Atvinnuleysi í janúar jafnmikið og rétt eftir hrun Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2020 10:30 Nú er nokkuð ljóst að það verða hinar ýmsu greinar ferðaþjónustu sem verða einna verst úti, að því er segir í Hagsjá Landsbankans. Vísir/vilhelm Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna með víðtækum afleiðingum fyrir fyrirtæki og launafólk, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Atvinnuleysi í desember 2008 var 4,8%, eða jafnmikið og það var nú í janúar 2020. Atvinnuleysi hefur aukist mikið á landinu síðustu mánuði. Skráð atvinnuleysi var 5,0% að meðaltali á landinu öllu í febrúar og 9,1% á Suðurnesjum. Í Hagsjá síðustu viku kemur jafnframt fram að skráð atvinnuleysi hafi verið að meðaltali 3,6% á síðasta ári. „Staðan í október sl. sýnir að hæsta hlutfall atvinnulausra var að finna hjá ferðaskrifstofum og í flutningum með flugi. Bygging húsnæðis og veitingasala komu skammt þar á eftir. Á árinu 2018 hafði fjöldi launþega í einkennandi greinum ferðaþjónustu ríflega tvöfaldast frá árinu 2008.“ Sjá einnig: Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Í nýrri Hagsjá er ástandið í efnahagslífinu vegna kórónuveirunnar nú borið saman við ástandið í hruninu 2008. Þar kemur fram að í upphafi ársins 2008 hafi skráð atvinnuleysi verið í sögulegu lágmarki, 1%, og var einungis 1,3% í september. „Þá fóru hörmungarnar að dynja yfir og atvinnuleysið var 3,3% í nóvember og 4,8% í desember.“ Í nóvember 2008 voru samþykkt lög frá Alþingi um breytingar á atvinnuleysisbótakerfinu vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði. Einnig hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða í ástandinu nú og frekari aðgerðir stjórnvalda eru í burðarliðnum. Árið 2008 gengu breytingarnar út á að reyna að viðhalda ráðningarsambandi sem flestra launþega í stað þess að til mikilla uppsagna kæmi Þannig voru opnaðir möguleikar fyrir launafólk að fara í lægra starfshlutfall og geta þá fengið bætur á móti launum án þess að tekjurnar hefðu áhrif til lækkunar bótafjárhæðar, líkt og nú er verið að gera. „Margir nýttu sér þessi lagaákvæði á árinu 2009 og voru á milli 1.300 og 2.200 einstaklingar í hlutastörfum og á milli 600 og 1.300 sjálfstætt starfandi í hverjum mánuði sem þáðu bætur vegna samdráttar í rekstri. Meðalfjöldi einstaklinga sem fékk hlutabætur á móti skerðingu var um 1.700 og meðalfjöldi sjálfstætt starfandi var um 950. Samanlagt voru það því að meðaltali 2.650 einstaklingar sem nutu þessa úrræðis. Nú í lok janúar voru tæplega 9.800 manns á atvinnuleysisskrá þannig að ljóst er að aðgerðir af þessu tagi geta skipt verulegu máli. Nú þegar er komið fram frumvarp um álíka aðgerðir,“ segir í Hagsjá Landsbankans. „Atvinnuleysið sem hófst á árinu 2008 bitnaði mest á fólki úr fjármálageiranum og í byggingarstarfsemi. Fækkun starfa í þeim greinum var veruleg á næstu misserum þar á eftir. Nú er nokkuð ljóst að það verða hinar ýmsu greinar ferðaþjónustu sem verða einna verst úti.“ Hagsjáin í heild: Nú reynir á vinnumarkaðsyfirvöld og kerfi líkt og árið 2008 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39 Útlit fyrir 100 milljarða halla: „Þurfum að stíga stór skref núna“ Ríkissjóður gæti verið rekinn með hundrað milljarða króna halla á þessu ári en mikilvægt er að fólk haldi störfum sínum og miða aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins sem nú geisar að því að miklu leyti. 17. mars 2020 10:35 Kórónuveiruvaktin: Annar dagur samkomubanns Fylgstu með öllu því helsta sem gerist hér á landi og erlendis vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 17. mars 2020 08:19 Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna með víðtækum afleiðingum fyrir fyrirtæki og launafólk, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Atvinnuleysi í desember 2008 var 4,8%, eða jafnmikið og það var nú í janúar 2020. Atvinnuleysi hefur aukist mikið á landinu síðustu mánuði. Skráð atvinnuleysi var 5,0% að meðaltali á landinu öllu í febrúar og 9,1% á Suðurnesjum. Í Hagsjá síðustu viku kemur jafnframt fram að skráð atvinnuleysi hafi verið að meðaltali 3,6% á síðasta ári. „Staðan í október sl. sýnir að hæsta hlutfall atvinnulausra var að finna hjá ferðaskrifstofum og í flutningum með flugi. Bygging húsnæðis og veitingasala komu skammt þar á eftir. Á árinu 2018 hafði fjöldi launþega í einkennandi greinum ferðaþjónustu ríflega tvöfaldast frá árinu 2008.“ Sjá einnig: Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Í nýrri Hagsjá er ástandið í efnahagslífinu vegna kórónuveirunnar nú borið saman við ástandið í hruninu 2008. Þar kemur fram að í upphafi ársins 2008 hafi skráð atvinnuleysi verið í sögulegu lágmarki, 1%, og var einungis 1,3% í september. „Þá fóru hörmungarnar að dynja yfir og atvinnuleysið var 3,3% í nóvember og 4,8% í desember.“ Í nóvember 2008 voru samþykkt lög frá Alþingi um breytingar á atvinnuleysisbótakerfinu vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði. Einnig hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða í ástandinu nú og frekari aðgerðir stjórnvalda eru í burðarliðnum. Árið 2008 gengu breytingarnar út á að reyna að viðhalda ráðningarsambandi sem flestra launþega í stað þess að til mikilla uppsagna kæmi Þannig voru opnaðir möguleikar fyrir launafólk að fara í lægra starfshlutfall og geta þá fengið bætur á móti launum án þess að tekjurnar hefðu áhrif til lækkunar bótafjárhæðar, líkt og nú er verið að gera. „Margir nýttu sér þessi lagaákvæði á árinu 2009 og voru á milli 1.300 og 2.200 einstaklingar í hlutastörfum og á milli 600 og 1.300 sjálfstætt starfandi í hverjum mánuði sem þáðu bætur vegna samdráttar í rekstri. Meðalfjöldi einstaklinga sem fékk hlutabætur á móti skerðingu var um 1.700 og meðalfjöldi sjálfstætt starfandi var um 950. Samanlagt voru það því að meðaltali 2.650 einstaklingar sem nutu þessa úrræðis. Nú í lok janúar voru tæplega 9.800 manns á atvinnuleysisskrá þannig að ljóst er að aðgerðir af þessu tagi geta skipt verulegu máli. Nú þegar er komið fram frumvarp um álíka aðgerðir,“ segir í Hagsjá Landsbankans. „Atvinnuleysið sem hófst á árinu 2008 bitnaði mest á fólki úr fjármálageiranum og í byggingarstarfsemi. Fækkun starfa í þeim greinum var veruleg á næstu misserum þar á eftir. Nú er nokkuð ljóst að það verða hinar ýmsu greinar ferðaþjónustu sem verða einna verst úti.“ Hagsjáin í heild: Nú reynir á vinnumarkaðsyfirvöld og kerfi líkt og árið 2008
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39 Útlit fyrir 100 milljarða halla: „Þurfum að stíga stór skref núna“ Ríkissjóður gæti verið rekinn með hundrað milljarða króna halla á þessu ári en mikilvægt er að fólk haldi störfum sínum og miða aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins sem nú geisar að því að miklu leyti. 17. mars 2020 10:35 Kórónuveiruvaktin: Annar dagur samkomubanns Fylgstu með öllu því helsta sem gerist hér á landi og erlendis vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 17. mars 2020 08:19 Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39
Útlit fyrir 100 milljarða halla: „Þurfum að stíga stór skref núna“ Ríkissjóður gæti verið rekinn með hundrað milljarða króna halla á þessu ári en mikilvægt er að fólk haldi störfum sínum og miða aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins sem nú geisar að því að miklu leyti. 17. mars 2020 10:35
Kórónuveiruvaktin: Annar dagur samkomubanns Fylgstu með öllu því helsta sem gerist hér á landi og erlendis vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 17. mars 2020 08:19