„Það er einhver stórkostlegur misskilningur hjá stjórnarandstöðunni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. apríl 2020 12:07 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Vísir/Egill Samgönguráðherra sakar stjórnarandstöðuna um fjarstæðukenndar yfirlýsingar og stórkostlegan misskilning vegna máls sem átti að vera á dagskrá þingfundar í vikunni er varðar samvinnuverkefni í vegaframkvæmdum. Þótt frumvarpið sé ekki lagt fram sem sérstakt viðbragð við kórónuveirufaraldrinum lítur ráðherra á það sem hluta af viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf. Á dagskrá þingfundar á miðvikudaginn voru sjö mál frá ríkisstjórninni sem ekki tengjast beinlínis viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum. Stjórnarandstaðan lýsti verulegri óánægju með þetta sem endaði með því að forseti Alþingis tók öll mál af dagskrá, líka óundirbúinn fyrirspurnatíma og umræðu um störf þingsins, og sleit þingfundi. Sjá einnig: „Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Eitt þeirra stjórnarmála sem var á dagskrá er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sem varðar samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Með því er gert ráð fyrir að Vegagerðinni verði heimilt að semja við einkaaðila um sex tiltekin verkefni í vegagerð og kveðið er á um heimild til að heimta veggjöld. Það var einkum þetta frumvarp sem stjórnarandstaðan var óhress með að sett væri á dagskrá enda sé málið umdeilt í öllum flokkum. Sigurður Ingi segist hissa á framgöngu stjórnarandstöðunnar. „Það er einhver stórkostlegur misskilningur hjá stjórnarandstöðunni. Þetta mál er framhald af Hvalfjarðagangamódelinu. Margir hafa litið á það, og þar á meðal ríkisstjórnin, að þetta er hluti af viðspyrnunni eftir Covid og þess vegna alveg fjarstæðukenndar yfirlýsingar sem að stjórnarandstaðan var með í kringum þetta mál,“ segir Sigurður Ingi. Þess ber þó að geta að óánægja stjórnarandstöðunnar snýr ekki aðeins að þessu máli sem slíku heldur einnig því hvernig forseti Alþingis hefur haldið á málum við skipulag dagskrár þingfunda. Með því að setja önnur mál á dagskrá en sérstök Covid-19 mál hafi hann svikið samkomulag um að aðeins slík mál ættu að vera í forgangi. Það hafi bætt gráu ofan á svart að eitt þeirra mála hafi verið veggjaldafrumvarp samgönguráðherra. „Ég eiginlega botna ekkert í hugsunarhætti þeirra gagnvart því. Þarna er verið að fara í viðspyrnu til þess að fara í frekari verkefni. Ávinningurinn af því er augljós, ekki sýst fyrir þann sem notar framkvæmdina alveg eins og Hvalfjarðarmódelið var,“ segir Sigurður Ingi. Alþingi Samgöngur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Steingrím vera að „gera eitthvað af sér“ þegar hann segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þegar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ sé hann að gera eitthvað af sér. Hann telji betra að sleppa þingfundi alveg en að hrúga einhverjum stjórnarmálum inn í nefndir.“ 16. apríl 2020 20:00 „Ég get ekki borið ábyrgð á hegðun þingmanna“ Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti segist ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna og því hafi hann ekki séð annan kost í stöðunni en að slíta þingfundi í morgun. 16. apríl 2020 21:20 Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12 Tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut meðal verkefna sem boðuð eru í frumvarpi Sigurðar Inga Áætlað er sex svokölluð samvinnuverkefni í vegagerð geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. 18. mars 2020 16:24 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Samgönguráðherra sakar stjórnarandstöðuna um fjarstæðukenndar yfirlýsingar og stórkostlegan misskilning vegna máls sem átti að vera á dagskrá þingfundar í vikunni er varðar samvinnuverkefni í vegaframkvæmdum. Þótt frumvarpið sé ekki lagt fram sem sérstakt viðbragð við kórónuveirufaraldrinum lítur ráðherra á það sem hluta af viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf. Á dagskrá þingfundar á miðvikudaginn voru sjö mál frá ríkisstjórninni sem ekki tengjast beinlínis viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum. Stjórnarandstaðan lýsti verulegri óánægju með þetta sem endaði með því að forseti Alþingis tók öll mál af dagskrá, líka óundirbúinn fyrirspurnatíma og umræðu um störf þingsins, og sleit þingfundi. Sjá einnig: „Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Eitt þeirra stjórnarmála sem var á dagskrá er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sem varðar samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Með því er gert ráð fyrir að Vegagerðinni verði heimilt að semja við einkaaðila um sex tiltekin verkefni í vegagerð og kveðið er á um heimild til að heimta veggjöld. Það var einkum þetta frumvarp sem stjórnarandstaðan var óhress með að sett væri á dagskrá enda sé málið umdeilt í öllum flokkum. Sigurður Ingi segist hissa á framgöngu stjórnarandstöðunnar. „Það er einhver stórkostlegur misskilningur hjá stjórnarandstöðunni. Þetta mál er framhald af Hvalfjarðagangamódelinu. Margir hafa litið á það, og þar á meðal ríkisstjórnin, að þetta er hluti af viðspyrnunni eftir Covid og þess vegna alveg fjarstæðukenndar yfirlýsingar sem að stjórnarandstaðan var með í kringum þetta mál,“ segir Sigurður Ingi. Þess ber þó að geta að óánægja stjórnarandstöðunnar snýr ekki aðeins að þessu máli sem slíku heldur einnig því hvernig forseti Alþingis hefur haldið á málum við skipulag dagskrár þingfunda. Með því að setja önnur mál á dagskrá en sérstök Covid-19 mál hafi hann svikið samkomulag um að aðeins slík mál ættu að vera í forgangi. Það hafi bætt gráu ofan á svart að eitt þeirra mála hafi verið veggjaldafrumvarp samgönguráðherra. „Ég eiginlega botna ekkert í hugsunarhætti þeirra gagnvart því. Þarna er verið að fara í viðspyrnu til þess að fara í frekari verkefni. Ávinningurinn af því er augljós, ekki sýst fyrir þann sem notar framkvæmdina alveg eins og Hvalfjarðarmódelið var,“ segir Sigurður Ingi.
Alþingi Samgöngur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Steingrím vera að „gera eitthvað af sér“ þegar hann segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þegar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ sé hann að gera eitthvað af sér. Hann telji betra að sleppa þingfundi alveg en að hrúga einhverjum stjórnarmálum inn í nefndir.“ 16. apríl 2020 20:00 „Ég get ekki borið ábyrgð á hegðun þingmanna“ Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti segist ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna og því hafi hann ekki séð annan kost í stöðunni en að slíta þingfundi í morgun. 16. apríl 2020 21:20 Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12 Tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut meðal verkefna sem boðuð eru í frumvarpi Sigurðar Inga Áætlað er sex svokölluð samvinnuverkefni í vegagerð geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. 18. mars 2020 16:24 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Segir Steingrím vera að „gera eitthvað af sér“ þegar hann segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þegar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ sé hann að gera eitthvað af sér. Hann telji betra að sleppa þingfundi alveg en að hrúga einhverjum stjórnarmálum inn í nefndir.“ 16. apríl 2020 20:00
„Ég get ekki borið ábyrgð á hegðun þingmanna“ Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti segist ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna og því hafi hann ekki séð annan kost í stöðunni en að slíta þingfundi í morgun. 16. apríl 2020 21:20
Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12
Tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut meðal verkefna sem boðuð eru í frumvarpi Sigurðar Inga Áætlað er sex svokölluð samvinnuverkefni í vegagerð geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. 18. mars 2020 16:24
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent