Hvetur fólk til þess að klappa fyrir heilbrigðisstarfsfólki annað kvöld Sylvía Hall skrifar 19. mars 2020 18:17 Kamilla Ósk Heimisdóttir fékk hugmyndina eftir að hafa séð sambærilegt framtak í Portúgal. Hún vonar að sem flestir taki þátt. Vísir/Getty Yfir 4.500 manns hafa boðað þátttöku sína í svokölluðu hópklappi fyrir heilbrigðisstarfsfólk annað kvöld klukkan 19 og rúmlega tvö þúsund lýst yfir áhuga. Á viðburðinum „Ísland klappar fyrir heilbrigðisstarfsfólki“ getur fólk boðað þátttöku sína. „Heilbrigðisstarfsfólkið í landinu okkar á svo sannarlega hrós skilið fyrir alla þá óeigingjörnu vinnu sem það hefur unnið núna síðustu vikur. Því ætlum við öll að taka önnur lönd til fyrirmyndar að klappa og þakka þeim fyrir,“ segir í lýsingu viðburðarins. Fólk er hvatt til þess að klappa hvar sem það er statt á landinu og sýna þannig heilbrigðis- og öryggismálastarfsfólki þakklæti. Sambærilegur viðburður fór fram á Tenerife í vikunni og sagði Íslendingur á svæðinu að augnablikið hafi verið afar fallegt. Sjá einnig: Gæsahúðarmóment þegar heilbrigðisstarfsmenn voru hylltir í óvissuástandi Kamilla Ósk Heimisdóttir, skipuleggjandi viðburðarins, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hugmyndina hafa komið eftir að sambærilegur viðburður fór fram í Portúgal. „Ég sá þetta fyrst hjá frænda mínum sem býr úti í Portúgal, þar sem þau voru að gera þetta. Mér fannst þetta svo ótrúlega skemmtilegt að mig langaði að prófa að athuga hvernig væri tekið í þetta hér, og þetta gekk bara svona ótrúlega vel.“ Hún segist vona að sem flestir taki þátt. Það skipti engu máli hvar fólk sé á landinu. „Ég vona bara að sem flestir taki þátt og fari út á svalir hjá sér eða hvar sem það er statt og klappi þannig allt heilbrigðisstarfsfólk heyri það, hvar sem það er,“ segir Kamilla en áætlaður tími er um það bil mínúta. „Mínútu eða tvær mínútur, eins lengi og fólk nennir.“ Hér að neðan má hlusta á viðtal við Kamillu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gæsahúðarmóment þegar heilbrigðisstarfsmenn voru hylltir í óvissuástandi 16. mars 2020 17:08 Rjómi tónlistarfólks gladdi íbúa Hrafnistu með útitónleikum Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. 18. mars 2020 17:20 Gissur Páll létti lund nágranna með svalasöng Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio til að létta lund á tímum kórónunnar. 14. mars 2020 15:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Yfir 4.500 manns hafa boðað þátttöku sína í svokölluðu hópklappi fyrir heilbrigðisstarfsfólk annað kvöld klukkan 19 og rúmlega tvö þúsund lýst yfir áhuga. Á viðburðinum „Ísland klappar fyrir heilbrigðisstarfsfólki“ getur fólk boðað þátttöku sína. „Heilbrigðisstarfsfólkið í landinu okkar á svo sannarlega hrós skilið fyrir alla þá óeigingjörnu vinnu sem það hefur unnið núna síðustu vikur. Því ætlum við öll að taka önnur lönd til fyrirmyndar að klappa og þakka þeim fyrir,“ segir í lýsingu viðburðarins. Fólk er hvatt til þess að klappa hvar sem það er statt á landinu og sýna þannig heilbrigðis- og öryggismálastarfsfólki þakklæti. Sambærilegur viðburður fór fram á Tenerife í vikunni og sagði Íslendingur á svæðinu að augnablikið hafi verið afar fallegt. Sjá einnig: Gæsahúðarmóment þegar heilbrigðisstarfsmenn voru hylltir í óvissuástandi Kamilla Ósk Heimisdóttir, skipuleggjandi viðburðarins, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hugmyndina hafa komið eftir að sambærilegur viðburður fór fram í Portúgal. „Ég sá þetta fyrst hjá frænda mínum sem býr úti í Portúgal, þar sem þau voru að gera þetta. Mér fannst þetta svo ótrúlega skemmtilegt að mig langaði að prófa að athuga hvernig væri tekið í þetta hér, og þetta gekk bara svona ótrúlega vel.“ Hún segist vona að sem flestir taki þátt. Það skipti engu máli hvar fólk sé á landinu. „Ég vona bara að sem flestir taki þátt og fari út á svalir hjá sér eða hvar sem það er statt og klappi þannig allt heilbrigðisstarfsfólk heyri það, hvar sem það er,“ segir Kamilla en áætlaður tími er um það bil mínúta. „Mínútu eða tvær mínútur, eins lengi og fólk nennir.“ Hér að neðan má hlusta á viðtal við Kamillu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gæsahúðarmóment þegar heilbrigðisstarfsmenn voru hylltir í óvissuástandi 16. mars 2020 17:08 Rjómi tónlistarfólks gladdi íbúa Hrafnistu með útitónleikum Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. 18. mars 2020 17:20 Gissur Páll létti lund nágranna með svalasöng Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio til að létta lund á tímum kórónunnar. 14. mars 2020 15:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Rjómi tónlistarfólks gladdi íbúa Hrafnistu með útitónleikum Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. 18. mars 2020 17:20
Gissur Páll létti lund nágranna með svalasöng Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio til að létta lund á tímum kórónunnar. 14. mars 2020 15:00