Partur af öllum skapandi einstaklingum að efast á hverjum degi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. mars 2020 09:00 Bergþóra Guðnadóttir hönnuður segist meðvituð um að það sé ekki sjálfgefið að ná að halda upp á 20 ára starfsafmæli sem fatahönnuður á Íslandi. Vísir/Vilhelm Bergþóra Guðnadóttir stofnaði íslenska hönnunarfyrirtækið og fatamerkið Farmers Market árið 2005 með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Jóel Pálssyni. Áður hafði Bergþóra starfað hjá 66 gráður Norður en hún fagnar nú 20 ára starfsafmæli sem fatahönnuður. Bergþóra sækir innblástur sinn í íslenska arfleið, náttúru og menningu og verða flíkur hennar til sýnis á Hönnunarmars í sumar. „Það eru margir hlutir þarna sem eiga mjög skemmtilega sögu,“ segir Bergþóra um tíma sinn hjá 66 gráður Norður. Það eru 13 ár síðan Bergþóra hætti hjá því fyrirtæki en flíkurnar eru samt margar enn framleiddar. Sumum þeirra þurfti Bergþóra að berjast fyrir að yrðu framleiddar, eins og Þórsmörk Parka úlpan sem hefur síðan þá verið seld í þúsundum eintaka bæði á Íslandi og erlendis. „Ég er af svokallaðri Millet kynslóð, en franska Millet-úlpan var alveg gríðarlega vinsæl á Íslandi á níunda áratugnum þegar ég var unglingur. Þetta eru léttar dúnúlpur sem henta ofboðslega vel eins og fyrir Alpana, í þurru og köldu loftslagi en henta ekki eins vel fyrir Ísland. Því um leið og dúnninn blotnar þá hættir hann að vera einangrandi. Þannig að maður var annað hvort rennandi blautur eða hálf frosinn í Millet úlpunum,“ segir Bergþóra og hlær. „Mig langaði því að gera dúnúlpu sem væri líka vatnsheld og hentaði við íslenskar aðstæður“ Þórsmörk, 66°Norður.Ari Magg Þurfti að grenja línuna í gegn Hjá 66 Norður hannaði Bergþóra meðal annars litrík regnföt á krakka, fatnað fyrir björgunarsveitirnar og lögreglu, almennan útivistarfatnað og allt þar á milli á meðan hún vann fyrir útivistarmerkið. Hún viðurkennir að henni þyki vænt um allar flíkurnar sem hún gerði með 66 og fyrirtækið sjálft. Bergþóru þykir samt einstaklega vænt um eitt gæluverkefni sem hún fékk að vinna á þessum tíma, en þurfti þó einnig þá að sannfæra stjórnendur að lokaútkoman yrði framleidd. „Ég hannaði línu sem fékk á endanum nafnið Icelandic Living. Mig langaði að lauma inn smá skírskotun í íslenska arfleið, innan 66 Norður til að fá smávegis sérstöðu innan einsleits útivistarbransans. Línan innihélt meðal annars ullarflíspeysu sem var með munstur sem skírskotaði norrænar peysur. Við gerðum líka jakka úr vindheldu prjónaefni sem fékk nafnið Vindur. Skemmst er frá því að segja að þessi lína varð gríðarlega vinsæl og hafa verið framleidd talsvert fleiri en þessi 200 stykki sem ég náði að væla út fyrst,“ segir hún og hlær. Kaldi, 66°Norður.Ari Magg Að sumu leyti er Farmers Market byggt á svipaðrihugmynd og ég byrjaði með þarna, þ.e. að vinna með hugmyndir og tilvísanir í íslenska sögu og menningu í stað þess að vera sífellt að elta erlenda strauma, þó að vissulega fylgist ég líka vel með þeim. „Ég þreytist ekki á að setja saman hráefni og textíl, af því að ég kem úr textíl og það er minn bakgrunnur.“ Sýning Bergþóru Guðna á Hönnunarmars hefur yfirskriftina Tuttugu ár í textíl. Hún er lærður textílhönnuður og segir að hún sé textílnörd.Vísir/Vilhelm Vildu ekki taka lán Bergþóra og Jóel eiginmaður hennar stofnuðu Farmers Market - Icelandsaman árið 2005. „Sú hugmynd kom auðvitað ekki á einni nóttu. Mér leið mjög vel hjá 66Norður og þykir ótrúlega vænt um þetta vörumerki. Ég er stolt af því sem ég gerði þar og þykir vænt um allt það góða fagfólk sem vann með mér að því“ útskýrir Bergþóra. Hún kvaddi fyrirtækið í góðu og vann áfram þar í hlutastarfi sem verktaki í tvö ár eftir að hún stofnaði sitt eigið merki. Það var samt ekki auðveld ákvörðun, en Bergþóra segist hafa fundið að þetta væri rétti tíminn til að taka þetta skref. Til að veðja á sjálfa sig. Lambafell, Farmers MarketMynd/Ari Magg „Bæði ég og maðurinn minn komum úr listaumhverfinuog stundum gerast hlutirnir fyrst þar. Á þessum tíma, svona í kringum 2004 til 2005, var góðærisbólan að þenjast út og var almennt hönnun og lífstíll að verða mjög einsleit. Sömu verslanakeðjur voru að festa rætur um allan heim með sama vöruframboði og ástandið á Íslandi var lítið öðruvísi. Okkur Jóel langaði að fara algerlega gegn þessum straumum með okkar fyrirtæki, það er að þetta væri alvöru brand sem væri augljóslega íslenskt og að vinna með náttúrulegan textíl. Við vildum helst ekki taka lán eða fá fjárfesta með okkur ef við kæmumst hjá því. Ég held að hvorki viðskipta- eða hönnunarheimurinn hafi botnað nokkuð í þessari hugmynd okkar á þessum tíma.” Þau staðsetja sig á krossgötum, skurðpunkti þar sem fortíð mætir nútíð, hið þjóðlega mætir hinu alþjóðlega og sveitin mætir borginni. Það voru ekki allir sannfærðir um það í upphafi að það væri rétt ákvörðun hjá hjónunum að stofna fyrirtækið, en þau voru fljót að sanna að þetta gæti gengið upp. Bergþóra Guðnadóttir hönnuður á skrifstofu sinni á Granda. Þar hefur fyrirtækið verið frá stofnun fyrir 15 árum.Vísir/Vilhelm Draumurinn rættist Bergþóra segir að það hafi hjálpað mikið að vera með einhverjar tekjur á meðan þau fóru fyrst af stað. Jóel er tónlistarmaður og tóku þau að sér fullt af öðrum verkefnum á meðan þau fjármögnuðu fyrstu línuna. „Svo árið 2007 þá ákvað ég að sleppa algjörlega 66Norður úr mínum höndum því það var orðið of mikið að gera hjá okkur. Þó að fyrirtækið hafi verið lítið, bara við hjónin fyrstu tvö til þrjú árin, þá var þetta fljótt að vinda upp á sig. Nú erum við, Farmers Market, að verða 15 ára sem slær mig mjög einkennilega. Manni finnst maður alltaf nýbyrjaður.“ Stóra fljót, Farmers Market.Ari Magg Þegar hún lítur til baka þá hefur fyrirtækið komist mjög langt síðan það var stofnað, mikið er breytt þó að grunnurinn sé alltaf sá sami. Þetta er orðið alvöru fyrirtæki og við erum um 20 manns sem vinnum hérna auk fjölda verktaka. Við rekum tvær verslanir og þetta er orðið svolítið batterí. Draumurinn minn hefur eiginlega svolítið ræst.“ „Ég setti mér það takmark að innan þriggja ára þá væri ekki bara fjallað um okkur á menningar- og lífstílssiðum og við myndum eiga jafnmikið erindi á viðskiptasíðurnar. Það hefur að einhverju leyti tekist og við vorum mjög glöð þegar við fengum fyrstu fréttina í Viðskiptablaðinu. Það er mikilvægt að fólk átti sig á mikilvægi hönnunar og skapandi greina í heildarhagkerfinu.“ Lætur eftirlíkingar ekki draga úr sér máttinn Hún segir að alveg frá upphafi hafi hún verið sátt með sína ákvörðun, að taka áhættuna og stofna eigið hönnunarfyrirtæki. „En auðvitað er partur af öllum skapandi einstaklingum að maður efast á hverjum einasta degi. Maður er með nagandi samvisku allan daginn. Er ég að gera rétt? Á ég að fara þessa leið eða einhverja aðra? Líka eins og hjá okkur hefur áherslan alltaf verið á að vera eins sjálfbær og við getum í mjög víðum skilningi, bæði umhverfislega og með hvaða fólki við vinnum. Líka fjárhagslega, að fyrirtækið sé mjög sjálfbært. Okkur er mjög umhugað um umhverfismál og svo vitum við alveg að við þurfum að taka ákvarðanir sem að við vitum að einhvern tímann munum við örugglega geta gert betur.“ Rán, 66°Norður.Ari Magg Bergþóra segist því hugsa á hverjum degi, hvernig hún geti gert betur næst. Þetta sé áskorun og gerir verkefnin spennandi. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir það hvað við höfum fengið mikinn meðbyr á Íslandi, bara í rauninni frá upphafi. Ég get ekki sagt að ég hafi þurft að slást við einhverjar hindranir, kannski bara af því að ég var tilbúin í alls konar. Ég átti ekkert von á því að þetta myndi ganga eins vel og það gerði í upphafi, ég hélt að maður þyrfti að vinna margar vinnur með, lengur en við gerðum.“ Línur sem enda allar á útsölu Líkt og margir hönnuðir lenda í, hafa verið gerðar eftirlíkingar af flíkum sem Bergþóra hefur hannað bæði hjá Farmers Market og 66 gráður Norður. Hún lætur það samt ekki buga sig. „Ef maður fer að velta sér of mikið upp úr þessu, þá dregur þetta úr manni máttinn.“ Það er margt við fyrirtæki Bergþóru sem er jákvætt fyrir umhverfið. Sem dæmi gerir hún aldrei línur heldur bætir hún bara nýrri hönnun við þegar það hentar og tekur út flíkur þegar rétti tíminn er til þess. „Það er líka partur af því að vera sjálfbær. Mér finnst margir í tískuheiminum vera að ræða þessa hluti. Það er ósjálfbært að gera fjórar til sex línur á ári sem að enda svo allar á útsölu.“ Vaxjakkar frá Farmers Market. Íslensk náttúra og menning spilar stórt hlutverk í hönnuninni og auglýsingunum.Ari Magg Kúnnarnir mikill innblástur Bergþóra segir að nú þurfi hún fljótlega að fara að setjast niður og horfa til næstu ára og gera ný markmið. „Næstu tíu ár eiga eftir að verða áhugaverð. Þó að við eigum örugglega langt í land þá hefur umræðan og virðing fyrir íslenskri hönnun hefur breyst gríðarlega. Þegar við vorum að byrja var fólk að taka meðvitaða ákvörðun um að kaupa íslenska hönnun bara til að styðja íslenska hönnun, sem er auðvitað fínt út af fyrir sig. Í dag finn ég að fólk kemur einfaldlega af því að því langar í flíkurnar. Við erum svo heppin að vera með mikið af fastakúnnum sem við erum mjög þakklát fyrir. Suma kúnna nota ég jafnvel sem innblástur eða „muse“ þegar ég er að hanna flík.“ „Mér finnst leiðinlegt þegar hönnunarverslanir eins og Kiosk loka, sem var svona smá „hub“ utan um nokkra hönnuði. Ég vona að eitthvað sambærilegt komi aftur, að góðir hönnuðir þori að taka skrefið, opni verslanir og þrói ný vörumerki því þetta er nefnilega heilmikil áhætta að taka. Að taka sénsinn á sjálfum sér.“ Fyrir Bergþóru og Jóel var þetta ekki erfitt skref, þar sem þau höfðu bæði unnið lengi með sínar hugmyndir og þau þurftu að treysta á að þær myndu fleyta þeim áfram. „Umhverfi okkar er bara þannig að margir vinir okkar eru listamenn sem eru vanir að gera mikið úr litlu. Listamenn eru vanir að hugsa eins og sprotafyrirtæki og vaða sjálfir í öll verk. En ég skil líka alveg fólk sem að veigrar sér við því að henda sér út í þennan bransa. Þetta getur alveg verið áskorun.“ Púði sem Bergþóra hannaði fyrir IKEAAri Magg Talin biluð að velja Grandann Þegar Bergþóra og Jóel völdu Granda sem staðsetningu vinnustofu sinnar fyrir 15 árum voru margir í kringum þau hissa. „Það var lítið að gerast hérna, það var ekki komið Marshall-húsið í núverandi mynd og Kaffivagninn var eini veitingastaðurinn. Undrun fólks minnkaði ekki þegar þau bættu verslun við hönnunarstúdíóið, einnig á Granda. „Við vorum alveg harðákveðin í því. Við vorum búin að ferðast mikið og sjá svipaða hluti gerast til dæmis í New York fyrir rúmum 20 árum þegar Meatpacking District varð að því sem það er í dag. Einnig Kødbyen í Kaupmannahöfn og fleiri staðir þar sem listamenn skjóta niður rótum og gera eitthvað skemmtilegt. Hjá okkur var enginn efi um að þetta myndi verða skemmtilegt og skapandi hverfi. Það er eitthvað sem gerist með tímanum og í dag er frábært að vera hérna. Það spyr enginn í dag hvernig í ósköpunum okkur detti eiginlega í hug að vera á Grandanum? Það er alveg frábært.“ Litla Reykjahlíð.Ari Magg Heltekin af verkefnunum en hæfilega varkár Þegar þau völdu nafnið Farmers Market vildu þau að nafnið á merkinu væri ekki of tískulegt og að fólk myndi helst ekki hugsa strax um föt þegar það heyrði nafnið. „Erlendis tengir maður farmers market við bændamarkaði sem við köllum hérna beint frá býli, sem mér finnst frábær þýðing. Það stendur fyrir ýmislegt þó yfirleitt matvöru. Fyrir okkur þá stóð það fyrir eitthvað sem er nálægt uppruna sínum og náttúrulegt, við leikum okkur með það sem sagt þannig á huglægan hátt, ekki bókstaflega. Hún segir að lykillinn á bak við velgengnina sé þrjóska og þrautseigja og svona hæfileg varkárni. „Ég er mjög áhættufælin og Jóel er aðeins áhættusæknari en ég án þess að vera áhættusækinn. Við erum ágætis jing og jang. Við eigum fyrirtækið sjálf og settum sparifé okkar og ómælda vinnu í það þegar við stofnuðum það. Svo eigum tvö börn, erum með fullt af fólki í vinnu og mikið af samstarfsaðilum sem treystir á að við séum að gera góða hluti svo við megum ekkert við því að þetta gangi ekki upp.“ Auðvitað þurfi líka að hafa trú á sjálfum sér. „Ég verð líka alveg heltekin af þeim verkefnum sem ég tek að mér. Vinnudagarnir geta verið mjög langir og þeir geta verið misjafnir.“ Ekkert vinnutal í rúminu Bergþóra er byrjuð að reyna að taka sér stutt frí inn á milli og fer þá í útilegur, á skíði eða í aðra útivist. „Við erum nýfarin að taka okkur frí þar sem við erum markvisst að kúpla okkur burtu frá því sem við erum að gera og reyna að gera eitthvað allt annað. Yfirleitt hefur þetta alltaf verið þannig að við förum í frí og höldum áfram að tala um vinnuna. Við eigum tvo stráka sem eru frábærir og við reynum að eyða miklum tíma með þeim þegar við fáum frí. Þeir eru 16 ára og 21 árs. Við erum líka að reyna að læra alls konar sport sem þeim finnst skemmtileg. Svo fer ég mikið á tónleika og sýningar.“ Bergþóra segir að hún láti eftirlíkingar ekki draga úr sér kraftinn.Vísir/Vilhelm Ósnortið og hrátt Það kemur ekki á óvart að útivera sé áhugamál hjá hönnuðinum þar sem hennar helsti innblástur kemur úr náttúrunni. „Hvort sem það er veður eða litir og svo líka hráefnin. Ég er algjör textílnörd og elska textíl og það er það sem leiðir mig áfram. Vestfirðir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og Strandir. Það eru auðvitað ótrúlega margir fallegir staðir hérna en þetta er ennþá eitthvað svo ósnortið og hrátt.“ Þegar Bergþóra ákvað að stofna eigið hönnunarfyrirtæki voru sjálfbærni og umhverfissjónarmið henni ofarlega í huga. Fyrir 15 til 20 árum hafi svo margt af því sem gerðist í textíl tengst þróun á gerviefnum. Plastið var mjög áberandi á þessum tíma, mun meira en það er í dag. „Það var verið að gera mjög flott og vönduð efni en það var eiginlega 100 prósent fókus á plastefni eða gerviefni. Mig langaði að gera eitthvað alveg öfugt, gera eitthvað úr hráefni sem myndi rotna í jörðinni ef þú hentir flíkinni. Að flíkin væri bara ekki til lengur í stað þess að vera í jörðinni það sem eftir lifir. Það var svolítil áskorun því þá var ekki eftir mikið úrval af hráefnum.“ „Við erum alltaf að taka bestu ákvarðanirnar sem við getum hverju sinni, bæði hvað varðar val á hráefnum og framleiðendum. Mín vinna til að byrja með snerist mikið um að finna framúrskarandi framleiðendur sem ég treysti og vildi vinna með. Textíl- og fataframleiðsla er sérhæfðara fyrirbæri en margir átta sig á, og til að gera alla okkar vörulínu vinnum við með um 20 ólíkum framleiðendunum. Hér heima nýtum við þá sem eru í boði en þeir aðallega tengdir við íslensku ullina og prjón. Úlfur í sauðargæru Ein af þeim flíkum sem er í mestu uppáhaldi hjá Bergþóru er ein af fyrstu vélprjónuðu flíkunum sem hún hannaði fyrir Farmers Market. „Hráefnið var íslenskt og flíkin að öllu leyti hönnuð með það fyrir augum að hægt væri að framleiða hana í litu verksmiðjunni hérna heima. Þetta er kápan sem við köllum Barðastaðir og er svona blettatígurskápa.“ Hún sá verkefnið sem úlf í sauðargæru, 100 prósent íslensk ullarkápa sem liti ekkert endilega út eins og íslensk ullarkápa. Markmiðinu var náð enda eiga margar konur á Íslandi þessa kápu í skápnum heima hjá sér. Kápan er ekki framleidd lengur, þar sem Bergþóra vildi ekki að of margar væru til á okkar litla landi. Vörunúmer Farmers Market eru nú orðin ansi mörg en fyrsta flíkin er samt enn með þeim vinsælustu. „Það var fyrsta peysan sem við gerðum, ég vildi gera flík sem væri dömuleg og létt og á einfaldan hátt skírskotun í þessa norrænu hefð sem við köllum íslensku lopapeysuna. Peysan heitir Fell og hefur verið í línunni allar götur síðan í einhverju sniði og mismunandi hráefnum. Þetta er flíkin sem er með vörunúmer 001 hérna í fyrirtækinu.“ Bergþóra hannar allar vörur Farmers Market.Ari Magg Ekki sjálfgefið í þessum bransa Þessar vörur verða á meðal þess sem verður á sýningunni „Tuttugu ár í textíl“ á Hönnunarmars sem haldin verður í júní í ár. Þar verður sýnt allt það helsta frá farsælum ferli Bergþóru sem fatahönnuður. „Yfirskriftin á sýningunni er „Tuttugu ár í textíl“ af því að ég allt í einu áttaði mig á því að ég á 20 ára starfsafmæli, sem er mjög fínt ef maður hugsar um það, sem fatahönnuður á Íslandi. Það er ekki sjálfgefið.“ Bergþóra segir að þegar hún hugsar til baka, sé umfjöllun um fatahönnuð orðin mun betri í dag en hún var á árum áður. „Það hefur alveg verið pirringur yfir því að oft þegar verið er að fjalla um hönnun er það sett í flokk sem eitthvað föndur eða handavinna, sérstaklega þegar kemur að vöru- og fatahönnun. Ég hugsa að það sé okkur hönnuðum að kenna líka, að miklu leyti, en sem betur fer hefur það batnað mikið eins og með tilkomu blaðamanna sem að eru meðvitaðri.“ Bergþóra Guðnadóttir stofnaði fyrirtækið Farmers Market með eiginmanni sínum og besta vini, tónlistarmanninum Jóel Pálssyni.Vísir/Vilhelm Vinna við áhugamálið saman Bergþóra hefur starfað sem fatahönnuður í tvo áratugi og hún útskrifaðist sem textílhönnuður árið 1999. Á sýningunni verða ljósmyndir í bland við flíkur og hluti hannaða af Bergþóru á þessum 20 ára ferli. Einnig verður þar sýnt frá samstarfsverkefnum hennar eins og við IKEA og hljómsveitina Sigurrós. Á dögunum var líka kynnt nýtt samstarfsverkefni hennar við Bláa lónið, sem samanstendur af nokkrum flíkum og fylgihlutum. Bergþóra og Jóel vinna saman úti á Granda alla daga eru aðeins með eina reglu í sínu samstarfi. Þau segja regluna vera lykilinn að því hvað þeim gengur vel að reka fyrirtæki saman. „Við tölum ekki um vinnuna eftir að fæturnir eru komnir upp í rúm. En að öðru leiti eru engar reglur. Við höfum rosalega mikinn áhuga á því sem við erum að gera og að hluta til er þetta auðvitað áhugamálið okkar líka. Það getur alveg verið áskorun líka að vera að vinna við áhugamálið sitt og það er það sem heldur uppi fjölskyldunni líka og 19 starfsmönnum. En þetta hefur gengið vel, hann er minn besti vinur“ segir Bergþóra að lokum. Í albúminu hér að neðan má sjá brot af hönnun Bergþóru Guðna. Allar myndirnar tók ljósmyndarinn Ari Magg fyrir 66Norður og Farmers Market. Sýning Bergþóru opnar í júní. Tjald, Farmers MarketMynd/Ari MaggFarmers Market Mynd/Ari MaggEfri ReykirMynd/Ari MaggFarmers MarketMynd/Ari MaggFarmers MarketMynd/Ari MaggBlómsturvellirMynd/Ari MaggEyriMynd/Ari MaggFellMynd/Ari MaggÖxlMynd/Ari MaggÞúfa Mynd/Ari MaggFarmers Market KatanesMynd/Ari MaggStóra FljótMynd/Ari MaggFarmers MarketMynd/Ari MaggBolMynd/Ari MaggKaldiMynd/Ari MaggVarmlandMynd/Ari MaggLambafellMynd/Ari MaggVarmlandMynd/Ari MaggFarmers MarketMynd/Ari MaggKvísker og KlausturMynd/Ari MaggFarmers MarketMynd/Ari MaggTjörnMynd/Ari MaggÖxlMynd/Ari MaggIKEA púðinn sem Bergþóra hannaðiMynd/Ari MaggFræga kápan BarðastaðirMynd/Ari MaggVaxjakkar frá Farmers MarketMynd/Ari MaggFarmers MarketMynd/Ari MaggAkrarMynd/Ari MaggVindur, 66NorðurMynd/Ari MaggLitla ReykjahlíðMynd/Ari MaggKvískerMynd/Ari MaggÞórsmörkMynd/Ari MaggGolaMynd/Ari MaggRánMynd/Ari MaggPúði sem Bergþóra hannaði fyrir IKEAMynd/Ari MaggBergþóra hannar allar vörur Farmers MarketMynd/Ari MaggVaxjakkar frá Farmers Market. Íslensk náttúra og menning spilar stórt hlutverk í hönnuninni og auglýsingunum.Mynd/Ari MaggStóra fljót, Farmers