Sport

Guardiola styrkir Spánverja í baráttunni gegn kórónuveirunni um eina milljón evra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Magnað framtak hjá Guardiola.
Magnað framtak hjá Guardiola. vísir/getty

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur styrkt heilbrigðisþjónustuna á Spáni duglega en hann hefur lagt eina milljón evra til til þess að berjast gegn kórónuveirunni.

Guardiola er heima í Barcelona þessa daganna en hann hefur unnið með lögmönnum sínum síðustu daga til þess að peningunum verði eytt á sem bestan máta.

Peningurinn mun renna til háskólasjúkrahússins í Barcelona sem og Angel Soler Daniel söfnunina en Spánn hefur komið afar illa út úr kórónuveirunni.

Tæplega þrjú þúsund manns hafa dáið vegna sjúkdómsins á Spáni og tæplega 40 þúsund hafa fengið veiruna.

Peningurinn mun nýtast í að kaupa tæki og tól á spítalann í Barcelona sem og að vernda starfsmenn spítalans sem hjálpa fólk sem hefur greinst með veiruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×