Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. mars 2020 20:28 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. „Við erum búin að ræða að við ýmsar starfsstéttir hérna í félaginu að við verðum í sameiningu að koma félaginu í gegn um þessar erfiðu aðstæður,“ sagði Bogi í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú í kvöld. „Það ætlum við að gera með því að við verðum að lækka launakostnað á meðan við erum ekki að fljúga þá er það langstærsti kostnaðarliðurinn okkar.“ Þá segir hann að komi til ferðabanns muni það hafa veruleg áhrif á félagið en það sé í takt við þá þróun sem hafi verið undanfarna daga þar sem ferðabanni hefur verið komið á í mörgum löndum. Það hafi þegar haft mikil áhrif á félagið og áætlanir þess. „Við höfum verið að vinna þetta þannig undanfarna daga að taka upplýsingarnar og breyta okkar plönum miðað við það og við erum að taka þessar upplýsingar inn núna og skoða hvaða áhrif þetta hefur á okkur. Það er að sjálfsögðu þannig að okkar leiðakerfi mun minnka og minnka þegar líður á þessa viku og við þurfum að bregðast við því í okkar rekstri og lækka okkar rekstrarkostnað því að tengiflug kemur ekki inn [til landsins] á meðan þetta ástand varir.“ Hann segir að félagið hafi verið að endurmeta leiðakerfi sitt dag frá degi og breyta flugáætlunum og fella þau niður eftir því sem lönd hafa verið að takmarka flug. „Núna í dag erum við að reka svona 60 prósent af leiðakerfinu eins og það var áætlað og það hefur verið að minnka dag frá degi og mun væntanlega halda áfram næstu daga.“ Beiðnin um ferðabann barst í dag frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, og sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að málið verði tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun. Ekki liggur þó fyrir hvenær niðurstaða verður kynnt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt til að ferðabann verði sett á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. mars 2020 18:00 Trump sagður reyna að hindra aðgang annarra þjóða að bóluefni Bandaríkjastjórn er sögð hafa boðið þýsku heilbrigðisfyrirtæki háar fjárhæðir fyrir einkarétt á bóluefni gegn kórónuveirunni sem fyrirtækið sé með í þróun. 15. mars 2020 20:50 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. „Við erum búin að ræða að við ýmsar starfsstéttir hérna í félaginu að við verðum í sameiningu að koma félaginu í gegn um þessar erfiðu aðstæður,“ sagði Bogi í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú í kvöld. „Það ætlum við að gera með því að við verðum að lækka launakostnað á meðan við erum ekki að fljúga þá er það langstærsti kostnaðarliðurinn okkar.“ Þá segir hann að komi til ferðabanns muni það hafa veruleg áhrif á félagið en það sé í takt við þá þróun sem hafi verið undanfarna daga þar sem ferðabanni hefur verið komið á í mörgum löndum. Það hafi þegar haft mikil áhrif á félagið og áætlanir þess. „Við höfum verið að vinna þetta þannig undanfarna daga að taka upplýsingarnar og breyta okkar plönum miðað við það og við erum að taka þessar upplýsingar inn núna og skoða hvaða áhrif þetta hefur á okkur. Það er að sjálfsögðu þannig að okkar leiðakerfi mun minnka og minnka þegar líður á þessa viku og við þurfum að bregðast við því í okkar rekstri og lækka okkar rekstrarkostnað því að tengiflug kemur ekki inn [til landsins] á meðan þetta ástand varir.“ Hann segir að félagið hafi verið að endurmeta leiðakerfi sitt dag frá degi og breyta flugáætlunum og fella þau niður eftir því sem lönd hafa verið að takmarka flug. „Núna í dag erum við að reka svona 60 prósent af leiðakerfinu eins og það var áætlað og það hefur verið að minnka dag frá degi og mun væntanlega halda áfram næstu daga.“ Beiðnin um ferðabann barst í dag frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, og sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að málið verði tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun. Ekki liggur þó fyrir hvenær niðurstaða verður kynnt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt til að ferðabann verði sett á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. mars 2020 18:00 Trump sagður reyna að hindra aðgang annarra þjóða að bóluefni Bandaríkjastjórn er sögð hafa boðið þýsku heilbrigðisfyrirtæki háar fjárhæðir fyrir einkarétt á bóluefni gegn kórónuveirunni sem fyrirtækið sé með í þróun. 15. mars 2020 20:50 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
„Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43
Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt til að ferðabann verði sett á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. mars 2020 18:00
Trump sagður reyna að hindra aðgang annarra þjóða að bóluefni Bandaríkjastjórn er sögð hafa boðið þýsku heilbrigðisfyrirtæki háar fjárhæðir fyrir einkarétt á bóluefni gegn kórónuveirunni sem fyrirtækið sé með í þróun. 15. mars 2020 20:50