MarketMynd/Ari MaggLambafell, Farmers MarketMynd/Ari Magg Tíska og hönnun Helgarviðtal Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Bergþóra Guðnadóttir stofnaði íslenska hönnunarfyrirtækið og fatamerkið Farmers Market árið 2005 með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Jóel Pálssyni. Áður hafði Bergþóra starfað hjá 66 gráður Norður en hún fagnar nú 20 ára starfsafmæli sem fatahönnuður. Bergþóra sækir innblástur sinn í íslenska arfleið, náttúru og menningu og verða flíkur hennar til sýnis á Hönnunarmars í sumar. „Það eru margir hlutir þarna sem eiga mjög skemmtilega sögu,“ segir Bergþóra um tíma sinn hjá 66 gráður Norður. Það eru 13 ár síðan Bergþóra hætti hjá því fyrirtæki en flíkurnar eru samt margar enn framleiddar. Sumum þeirra þurfti Bergþóra að berjast fyrir að yrðu framleiddar, eins og Þórsmörk Parka úlpan sem hefur síðan þá verið seld í þúsundum eintaka bæði á Íslandi og erlendis. „Ég er af svokallaðri Millet kynslóð, en franska Millet-úlpan var alveg gríðarlega vinsæl á Íslandi á níunda áratugnum þegar ég var unglingur. Þetta eru léttar dúnúlpur sem henta ofboðslega vel eins og fyrir Alpana, í þurru og köldu loftslagi en henta ekki eins vel fyrir Ísland. Því um leið og dúnninn blotnar þá hættir hann að vera einangrandi. Þannig að maður var annað hvort rennandi blautur eða hálf frosinn í Millet úlpunum,“ segir Bergþóra og hlær. „Mig langaði því að gera dúnúlpu sem væri líka vatnsheld og hentaði við íslenskar aðstæður“ Þórsmörk, 66°Norður.Ari Magg Þurfti að grenja línuna í gegn Hjá 66 Norður hannaði Bergþóra meðal annars litrík regnföt á krakka, fatnað fyrir björgunarsveitirnar og lögreglu, almennan útivistarfatnað og allt þar á milli á meðan hún vann fyrir útivistarmerkið. Hún viðurkennir að henni þyki vænt um allar flíkurnar sem hún gerði með 66 og fyrirtækið sjálft. Bergþóru þykir samt einstaklega vænt um eitt gæluverkefni sem hún fékk að vinna á þessum tíma, en þurfti þó einnig þá að sannfæra stjórnendur að lokaútkoman yrði framleidd. „Ég hannaði línu sem fékk á endanum nafnið Icelandic Living. Mig langaði að lauma inn smá skírskotun í íslenska arfleið, innan 66 Norður til að fá smávegis sérstöðu innan einsleits útivistarbransans. Línan innihélt meðal annars ullarflíspeysu sem var með munstur sem skírskotaði norrænar peysur. Við gerðum líka jakka úr vindheldu prjónaefni sem fékk nafnið Vindur. Skemmst er frá því að segja að þessi lína varð gríðarlega vinsæl og hafa verið framleidd talsvert fleiri en þessi 200 stykki sem ég náði að væla út fyrst,“ segir hún og hlær. Kaldi, 66°Norður.Ari Magg Að sumu leyti er Farmers Market byggt á svipaðrihugmynd og ég byrjaði með þarna, þ.e. að vinna með hugmyndir og tilvísanir í íslenska sögu og menningu í stað þess að vera sífellt að elta erlenda strauma, þó að vissulega fylgist ég líka vel með þeim. „Ég þreytist ekki á að setja saman hráefni og textíl, af því að ég kem úr textíl og það er minn bakgrunnur.“ Sýning Bergþóru Guðna á Hönnunarmars hefur yfirskriftina Tuttugu ár í textíl. Hún er lærður textílhönnuður og segir að hún sé textílnörd.Vísir/Vilhelm Vildu ekki taka lán Bergþóra og Jóel eiginmaður hennar stofnuðu Farmers Market - Icelandsaman árið 2005. „Sú hugmynd kom auðvitað ekki á einni nóttu. Mér leið mjög vel hjá 66Norður og þykir ótrúlega vænt um þetta vörumerki. Ég er stolt af því sem ég gerði þar og þykir vænt um allt það góða fagfólk sem vann með mér að því“ útskýrir Bergþóra. Hún kvaddi fyrirtækið í góðu og vann áfram þar í hlutastarfi sem verktaki í tvö ár eftir að hún stofnaði sitt eigið merki. Það var samt ekki auðveld ákvörðun, en Bergþóra segist hafa fundið að þetta væri rétti tíminn til að taka þetta skref. Til að veðja á sjálfa sig. Lambafell, Farmers MarketMynd/Ari Magg „Bæði ég og maðurinn minn komum úr listaumhverfinuog stundum gerast hlutirnir fyrst þar. Á þessum tíma, svona í kringum 2004 til 2005, var góðærisbólan að þenjast út og var almennt hönnun og lífstíll að verða mjög einsleit. Sömu verslanakeðjur voru að festa rætur um allan heim með sama vöruframboði og ástandið á Íslandi var lítið öðruvísi. Okkur Jóel langaði að fara algerlega gegn þessum straumum með okkar fyrirtæki, það er að þetta væri alvöru brand sem væri augljóslega íslenskt og að vinna með náttúrulegan textíl. Við vildum helst ekki taka lán eða fá fjárfesta með okkur ef við kæmumst hjá því. Ég held að hvorki viðskipta- eða hönnunarheimurinn hafi botnað nokkuð í þessari hugmynd okkar á þessum tíma.” Þau staðsetja sig á krossgötum, skurðpunkti þar sem fortíð mætir nútíð, hið þjóðlega mætir hinu alþjóðlega og sveitin mætir borginni. Það voru ekki allir sannfærðir um það í upphafi að það væri rétt ákvörðun hjá hjónunum að stofna fyrirtækið, en þau voru fljót að sanna að þetta gæti gengið upp. Bergþóra Guðnadóttir hönnuður á skrifstofu sinni á Granda. Þar hefur fyrirtækið verið frá stofnun fyrir 15 árum.Vísir/Vilhelm Draumurinn rættist Bergþóra segir að það hafi hjálpað mikið að vera með einhverjar tekjur á meðan þau fóru fyrst af stað. Jóel er tónlistarmaður og tóku þau að sér fullt af öðrum verkefnum á meðan þau fjármögnuðu fyrstu línuna. „Svo árið 2007 þá ákvað ég að sleppa algjörlega 66Norður úr mínum höndum því það var orðið of mikið að gera hjá okkur. Þó að fyrirtækið hafi verið lítið, bara við hjónin fyrstu tvö til þrjú árin, þá var þetta fljótt að vinda upp á sig. Nú erum við, Farmers Market, að verða 15 ára sem slær mig mjög einkennilega. Manni finnst maður alltaf nýbyrjaður.“ Stóra fljót, Farmers Market.Ari Magg Þegar hún lítur til baka þá hefur fyrirtækið komist mjög langt síðan það var stofnað, mikið er breytt þó að grunnurinn sé alltaf sá sami. Þetta er orðið alvöru fyrirtæki og við erum um 20 manns sem vinnum hérna auk fjölda verktaka. Við rekum tvær verslanir og þetta er orðið svolítið batterí. Draumurinn minn hefur eiginlega svolítið ræst.“ „Ég setti mér það takmark að innan þriggja ára þá væri ekki bara fjallað um okkur á menningar- og lífstílssiðum og við myndum eiga jafnmikið erindi á viðskiptasíðurnar. Það hefur að einhverju leyti tekist og við vorum mjög glöð þegar við fengum fyrstu fréttina í Viðskiptablaðinu. Það er mikilvægt að fólk átti sig á mikilvægi hönnunar og skapandi greina í heildarhagkerfinu.“ Lætur eftirlíkingar ekki draga úr sér máttinn Hún segir að alveg frá upphafi hafi hún verið sátt með sína ákvörðun, að taka áhættuna og stofna eigið hönnunarfyrirtæki. „En auðvitað er partur af öllum skapandi einstaklingum að maður efast á hverjum einasta degi. Maður er með nagandi samvisku allan daginn. Er ég að gera rétt? Á ég að fara þessa leið eða einhverja aðra? Líka eins og hjá okkur hefur áherslan alltaf verið á að vera eins sjálfbær og við getum í mjög víðum skilningi, bæði umhverfislega og með hvaða fólki við vinnum. Líka fjárhagslega, að fyrirtækið sé mjög sjálfbært. Okkur er mjög umhugað um umhverfismál og svo vitum við alveg að við þurfum að taka ákvarðanir sem að við vitum að einhvern tímann munum við örugglega geta gert betur.“ Rán, 66°Norður.Ari Magg Bergþóra segist því hugsa á hverjum degi, hvernig hún geti gert betur næst. Þetta sé áskorun og gerir verkefnin spennandi. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir það hvað við höfum fengið mikinn meðbyr á Íslandi, bara í rauninni frá upphafi. Ég get ekki sagt að ég hafi þurft að slást við einhverjar hindranir, kannski bara af því að ég var tilbúin í alls konar. Ég átti ekkert von á því að þetta myndi ganga eins vel og það gerði í upphafi, ég hélt að maður þyrfti að vinna margar vinnur með, lengur en við gerðum.“ Línur sem enda allar á útsölu Líkt og margir hönnuðir lenda í, hafa verið gerðar eftirlíkingar af flíkum sem Bergþóra hefur hannað bæði hjá Farmers Market og 66 gráður Norður. Hún lætur það samt ekki buga sig. „Ef maður fer að velta sér of mikið upp úr þessu, þá dregur þetta úr manni máttinn.“ Það er margt við fyrirtæki Bergþóru sem er jákvætt fyrir umhverfið. Sem dæmi gerir hún aldrei línur heldur bætir hún bara nýrri hönnun við þegar það hentar og tekur út flíkur þegar rétti tíminn er til þess. „Það er líka partur af því að vera sjálfbær. Mér finnst margir í tískuheiminum vera að ræða þessa hluti. Það er ósjálfbært að gera fjórar til sex línur á ári sem að enda svo allar á útsölu.“ Vaxjakkar frá Farmers Market. Íslensk náttúra og menning spilar stórt hlutverk í hönnuninni og auglýsingunum.Ari Magg Kúnnarnir mikill innblástur Bergþóra segir að nú þurfi hún fljótlega að fara að setjast niður og horfa til næstu ára og gera ný markmið. „Næstu tíu ár eiga eftir að verða áhugaverð. Þó að við eigum örugglega langt í land þá hefur umræðan og virðing fyrir íslenskri hönnun hefur breyst gríðarlega. Þegar við vorum að byrja var fólk að taka meðvitaða ákvörðun um að kaupa íslenska hönnun bara til að styðja íslenska hönnun, sem er auðvitað fínt út af fyrir sig. Í dag finn ég að fólk kemur einfaldlega af því að því langar í flíkurnar. Við erum svo heppin að vera með mikið af fastakúnnum sem við erum mjög þakklát fyrir. Suma kúnna nota ég jafnvel sem innblástur eða „muse“ þegar ég er að hanna flík.“ „Mér finnst leiðinlegt þegar hönnunarverslanir eins og Kiosk loka, sem var svona smá „hub“ utan um nokkra hönnuði. Ég vona að eitthvað sambærilegt komi aftur, að góðir hönnuðir þori að taka skrefið, opni verslanir og þrói ný vörumerki því þetta er nefnilega heilmikil áhætta að taka. Að taka sénsinn á sjálfum sér.“ Fyrir Bergþóru og Jóel var þetta ekki erfitt skref, þar sem þau höfðu bæði unnið lengi með sínar hugmyndir og þau þurftu að treysta á að þær myndu fleyta þeim áfram. „Umhverfi okkar er bara þannig að margir vinir okkar eru listamenn sem eru vanir að gera mikið úr litlu. Listamenn eru vanir að hugsa eins og sprotafyrirtæki og vaða sjálfir í öll verk. En ég skil líka alveg fólk sem að veigrar sér við því að henda sér út í þennan bransa. Þetta getur alveg verið áskorun.“ Púði sem Bergþóra hannaði fyrir IKEAAri Magg Talin biluð að velja Grandann Þegar Bergþóra og Jóel völdu Granda sem staðsetningu vinnustofu sinnar fyrir 15 árum voru margir í kringum þau hissa. „Það var lítið að gerast hérna, það var ekki komið Marshall-húsið í núverandi mynd og Kaffivagninn var eini veitingastaðurinn. Undrun fólks minnkaði ekki þegar þau bættu verslun við hönnunarstúdíóið, einnig á Granda. „Við vorum alveg harðákveðin í því. Við vorum búin að ferðast mikið og sjá svipaða hluti gerast til dæmis í New York fyrir rúmum 20 árum þegar Meatpacking District varð að því sem það er í dag. Einnig Kødbyen í Kaupmannahöfn og fleiri staðir þar sem listamenn skjóta niður rótum og gera eitthvað skemmtilegt. Hjá okkur var enginn efi um að þetta myndi verða skemmtilegt og skapandi hverfi. Það er eitthvað sem gerist með tímanum og í dag er frábært að vera hérna. Það spyr enginn í dag hvernig í ósköpunum okkur detti eiginlega í hug að vera á Grandanum? Það er alveg frábært.“ Litla Reykjahlíð.Ari Magg Heltekin af verkefnunum en hæfilega varkár Þegar þau völdu nafnið Farmers Market vildu þau að nafnið á merkinu væri ekki of tískulegt og að fólk myndi helst ekki hugsa strax um föt þegar það heyrði nafnið. „Erlendis tengir maður farmers market við bændamarkaði sem við köllum hérna beint frá býli, sem mér finnst frábær þýðing. Það stendur fyrir ýmislegt þó yfirleitt matvöru. Fyrir okkur þá stóð það fyrir eitthvað sem er nálægt uppruna sínum og náttúrulegt, við leikum okkur með það sem sagt þannig á huglægan hátt, ekki bókstaflega. Hún segir að lykillinn á bak við velgengnina sé þrjóska og þrautseigja og svona hæfileg varkárni. „Ég er mjög áhættufælin og Jóel er aðeins áhættusæknari en ég án þess að vera áhættusækinn. Við erum ágætis jing og jang. Við eigum fyrirtækið sjálf og settum sparifé okkar og ómælda vinnu í það þegar við stofnuðum það. Svo eigum tvö börn, erum með fullt af fólki í vinnu og mikið af samstarfsaðilum sem treystir á að við séum að gera góða hluti svo við megum ekkert við því að þetta gangi ekki upp.“ Auðvitað þurfi líka að hafa trú á sjálfum sér. „Ég verð líka alveg heltekin af þeim verkefnum sem ég tek að mér. Vinnudagarnir geta verið mjög langir og þeir geta verið misjafnir.“ Ekkert vinnutal í rúminu Bergþóra er byrjuð að reyna að taka sér stutt frí inn á milli og fer þá í útilegur, á skíði eða í aðra útivist. „Við erum nýfarin að taka okkur frí þar sem við erum markvisst að kúpla okkur burtu frá því sem við erum að gera og reyna að gera eitthvað allt annað. Yfirleitt hefur þetta alltaf verið þannig að við förum í frí og höldum áfram að tala um vinnuna. Við eigum tvo stráka sem eru frábærir og við reynum að eyða miklum tíma með þeim þegar við fáum frí. Þeir eru 16 ára og 21 árs. Við erum líka að reyna að læra alls konar sport sem þeim finnst skemmtileg. Svo fer ég mikið á tónleika og sýningar.“ Bergþóra segir að hún láti eftirlíkingar ekki draga úr sér kraftinn.Vísir/Vilhelm Ósnortið og hrátt Það kemur ekki á óvart að útivera sé áhugamál hjá hönnuðinum þar sem hennar helsti innblástur kemur úr náttúrunni. „Hvort sem það er veður eða litir og svo líka hráefnin. Ég er algjör textílnörd og elska textíl og það er það sem leiðir mig áfram. Vestfirðir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og Strandir. Það eru auðvitað ótrúlega margir fallegir staðir hérna en þetta er ennþá eitthvað svo ósnortið og hrátt.“ Þegar Bergþóra ákvað að stofna eigið hönnunarfyrirtæki voru sjálfbærni og umhverfissjónarmið henni ofarlega í huga. Fyrir 15 til 20 árum hafi svo margt af því sem gerðist í textíl tengst þróun á gerviefnum. Plastið var mjög áberandi á þessum tíma, mun meira en það er í dag. „Það var verið að gera mjög flott og vönduð efni en það var eiginlega 100 prósent fókus á plastefni eða gerviefni. Mig langaði að gera eitthvað alveg öfugt, gera eitthvað úr hráefni sem myndi rotna í jörðinni ef þú hentir flíkinni. Að flíkin væri bara ekki til lengur í stað þess að vera í jörðinni það sem eftir lifir. Það var svolítil áskorun því þá var ekki eftir mikið úrval af hráefnum.