Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Sylvía Hall skrifar 21. mars 2020 14:15 Katrín Jakobsdóttir í dag. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. Aðgerðirnar nema 230 milljörðum króna og munu miða að því að takmarka áhrifin meðan faraldurinn gengur yfir og stuðla að því að efnahagslífið nái aftur jafnvægi sem fyrst. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði markmiðin með aðgerðunum vera fjögur: Verja afkomu fólksins í landinu, verja afkomu fyrirtækja í landinu, vernda grunnstoðir samfélagsins – til að mynda heilbrigðiskerfið og almannavarnir og tryggja viðspyrnu í efnahagslífinu. Sjá einnig: Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna faraldurs kórónuveiru Formenn ríkisstjórnarflokkanna voru sammála um það að mikilvægt væri að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir á þessum tímum og standa saman. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði aðgerðirnar vera án hliðstæðu, en það væri mikilvægara að gera meira en of lítið. Nauðsynlegt væri að tryggja afkomu fólks á þessum tímum og standa vörð um heimilin og fyrirtækin í landinu. Frá fundinum í dag.Vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra sagði ljóst að efnahagsleg áhrif veirunnar yrðu umfangsmikil. Efnahagsváin hefði stækkað með hverjum degi, sérstaklega vegna viðbragða annarra landa. Heimurinn yrði aldrei aftur á sama róli og áður, hagkerfi myndu breytast en margt benti þó til þess að Ísland kæmist betur og hraðar í gegnum það en margar aðrar þjóðir. Aðgerðunum er skipt í tíu hluta sem skiptast í þrjá flokka: Varnir, vernd og viðspyrnu. Með þessu væri lögð áhersla á að verja störf og starfsemi í efnahagslífinu, vernda einstaklinga og fjölskyldur og skapa grundvöll fyrir öfluga viðspyrnu þegar tilfellum fer að fækka og faraldurinn fer að ganga niður. Varnir Varnaraðgerðirnar eru þrjár: Hlutastarfaleiðin, brúarlán til atvinnulífs og frestun skattgreiðslna. Í hlutastarfaleiðinni felst að Vinnumálastofnun mun greiða tímabundnar atvinnuleysisbætur fyrir þá sem lækka niður í 25% til 80% starfshlutfall. Fólk með tekjur lægri en 400 þúsund mun ekki þola neina skerðingu á launum sínum. 700 þúsund króna þak er á samanlögð laun og atvinnuleysisbætur og er gildistími úrræðisins fram til 1. júní. Aðgerðin styður þannig við áframhaldandi atvinnu fólks á meðan ástandið varir og verður hún endurmetin áður en gildistíma hennar lýkur. Gert er ráð fyrir 22 milljarða viðbótarþörf atvinnuleysistryggingarsjóðs vegna úrræðisins. Brúarlán til atvinnulífs eru ný lán til fyrirtækja sem eiga í rekstrarvanda vegna faraldursins. Stjórnvöld munu ábyrgjast helming brúarlána til fyrirtækja í rekstrarvanda og þannig styðja þau til að greiða laun og fastan rekstrarkostnað og nær ábyrgðin til nýrra útlána til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir að minnsta kosti 40% tekjumissi. Þá verður bankaskattur lækkaður til að auka svigrúm viðskiptabanka til útlána. Með frestun skattgreiðslna munu fyrirtæki geta frestað þremur gjalddögum staðgreiðslu og tryggingargjalds til ársins 2021 og dreifa þeim yfir níu mánuði á því ári. Vernd Verndaraðgerðirnar eru einnig þrjár: Laun í sóttkví, barnabótaauki og úttekt séreignarsparnaðar. Fyrsta tillagan eru laun í sóttkví til þess að tryggja að einstaklingar geti fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og þannig hægt á útbreiðslu veirunnar. Fjárhæð tekur mið af tekjum fyrri mánaðar og fá sjálfstætt starfandi 80% af meðaltekjum ársins 2019. Hámark greiðslna er 21.100 á dag, eða 633.000 krónur á mánuði. Önnur tillagan er barnabótaauki. Um er að ræða eingreiðslu sem verður greidd til allra foreldra barna á Íslandi og nemur upphæðin 40 þúsund krónur fyrir alla sem höfðu lægri en 927 þúsund krónur í tekjur á síðasta ári en 20 þúsund fyrir aðra. Greiðslan verður greidd út 1. júní. Umfangið er 3,1 milljarður og mun renna til foreldra yfir 80 þúsund barna. Þriðja tillagan er úttekt séreignarsparnaðar. Heimilt er að taka út 800 þúsund á mánuði næstu fimmtán mánuði. Hámarksútgreiðsla er 12 m.kr. yfir 15 mánaða tímabil. Tekjuskattur leggst á útgreiðslur en skerða hvorki barna- né vaxtabætur. Vísir/Vilhelm Viðspyrna Þriðji flokkurinn eru aðgerðir til að hefja efnahagslega viðspyrnu. Fyrsta tillaga snýr að ferðaþjónustu þar sem stjórnvöld munu veita öllum íbúum á Íslandi yfir átján ára stafrænt gjafabréf til að ferðast innanlands. Þannig aukast umsvif ferðaþjónustunnar um leið og aðstæður leyfa innanlands. Áætlað er að það rofi til innanlands áður en erlend landamæri opnast. Auk þessa gjafabréfs munu stjórnvöld fella niður gistináttagjald til ársloka 2021. Gjalddaga fyrstu þriggja mánaða 2020 verður frestað til 5. febrúar 2022 en áhrif þeirrar lækkunar er 1,6 milljarðar. Stjórnvöld munu svo ráðast í markaðsátak til þess að kynna Ísland sem áfangastað. Það verður gert þegar útlit er fyrir að erlendir ferðamenn fari að ferðast hingað aftur. Þá mun endurgreiðsla virðisaukaskatts til einstaklinga vegna vinnu við Endurgreiðsla virðisaukaskatts til einstaklinga vegna vinnu við endurbætur, viðhald og nýbyggingar fasteigna hækka úr 60% í 100%. Endurgreiðslan mun nú einnig ná til heimilisaðstoðar auk byggingaframkvæmda félagasamtaka til almannaheilla. Gildistími breytingarinnar er út þetta ár, eða frá 1. mars 2020 til 31. desember 2020 og eru áætluð áhrif þessa átta milljarðar króna. Þá munu stjórnvöld greiða fyrir innflutningi með niðurfellingu og frestun gjalda til þess að veita innflutningsaðilum laust fé til að glíma við tímabundna erfiðleika. Tollafgreiðslugjöld verða felld niður tímabundið til ársloka 2021 og gjalddögum aðflutningsgjalda 2020 frestað um fjóra mánuði. Umsvifamiklar fjárfestingar Stjórnvöld munu samhliða þessu flýta umsvifamiklum fjárfestingum til að örva efnahagslífið. Áhersla verður á að fjölga störfum á fjölbreyttum sviðum samfélagsins, efla nýsköpun og fjárfesta til framtíðar. Viðbótarfjárfestingar hins opinbera á þessu ári nema um 20 milljörðum króna. Á meðal þess sem fjárfest verður í eru samgöngumannvirki, fjárfestingar opinberra fyrirtækja, orkuskipti og grænar lausnir og önnur innviðaverkefni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. Aðgerðirnar nema 230 milljörðum króna og munu miða að því að takmarka áhrifin meðan faraldurinn gengur yfir og stuðla að því að efnahagslífið nái aftur jafnvægi sem fyrst. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði markmiðin með aðgerðunum vera fjögur: Verja afkomu fólksins í landinu, verja afkomu fyrirtækja í landinu, vernda grunnstoðir samfélagsins – til að mynda heilbrigðiskerfið og almannavarnir og tryggja viðspyrnu í efnahagslífinu. Sjá einnig: Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna faraldurs kórónuveiru Formenn ríkisstjórnarflokkanna voru sammála um það að mikilvægt væri að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir á þessum tímum og standa saman. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði aðgerðirnar vera án hliðstæðu, en það væri mikilvægara að gera meira en of lítið. Nauðsynlegt væri að tryggja afkomu fólks á þessum tímum og standa vörð um heimilin og fyrirtækin í landinu. Frá fundinum í dag.Vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra sagði ljóst að efnahagsleg áhrif veirunnar yrðu umfangsmikil. Efnahagsváin hefði stækkað með hverjum degi, sérstaklega vegna viðbragða annarra landa. Heimurinn yrði aldrei aftur á sama róli og áður, hagkerfi myndu breytast en margt benti þó til þess að Ísland kæmist betur og hraðar í gegnum það en margar aðrar þjóðir. Aðgerðunum er skipt í tíu hluta sem skiptast í þrjá flokka: Varnir, vernd og viðspyrnu. Með þessu væri lögð áhersla á að verja störf og starfsemi í efnahagslífinu, vernda einstaklinga og fjölskyldur og skapa grundvöll fyrir öfluga viðspyrnu þegar tilfellum fer að fækka og faraldurinn fer að ganga niður. Varnir Varnaraðgerðirnar eru þrjár: Hlutastarfaleiðin, brúarlán til atvinnulífs og frestun skattgreiðslna. Í hlutastarfaleiðinni felst að Vinnumálastofnun mun greiða tímabundnar atvinnuleysisbætur fyrir þá sem lækka niður í 25% til 80% starfshlutfall. Fólk með tekjur lægri en 400 þúsund mun ekki þola neina skerðingu á launum sínum. 700 þúsund króna þak er á samanlögð laun og atvinnuleysisbætur og er gildistími úrræðisins fram til 1. júní. Aðgerðin styður þannig við áframhaldandi atvinnu fólks á meðan ástandið varir og verður hún endurmetin áður en gildistíma hennar lýkur. Gert er ráð fyrir 22 milljarða viðbótarþörf atvinnuleysistryggingarsjóðs vegna úrræðisins. Brúarlán til atvinnulífs eru ný lán til fyrirtækja sem eiga í rekstrarvanda vegna faraldursins. Stjórnvöld munu ábyrgjast helming brúarlána til fyrirtækja í rekstrarvanda og þannig styðja þau til að greiða laun og fastan rekstrarkostnað og nær ábyrgðin til nýrra útlána til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir að minnsta kosti 40% tekjumissi. Þá verður bankaskattur lækkaður til að auka svigrúm viðskiptabanka til útlána. Með frestun skattgreiðslna munu fyrirtæki geta frestað þremur gjalddögum staðgreiðslu og tryggingargjalds til ársins 2021 og dreifa þeim yfir níu mánuði á því ári. Vernd Verndaraðgerðirnar eru einnig þrjár: Laun í sóttkví, barnabótaauki og úttekt séreignarsparnaðar. Fyrsta tillagan eru laun í sóttkví til þess að tryggja að einstaklingar geti fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og þannig hægt á útbreiðslu veirunnar. Fjárhæð tekur mið af tekjum fyrri mánaðar og fá sjálfstætt starfandi 80% af meðaltekjum ársins 2019. Hámark greiðslna er 21.100 á dag, eða 633.000 krónur á mánuði. Önnur tillagan er barnabótaauki. Um er að ræða eingreiðslu sem verður greidd til allra foreldra barna á Íslandi og nemur upphæðin 40 þúsund krónur fyrir alla sem höfðu lægri en 927 þúsund krónur í tekjur á síðasta ári en 20 þúsund fyrir aðra. Greiðslan verður greidd út 1. júní. Umfangið er 3,1 milljarður og mun renna til foreldra yfir 80 þúsund barna. Þriðja tillagan er úttekt séreignarsparnaðar. Heimilt er að taka út 800 þúsund á mánuði næstu fimmtán mánuði. Hámarksútgreiðsla er 12 m.kr. yfir 15 mánaða tímabil. Tekjuskattur leggst á útgreiðslur en skerða hvorki barna- né vaxtabætur. Vísir/Vilhelm Viðspyrna Þriðji flokkurinn eru aðgerðir til að hefja efnahagslega viðspyrnu. Fyrsta tillaga snýr að ferðaþjónustu þar sem stjórnvöld munu veita öllum íbúum á Íslandi yfir átján ára stafrænt gjafabréf til að ferðast innanlands. Þannig aukast umsvif ferðaþjónustunnar um leið og aðstæður leyfa innanlands. Áætlað er að það rofi til innanlands áður en erlend landamæri opnast. Auk þessa gjafabréfs munu stjórnvöld fella niður gistináttagjald til ársloka 2021. Gjalddaga fyrstu þriggja mánaða 2020 verður frestað til 5. febrúar 2022 en áhrif þeirrar lækkunar er 1,6 milljarðar. Stjórnvöld munu svo ráðast í markaðsátak til þess að kynna Ísland sem áfangastað. Það verður gert þegar útlit er fyrir að erlendir ferðamenn fari að ferðast hingað aftur. Þá mun endurgreiðsla virðisaukaskatts til einstaklinga vegna vinnu við Endurgreiðsla virðisaukaskatts til einstaklinga vegna vinnu við endurbætur, viðhald og nýbyggingar fasteigna hækka úr 60% í 100%. Endurgreiðslan mun nú einnig ná til heimilisaðstoðar auk byggingaframkvæmda félagasamtaka til almannaheilla. Gildistími breytingarinnar er út þetta ár, eða frá 1. mars 2020 til 31. desember 2020 og eru áætluð áhrif þessa átta milljarðar króna. Þá munu stjórnvöld greiða fyrir innflutningi með niðurfellingu og frestun gjalda til þess að veita innflutningsaðilum laust fé til að glíma við tímabundna erfiðleika. Tollafgreiðslugjöld verða felld niður tímabundið til ársloka 2021 og gjalddögum aðflutningsgjalda 2020 frestað um fjóra mánuði. Umsvifamiklar fjárfestingar Stjórnvöld munu samhliða þessu flýta umsvifamiklum fjárfestingum til að örva efnahagslífið. Áhersla verður á að fjölga störfum á fjölbreyttum sviðum samfélagsins, efla nýsköpun og fjárfesta til framtíðar. Viðbótarfjárfestingar hins opinbera á þessu ári nema um 20 milljörðum króna. Á meðal þess sem fjárfest verður í eru samgöngumannvirki, fjárfestingar opinberra fyrirtækja, orkuskipti og grænar lausnir og önnur innviðaverkefni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent