Íslenski boltinn

Harpa ólétt og búin að leggja skóna á hilluna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harpa skoraði 181 mark í efstu deild. 
Harpa skoraði 181 mark í efstu deild.  vísir/vilhelm

Harpa Þorsteinsdóttir er ólétt og hefur lagt skóna á hilluna. Hún greindi frá þessu í hlaðvarpsþættinum Heimavellinum á Fótbolta.net.

„Mér finnst mjög erfitt að segja að ég hafi lagt skóna á hilluna en ég get samt alveg sagt það. Ég er búinn að leggja skóna á hilluna en þeir eru ekki límdir þar. Ef mig langar einhverntímann aftur í fótbolta þá geri ég það,“ sagði Harpa

Hún sleit krossband í hné í ágúst 2018 og lék ekkert með Stjörnunni á síðasta tímabili.

Harpa, sem er 33 ára, varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með Stjörnunni. 

Hún varð þrisvar sinnum markadrottning efstu deildar og skoraði alls 181 mark í 252 leikjum í efstu deild. Hún er annar leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar  kvenna og sá þriðji markahæsti.

Harpa lék 67 landsleiki og skoraði 19 mörk. Hún lék með íslenska landsliðinu á EM 2013 og 2017.

Hlusta má á viðtalið við Hörpu í Heimavellinum með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×