundið valkvæðar aðgerðir þangað til í apríl, þar á meðal þungunarrof. Hægt er að sekta eða jafnvel fangelsa þá sem brjóta gegn tilskipuninni í Texas, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, segir að allar „ónauðsynlegar“ þungunarrofsaðgerðir verði bannaðar eftir að Greg Abbott stöðvaði valkvæðar aðgerðir um helgina. Þungunarrof verður aðeins framkvæmt til að bjarga lífi eða heilsu móður, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Ohio segjast heilsugæslustöðvar þar sem þungunarrof er framkvæmt ætla að halda því áfram þar sem þær telja sig uppfylla skipanir ríkisstjórans þar. Frestun getur aukið hættu eða gert þjónustuna óaðgengilega Ýmis samtök bandaríska kvensjúkdómslækna sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í síðustu viku þar sem þau hvöttu til þess að þungunarrof héldi áfram þrátt fyrir faraldurinn. „Þetta er einnig þjónusta þar sem tíminn ræður miklu og frestun um nokkrar vikur, eða í sumum tilfellum daga, getur aukið áhættu eða mögulega gert hana algerlega óaðgengilega. Afleiðingarnar af því að komast ekki í þungunarrof hafa djúpstæð áhrif á líf, heilsu og velferð fólks,“ sögðu samtökin sem bentu á að flestar aðgerðir af þessu tagi fara ekki fram á sjúkrahúsum þar sem tekið er við COVID-19-sjúklingum. Samtök sem styðja rétt kvenna til þungunarrofs mótmæla ákvörðun ríkjanna einnig og segja að líta ætti á þungunarrof sem nauðsynlega aðgerð. Ein þeirra saka Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, um að notfæra sér faraldurinn í þágu eigin hugmyndafræði um að þrengja að þungunarrofi. Hópar sem vilja banna þungunarrof hafa hvatt félaga sína til þess að þrýsta á ríkisstjóra um öll Bandaríkin að stöðva þungunarrof í faraldrinum á þeim forsendum að það séu ónauðsynlegar aðgerðir. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þungunarrof Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum. Báðum ríkjum er stjórnað af repúblikönum og hafa ströng lög um þungunarrof. Það er bannað eftir tuttugustu viku eftir frjóvgun í Texas og konur þurfa að fara í ráðgjöf um önnur úrræði áður en þær fá að fara í þungunarrof. Bæði ríki hafa jafnframt samþykkt enn strangari löggjöf sem myndi banna þungunarrof í nær öllum tilfellum en dómstólar hafa stöðvað gildistöku hennar. Til að bregðast við álagi sem kórónuveirufaraldurinn skapar fyrir heilbrigðisþjónustu hafa bæði ríkin gripið til þess ráðs að stöðva tímabundið valkvæðar aðgerðir þangað til í apríl, þar á meðal þungunarrof. Hægt er að sekta eða jafnvel fangelsa þá sem brjóta gegn tilskipuninni í Texas, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, segir að allar „ónauðsynlegar“ þungunarrofsaðgerðir verði bannaðar eftir að Greg Abbott stöðvaði valkvæðar aðgerðir um helgina. Þungunarrof verður aðeins framkvæmt til að bjarga lífi eða heilsu móður, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Ohio segjast heilsugæslustöðvar þar sem þungunarrof er framkvæmt ætla að halda því áfram þar sem þær telja sig uppfylla skipanir ríkisstjórans þar. Frestun getur aukið hættu eða gert þjónustuna óaðgengilega Ýmis samtök bandaríska kvensjúkdómslækna sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í síðustu viku þar sem þau hvöttu til þess að þungunarrof héldi áfram þrátt fyrir faraldurinn. „Þetta er einnig þjónusta þar sem tíminn ræður miklu og frestun um nokkrar vikur, eða í sumum tilfellum daga, getur aukið áhættu eða mögulega gert hana algerlega óaðgengilega. Afleiðingarnar af því að komast ekki í þungunarrof hafa djúpstæð áhrif á líf, heilsu og velferð fólks,“ sögðu samtökin sem bentu á að flestar aðgerðir af þessu tagi fara ekki fram á sjúkrahúsum þar sem tekið er við COVID-19-sjúklingum. Samtök sem styðja rétt kvenna til þungunarrofs mótmæla ákvörðun ríkjanna einnig og segja að líta ætti á þungunarrof sem nauðsynlega aðgerð. Ein þeirra saka Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, um að notfæra sér faraldurinn í þágu eigin hugmyndafræði um að þrengja að þungunarrofi. Hópar sem vilja banna þungunarrof hafa hvatt félaga sína til þess að þrýsta á ríkisstjóra um öll Bandaríkin að stöðva þungunarrof í faraldrinum á þeim forsendum að það séu ónauðsynlegar aðgerðir.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þungunarrof Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira