Lánveitendur veita fyrirtækjum sex mánaða greiðslufrest á lánum Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2020 23:16 Viðskiptabankarnir þrír eru hluti af samkomulaginu. Vísir Lánveitendur hafa gert með sér samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum til fyrirtækja. Með samkomulaginu verður fyrirtækjum gert mögulegt að sækja um allt að sex mánaða greiðslufrest hjá sinni lánastofnun að uppfylltum skilyrðum. Samkomulagið er hluti af viðbrögðum fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða við efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins, er fram kemur í tilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Landsamtaka lífeyrissjóða. Aðilar samkomulagsins eru Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Kvika, Lykill, sparisjóðirnir og lífeyrissjóðir. Samkomulagið nær til rekstrarfyrirtækja sem selja vöru og þjónustu og „eru í heilbrigðum rekstri en verða fyrir tímabundnu tekjufalli sem leiðir til rekstrarvanda vegna heimsfaraldursins.“ Einnig er gerð krafa um það að þau hafi ekki verið í vanskilum í sextíu daga eða lengur í lok febrúar og hafi nýtt sér viðeigandi úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldursins. „Markmið samkomulagsins er að sem flest fyrirtæki geti komist hratt í skjól með einföldum hætti. Samkomulagið kemur ekki í veg fyrir að einstakir lánveitendur geti áfram unnið með sínum viðskiptavinum þó þeir kunni að falla fyrir utan viðmiða samkomulagsins,“ segir auk þess í tilkynningunni. Telja aðilar samkomulagsins mikilvægt að lánveitendur veiti fyrirtækjum nauðsynlegt ráðrúm til að takast á við rekstraráskoranir sem blasi við mörgum þeirra vegna faraldursins. Samkeppniseftirlitið heimildar samstarfið og hefur veitt aðilunum undanþágu frá banni samkeppnislaga við samstarfi keppinauta. „Samstarfið er bundið skilyrðum sem ætlað er að tryggja enn frekar hagsmuni fyrirtækja sem nú standa frammi fyrir óvæntum rekstrarerfiðleikum af völdum COVID-19. Þannig eiga skilyrðin að tryggja að samstarf lánveitenda komi ekki í veg fyrir að einstakir lánveitendur geti veitt viðskiptavinum sínum frekari greiðsluerfiðleikaúrræði en samkomulagið kveður á um,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenskir bankar Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Lánveitendur hafa gert með sér samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum til fyrirtækja. Með samkomulaginu verður fyrirtækjum gert mögulegt að sækja um allt að sex mánaða greiðslufrest hjá sinni lánastofnun að uppfylltum skilyrðum. Samkomulagið er hluti af viðbrögðum fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða við efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins, er fram kemur í tilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Landsamtaka lífeyrissjóða. Aðilar samkomulagsins eru Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Kvika, Lykill, sparisjóðirnir og lífeyrissjóðir. Samkomulagið nær til rekstrarfyrirtækja sem selja vöru og þjónustu og „eru í heilbrigðum rekstri en verða fyrir tímabundnu tekjufalli sem leiðir til rekstrarvanda vegna heimsfaraldursins.“ Einnig er gerð krafa um það að þau hafi ekki verið í vanskilum í sextíu daga eða lengur í lok febrúar og hafi nýtt sér viðeigandi úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldursins. „Markmið samkomulagsins er að sem flest fyrirtæki geti komist hratt í skjól með einföldum hætti. Samkomulagið kemur ekki í veg fyrir að einstakir lánveitendur geti áfram unnið með sínum viðskiptavinum þó þeir kunni að falla fyrir utan viðmiða samkomulagsins,“ segir auk þess í tilkynningunni. Telja aðilar samkomulagsins mikilvægt að lánveitendur veiti fyrirtækjum nauðsynlegt ráðrúm til að takast á við rekstraráskoranir sem blasi við mörgum þeirra vegna faraldursins. Samkeppniseftirlitið heimildar samstarfið og hefur veitt aðilunum undanþágu frá banni samkeppnislaga við samstarfi keppinauta. „Samstarfið er bundið skilyrðum sem ætlað er að tryggja enn frekar hagsmuni fyrirtækja sem nú standa frammi fyrir óvæntum rekstrarerfiðleikum af völdum COVID-19. Þannig eiga skilyrðin að tryggja að samstarf lánveitenda komi ekki í veg fyrir að einstakir lánveitendur geti veitt viðskiptavinum sínum frekari greiðsluerfiðleikaúrræði en samkomulagið kveður á um,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenskir bankar Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira