Vanda þarf frágang á sorpi við heimili vegna sóttvarna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2020 12:07 Landsmenn þurfa að huga vel að því hvernig gengið er frá rusli á tímum smithættu í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur aukið sóttvarnir til verndar starfsmönnum sínum sem vinna við sorphirðu. Til að koma í veg fyrir smit starfsmanna vill Reykjavíkurborg koma eftirfarandi tilmælum til íbúa. Mikilvægt er að fara eftir tilmælunum til að varna því að sorphirða í borginni raskist. Blandaður úrgangur þarf að vera í lokuðum pokum (gráa tunnan). Ekki má yfirfylla tunnur, þær þurfa að vera lokaðar svo starfsmenn komist ekki í snertingu við úrgang við losun eða hann falli úr ílátum. Snýtubréf eiga heima í lokuðu pokum Á þeim heimilum þar sem smit hefur komið upp þarf að huga sérstaklega að mögulegum smitleiðum. Nota þarf heila poka og hnýta vel fyrir þá. Huga þarf að því að smit berist ekki utan á pokum. Snýtubréf eiga heima í lokuðum pokum með blönduðu heimilissorpi en ekki með pappírsúrgangi. Latexhanskar og eins eldhúsbréf sem hafa verið notuð við þrif eða sótthreinsun skal sömuleiðis setja með blönduðum úrgangi. Mikilvægt er að flokka vel og nýta plássið í tunnum heima. Gott er að brjóta saman fernur, pizzakassa og slíkt til að minnka umfang. Í fjölbýli með sorprennum þarf að skipta reglulega um tunnur undir þeim svo rennurnar stíflist ekki. Þeir sem sjá um sorpgeymslur ættu að huga vel að hreinlæti og þvo sér og/eða spritta eftir á. Einnig er gott að nota einnota hanska og henda þeim í blandaðan úrgang að verki loknu. Íbúar þurfa sjálfir að fara með umfram úrgang sem ekki kemst í tunnur á endurvinnslustöðvar Sorpu. Nokkrar algengar spurningar og svör Verður umframsorp tekið ef það er í pokum og sett við hlið tunnu? Nei, það er því miður ekki hægt út af sóttvörnum. Er óhætt að setja plast og pappír í tunnur undir endurvinnsluúrgang eða verður að nota grenndarstöðvar út af hættu í móttökustöð? Eða hætta að flokka? Engin breyting er á flokkun í Reykjavík, nema að efni sem hugsanlega er sóttmengað, verður að setja í gráa tunnu. Flokkaður úrgangur frá Reykjavíkurborg fer ekki í eftirflokkun og er því ekki hætta á að smit berist á milli. Flokkun er mikilvæg svo úrgangur rúmist í ílátum. Ég bý á Kjalarnesi og flokka lífrænan eldhúsúrgang í tilraunaverkefni. Má setja eldhúsbréf og snýtibréf í lífræna hólfið? Nei, snýtibréf og eins eldhúsbréf skal nú setja í hólf fyrir blandaðan úrgang. Sorpa Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur aukið sóttvarnir til verndar starfsmönnum sínum sem vinna við sorphirðu. Til að koma í veg fyrir smit starfsmanna vill Reykjavíkurborg koma eftirfarandi tilmælum til íbúa. Mikilvægt er að fara eftir tilmælunum til að varna því að sorphirða í borginni raskist. Blandaður úrgangur þarf að vera í lokuðum pokum (gráa tunnan). Ekki má yfirfylla tunnur, þær þurfa að vera lokaðar svo starfsmenn komist ekki í snertingu við úrgang við losun eða hann falli úr ílátum. Snýtubréf eiga heima í lokuðu pokum Á þeim heimilum þar sem smit hefur komið upp þarf að huga sérstaklega að mögulegum smitleiðum. Nota þarf heila poka og hnýta vel fyrir þá. Huga þarf að því að smit berist ekki utan á pokum. Snýtubréf eiga heima í lokuðum pokum með blönduðu heimilissorpi en ekki með pappírsúrgangi. Latexhanskar og eins eldhúsbréf sem hafa verið notuð við þrif eða sótthreinsun skal sömuleiðis setja með blönduðum úrgangi. Mikilvægt er að flokka vel og nýta plássið í tunnum heima. Gott er að brjóta saman fernur, pizzakassa og slíkt til að minnka umfang. Í fjölbýli með sorprennum þarf að skipta reglulega um tunnur undir þeim svo rennurnar stíflist ekki. Þeir sem sjá um sorpgeymslur ættu að huga vel að hreinlæti og þvo sér og/eða spritta eftir á. Einnig er gott að nota einnota hanska og henda þeim í blandaðan úrgang að verki loknu. Íbúar þurfa sjálfir að fara með umfram úrgang sem ekki kemst í tunnur á endurvinnslustöðvar Sorpu. Nokkrar algengar spurningar og svör Verður umframsorp tekið ef það er í pokum og sett við hlið tunnu? Nei, það er því miður ekki hægt út af sóttvörnum. Er óhætt að setja plast og pappír í tunnur undir endurvinnsluúrgang eða verður að nota grenndarstöðvar út af hættu í móttökustöð? Eða hætta að flokka? Engin breyting er á flokkun í Reykjavík, nema að efni sem hugsanlega er sóttmengað, verður að setja í gráa tunnu. Flokkaður úrgangur frá Reykjavíkurborg fer ekki í eftirflokkun og er því ekki hætta á að smit berist á milli. Flokkun er mikilvæg svo úrgangur rúmist í ílátum. Ég bý á Kjalarnesi og flokka lífrænan eldhúsúrgang í tilraunaverkefni. Má setja eldhúsbréf og snýtibréf í lífræna hólfið? Nei, snýtibréf og eins eldhúsbréf skal nú setja í hólf fyrir blandaðan úrgang.
Sorpa Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira