Enska deildin á bak við luktar dyr og enginn leikur á sama tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2020 09:00 Leikmenn Liverpool tollera Jürgen Klopp eftir úrslitaleik Liverpool og Tottenham í Meistaradeild Evrópu í Madríd. Nú lítur út fyrir að Liverpool fái að klára tímabilið og þar með vinna enska meistaratitilinn í fyrsta sinn i 30 ár. vísir/getty Enska úrvalsdeildin mun fara yfir framhaldið á fundi á morgun en eins og UEFA setti hlutina upp í gær þá þurfa evrópsku deildirnar að klára tímabilið fyrir 30. júní. Knattspyrnusamband Evrópu setti sem betur fer upp fyrirvara vegna þessarar dagsetningar enda verður mjög erfitt að klára deildirnar svo snemma miðað við það að ástandið vegna kórónuveirunnar er enn að versna til mikilla muna í löndunum. Ensku blöðin hafa verið að reyna að grafa upp hvaða leið forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar vilja fara til þess að klára þá 92 leiki sem eru eftir af tímabilinu. Þetta væri bæði gott og slæmt fyrir Liverpool. Það góða væri að tímabilið væri klárað og liðið yrði enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár en það slæma væri að liðið myndi vinna titilinn án áhorfenda og þá sérstaklega án stuðningsmanna sinna. All remaining 92 matches played behind closed doors At three neutral venues in the Midlands At different times and live on TV so you can watch them allThe #PremierLeague has a masterplan to complete the season before June 30 #coronavirushttps://t.co/5V2a7wMvvB— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 18, 2020 Samkvæmt þessari tillögu sem slegið var upp í morgun þá munu allir þessir 92 leikir sem eru eftir vera spilaðir fyrir luktum dyrum, það er án áhorfenda og það sem meira er á hlutlausum velli. Leikirnir munu síðan fara fram á sitthvorum tíma og þeir verða jafnframt allir sýndir í beinni útsendingu í sjónvarpi. Aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar ættu því að fá möguleikann á að horfa á þá alla leikina sem eftir væru af mótinu. Aðeins hluti leikvallanna myndu samt hýsa leiki og það gætu farið meiri en einn leikur fram á sama velli á einum degi. Liðin myndu síðan spila á þriggja daga fresti til að ná því að klára leikina. Með því að nota aðeins fáa leikvanga þá væri hægt að minnka fjölda læknaliðs og lögreglu sem þyrfti að sinna leikjunum á þessum erfiðu tímum. Með því að spila á hlutlausum völlum þá væru líka minni líkur á því að stuðningsmenn safnist saman fyrir utan leikvanganna. Sextán félög eiga eftir níu leiki en Manchester City, Arsenal, Aston Villa og Sheffield United eiga öll eftir að spila tíu leiki. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland England Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
Enska úrvalsdeildin mun fara yfir framhaldið á fundi á morgun en eins og UEFA setti hlutina upp í gær þá þurfa evrópsku deildirnar að klára tímabilið fyrir 30. júní. Knattspyrnusamband Evrópu setti sem betur fer upp fyrirvara vegna þessarar dagsetningar enda verður mjög erfitt að klára deildirnar svo snemma miðað við það að ástandið vegna kórónuveirunnar er enn að versna til mikilla muna í löndunum. Ensku blöðin hafa verið að reyna að grafa upp hvaða leið forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar vilja fara til þess að klára þá 92 leiki sem eru eftir af tímabilinu. Þetta væri bæði gott og slæmt fyrir Liverpool. Það góða væri að tímabilið væri klárað og liðið yrði enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár en það slæma væri að liðið myndi vinna titilinn án áhorfenda og þá sérstaklega án stuðningsmanna sinna. All remaining 92 matches played behind closed doors At three neutral venues in the Midlands At different times and live on TV so you can watch them allThe #PremierLeague has a masterplan to complete the season before June 30 #coronavirushttps://t.co/5V2a7wMvvB— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 18, 2020 Samkvæmt þessari tillögu sem slegið var upp í morgun þá munu allir þessir 92 leikir sem eru eftir vera spilaðir fyrir luktum dyrum, það er án áhorfenda og það sem meira er á hlutlausum velli. Leikirnir munu síðan fara fram á sitthvorum tíma og þeir verða jafnframt allir sýndir í beinni útsendingu í sjónvarpi. Aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar ættu því að fá möguleikann á að horfa á þá alla leikina sem eftir væru af mótinu. Aðeins hluti leikvallanna myndu samt hýsa leiki og það gætu farið meiri en einn leikur fram á sama velli á einum degi. Liðin myndu síðan spila á þriggja daga fresti til að ná því að klára leikina. Með því að nota aðeins fáa leikvanga þá væri hægt að minnka fjölda læknaliðs og lögreglu sem þyrfti að sinna leikjunum á þessum erfiðu tímum. Með því að spila á hlutlausum völlum þá væru líka minni líkur á því að stuðningsmenn safnist saman fyrir utan leikvanganna. Sextán félög eiga eftir níu leiki en Manchester City, Arsenal, Aston Villa og Sheffield United eiga öll eftir að spila tíu leiki.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland England Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira