Viðskipti innlent

Center-hótel loka fimm af sjö hótelum

Atli Ísleifsson skrifar
Center Hótel rekur sjö hótel á Íslandi.
Center Hótel rekur sjö hótel á Íslandi. Center hótel

Nú herðir að starfsemi hótela og gistihúsa á landinu og hefur eigandi Center-hótela til að mynda gripið til þess ráðs að loka fimm af sjö hótelum keðjunnar.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Kristófer Oliversson, eigandi Center-hótela, segist hafa þurft að færa fólk úr gestamóttöku og setja upp sérstaka bókunardeild til að geta haft undan við að taka á móti afbókunum erlendis frá.

Svipaða sögu virðist vera að segja af öðrum hótelum landsins að því er fram kemur í blaðinu.

KEA hótel hafa þegar lokað hóteli sínu í Austurstræti og er til skoðunar er að sameina rekstur fleiri hótela í borginni, svo dæmi sé tekið.


Tengdar fréttir

Óvíst með erlenda veiðimenn í sumar

Það umhverfi sem blasir við í heiminum af völdum Covid-19 er fordæmalaust og eins og hefur verið rætt gæti þetta verið að setja strik í reikningin hjá mörgum fyrirtækjum sem þjónusta erlenda ferðamenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×