“ „Við erum alltaf að taka bestu ákvarðanirnar sem við getum hverju sinni, bæði hvað varðar val á hráefnum og framleiðendum. Mín vinna til að byrja með snerist mikið um að finna framúrskarandi framleiðendur sem ég treysti og vildi vinna með. Textíl- og fataframleiðsla er sérhæfðara fyrirbæri en margir átta sig á, og til að gera alla okkar vörulínu vinnum við með um 20 ólíkum framleiðendunum. Hér heima nýtum við þá sem eru í boði en þeir aðallega tengdir við íslensku ullina og prjón. Úlfur í sauðargæru Ein af þeim flíkum sem er í mestu uppáhaldi hjá Bergþóru er ein af fyrstu vélprjónuðu flíkunum sem hún hannaði fyrir Farmers Market. „Hráefnið var íslenskt og flíkin að öllu leyti hönnuð með það fyrir augum að hægt væri að framleiða hana í litu verksmiðjunni hérna heima. Þetta er kápan sem við köllum Barðastaðir og er svona blettatígurskápa.“ Hún sá verkefnið sem úlf í sauðargæru, 100 prósent íslensk ullarkápa sem liti ekkert endilega út eins og íslensk ullarkápa. Markmiðinu var náð enda eiga margar konur á Íslandi þessa kápu í skápnum heima hjá sér. Kápan er ekki framleidd lengur, þar sem Bergþóra vildi ekki að of margar væru til á okkar litla landi. Vörunúmer Farmers Market eru nú orðin ansi mörg en fyrsta flíkin er samt enn með þeim vinsælustu. „Það var fyrsta peysan sem við gerðum, ég vildi gera flík sem væri dömuleg og létt og á einfaldan hátt skírskotun í þessa norrænu hefð sem við köllum íslensku lopapeysuna. Peysan heitir Fell og hefur verið í línunni allar götur síðan í einhverju sniði og mismunandi hráefnum. Þetta er flíkin sem er með vörunúmer 001 hérna í fyrirtækinu.“ Bergþóra hannar allar vörur Farmers Market.Ari Magg Ekki sjálfgefið í þessum bransa Þessar vörur verða á meðal þess sem verður á sýningunni „Tuttugu ár í textíl“ á Hönnunarmars sem haldin verður í júní í ár. Þar verður sýnt allt það helsta frá farsælum ferli Bergþóru sem fatahönnuður. „Yfirskriftin á sýningunni er „Tuttugu ár í textíl“ af því að ég allt í einu áttaði mig á því að ég á 20 ára starfsafmæli, sem er mjög fínt ef maður hugsar um það, sem fatahönnuður á Íslandi. Það er ekki sjálfgefið.“ Bergþóra segir að þegar hún hugsar til baka, sé umfjöllun um fatahönnuð orðin mun betri í dag en hún var á árum áður. „Það hefur alveg verið pirringur yfir því að oft þegar verið er að fjalla um hönnun er það sett í flokk sem eitthvað föndur eða handavinna, sérstaklega þegar kemur að vöru- og fatahönnun. Ég hugsa að það sé okkur hönnuðum að kenna líka, að miklu leyti, en sem betur fer hefur það batnað mikið eins og með tilkomu blaðamanna sem að eru meðvitaðri.“ Bergþóra Guðnadóttir stofnaði fyrirtækið Farmers Market með eiginmanni sínum og besta vini, tónlistarmanninum Jóel Pálssyni.Vísir/Vilhelm Vinna við áhugamálið saman Bergþóra hefur starfað sem fatahönnuður í tvo áratugi og hún útskrifaðist sem textílhönnuður árið 1999. Á sýningunni verða ljósmyndir í bland við flíkur og hluti hannaða af Bergþóru á þessum 20 ára ferli. Einnig verður þar sýnt frá samstarfsverkefnum hennar eins og við IKEA og hljómsveitina Sigurrós. Á dögunum var líka kynnt nýtt samstarfsverkefni hennar við Bláa lónið, sem samanstendur af nokkrum flíkum og fylgihlutum. Bergþóra og Jóel vinna saman úti á Granda alla daga eru aðeins með eina reglu í sínu samstarfi. Þau segja regluna vera lykilinn að því hvað þeim gengur vel að reka fyrirtæki saman. „Við tölum ekki um vinnuna eftir að fæturnir eru komnir upp í rúm. En að öðru leiti eru engar reglur. Við höfum rosalega mikinn áhuga á því sem við erum að gera og að hluta til er þetta auðvitað áhugamálið okkar líka. Það getur alveg verið áskorun líka að vera að vinna við áhugamálið sitt og það er það sem heldur uppi fjölskyldunni líka og 19 starfsmönnum. En þetta hefur gengið vel, hann er minn besti vinur“ segir Bergþóra að lokum. Í albúminu hér að neðan má sjá brot af hönnun Bergþóru Guðna. Allar myndirnar tók ljósmyndarinn Ari Magg fyrir 66Norður og Farmers Market. Sýning Bergþóru opnar í júní. Tjald, Farmers MarketMynd/Ari MaggFarmers Market Mynd/Ari MaggEfri ReykirMynd/Ari MaggFarmers MarketMynd/Ari MaggFarmers MarketMynd/Ari MaggBlómsturvellirMynd/Ari MaggEyriMynd/Ari MaggFellMynd/Ari MaggÖxlMynd/Ari MaggÞúfa Mynd/Ari MaggFarmers Market KatanesMynd/Ari MaggStóra FljótMynd/Ari MaggFarmers MarketMynd/Ari MaggBolMynd/Ari MaggKaldiMynd/Ari MaggVarmlandMynd/Ari MaggLambafellMynd/Ari MaggVarmlandMynd/Ari MaggFarmers MarketMynd/Ari MaggKvísker og KlausturMynd/Ari MaggFarmers MarketMynd/Ari MaggTjörnMynd/Ari MaggÖxlMynd/Ari MaggIKEA púðinn sem Bergþóra hannaðiMynd/Ari MaggFræga kápan BarðastaðirMynd/Ari MaggVaxjakkar frá Farmers MarketMynd/Ari MaggFarmers MarketMynd/Ari MaggAkrarMynd/Ari MaggVindur, 66NorðurMynd/Ari MaggLitla ReykjahlíðMynd/Ari MaggKvískerMynd/Ari MaggÞórsmörkMynd/Ari MaggGolaMynd/Ari MaggRánMynd/Ari MaggPúði sem Bergþóra hannaði fyrir IKEAMynd/Ari MaggBergþóra hannar allar vörur Farmers MarketMynd/Ari MaggVaxjakkar frá Farmers Market. Íslensk náttúra og menning spilar stórt hlutverk í hönnuninni og auglýsingunum.Mynd/Ari MaggStóra fljót, Farmers MarketMynd/Ari MaggLambafell, Farmers MarketMynd/Ari Magg
Tíska og hönnun Helgarviðtal Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira