HSÍ teiknað upp ýmsar sviðsmyndir Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2020 07:00 Ágúst Þór Jóhannsson og Róbert Geir Gíslason voru í Seinni bylgjunni í gærkvöld. skjáskot/stöð 2 sport Öll keppni í handbolta á Íslandi er komin í ótímabundið hlé vegna kórónuveirunnar. Framkvæmdastjóri HSÍ segir nokkrar leiðir hafa verið ræddar varðandi lok Íslandsmótsins, fari svo að hægt verði að spila meira fyrir sumar. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, var á meðal gesta í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem hann fór yfir stöðuna. Innslagið má sjá hér að neðan. Róbert sagði handboltahreyfinguna ekki hafa kvartað þegar niðurstaðan um algjört handboltahlé lá fyrir síðasta föstudag: „Hreyfingin tók þessu mjög vel. Það var frekar það að hún væri farin að hvetja okkur til þess að „cancelera“. Við vorum farin að sjá leikmenn í liðum sem voru sýktir og komnir í sóttkví, og það var ekkert annað að gera á þeim tímapunkti en að slaufa þessu um óákveðinn tíma og taka vonandi upp þráðinn fljótlega,“ sagði Róbert. „Þegar við frestuðum á föstudaginn vorum við með á teikniborðinu að flýta Olísdeildum karla og kvenna. Við ætluðum að klára þær í þessari viku ef að tækifæri hefði gefist, og þétta deildirnar til að reyna að klára deildakeppnirnar. Það væri vissulega betri staða í dag að vera búin með deildakeppnirnar og eiga bara úrslitakeppnirnar eftir. En það tókst ekki og núna erum við búin að teikna upp sviðsmyndir fyrir það hvernig við getum spilað úrslitakeppnir ef til þess kemur. En það fer í rauninni allt eftir tímarammanum. Hvaða tímaramma við höfum þegar samkomubanninu verður aflétt. Hvort það verða fimm vikur, fjórar vikur... liðin þurfa líka að fá að æfa áður. Við getum því engu svarað um þetta á þessum tímapunkti,“ sagði Róbert. Róbert segir að eins og staðan sé núna þurfi keppni karla að vera lokið 31. maí og keppni kvenna 24. maí, vegna landsliðsverkefna sumarsins. Tíminn er því naumur en ef að hægt verður að spila úrslitakeppnir Íslandsmótanna með einhverjum hætti í vor þá verður það reynt: „Við ætlum að halda því algjörlega opnu. Við erum búnir að teikna upp einhverjar fjórar mismunandi leiðir. Það er hægt að fara í Evrópukeppnisfyrirkomulagið, þar sem liðin spila einn leik heima og einn að heiman. Það er hægt að stytta úrslitakeppnina með því að nóg sé að vinna tvo leiki en ekki þrjá, eða jafnvel að nóg sé að vinna einn leik í 8-liða úrslitum. Það eru alls konar leiðir færar. Villtasta hugmyndin sem við höfum velt upp er að fara í einhvers konar final 4 helgi. Við erum því með alls konar sviðsmyndir uppi en það er ótímabært núna að ræða einhverja ákveðna hugmynd því við vitum ekki hvaða tíma við höfum,“ sagði Róbert. Hann sagðist einfaldlega ekki geta svarað því hvað gert yrði ef ekki yrði meira spilað fyrir sumar. Klippa: Róbert hjá HSÍ í Seinni bylgjunni Seinni bylgjan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Jóhann lék sér með stólinn hjá Ágústi og strákarnir misstu andlitið Seinni bylgjan var á dagskrá Stöðvar 2 Sports á fimmtudagskvöldið þar sem Henry Birgir Gunnarsson og spekingar hans gerðu upp síðustu umferð Olís-deildarinnar. 14. mars 2020 23:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Sjá meira
Öll keppni í handbolta á Íslandi er komin í ótímabundið hlé vegna kórónuveirunnar. Framkvæmdastjóri HSÍ segir nokkrar leiðir hafa verið ræddar varðandi lok Íslandsmótsins, fari svo að hægt verði að spila meira fyrir sumar. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, var á meðal gesta í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem hann fór yfir stöðuna. Innslagið má sjá hér að neðan. Róbert sagði handboltahreyfinguna ekki hafa kvartað þegar niðurstaðan um algjört handboltahlé lá fyrir síðasta föstudag: „Hreyfingin tók þessu mjög vel. Það var frekar það að hún væri farin að hvetja okkur til þess að „cancelera“. Við vorum farin að sjá leikmenn í liðum sem voru sýktir og komnir í sóttkví, og það var ekkert annað að gera á þeim tímapunkti en að slaufa þessu um óákveðinn tíma og taka vonandi upp þráðinn fljótlega,“ sagði Róbert. „Þegar við frestuðum á föstudaginn vorum við með á teikniborðinu að flýta Olísdeildum karla og kvenna. Við ætluðum að klára þær í þessari viku ef að tækifæri hefði gefist, og þétta deildirnar til að reyna að klára deildakeppnirnar. Það væri vissulega betri staða í dag að vera búin með deildakeppnirnar og eiga bara úrslitakeppnirnar eftir. En það tókst ekki og núna erum við búin að teikna upp sviðsmyndir fyrir það hvernig við getum spilað úrslitakeppnir ef til þess kemur. En það fer í rauninni allt eftir tímarammanum. Hvaða tímaramma við höfum þegar samkomubanninu verður aflétt. Hvort það verða fimm vikur, fjórar vikur... liðin þurfa líka að fá að æfa áður. Við getum því engu svarað um þetta á þessum tímapunkti,“ sagði Róbert. Róbert segir að eins og staðan sé núna þurfi keppni karla að vera lokið 31. maí og keppni kvenna 24. maí, vegna landsliðsverkefna sumarsins. Tíminn er því naumur en ef að hægt verður að spila úrslitakeppnir Íslandsmótanna með einhverjum hætti í vor þá verður það reynt: „Við ætlum að halda því algjörlega opnu. Við erum búnir að teikna upp einhverjar fjórar mismunandi leiðir. Það er hægt að fara í Evrópukeppnisfyrirkomulagið, þar sem liðin spila einn leik heima og einn að heiman. Það er hægt að stytta úrslitakeppnina með því að nóg sé að vinna tvo leiki en ekki þrjá, eða jafnvel að nóg sé að vinna einn leik í 8-liða úrslitum. Það eru alls konar leiðir færar. Villtasta hugmyndin sem við höfum velt upp er að fara í einhvers konar final 4 helgi. Við erum því með alls konar sviðsmyndir uppi en það er ótímabært núna að ræða einhverja ákveðna hugmynd því við vitum ekki hvaða tíma við höfum,“ sagði Róbert. Hann sagðist einfaldlega ekki geta svarað því hvað gert yrði ef ekki yrði meira spilað fyrir sumar. Klippa: Róbert hjá HSÍ í Seinni bylgjunni
Seinni bylgjan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Jóhann lék sér með stólinn hjá Ágústi og strákarnir misstu andlitið Seinni bylgjan var á dagskrá Stöðvar 2 Sports á fimmtudagskvöldið þar sem Henry Birgir Gunnarsson og spekingar hans gerðu upp síðustu umferð Olís-deildarinnar. 14. mars 2020 23:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Sjá meira
Seinni bylgjan: Jóhann lék sér með stólinn hjá Ágústi og strákarnir misstu andlitið Seinni bylgjan var á dagskrá Stöðvar 2 Sports á fimmtudagskvöldið þar sem Henry Birgir Gunnarsson og spekingar hans gerðu upp síðustu umferð Olís-deildarinnar. 14. mars 2020 23:00