Sara Björk skrifaði söguna með þrenns konar hætti í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 09:00 Sara Björk Gunnarsdóttir kyssir hér bikarinn í gærkvöldi sem hún hlaut í annað skiptið á þremur árum. BRAGI VALGEIRSSON Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir setti þrjú ný met og jafnaði tvö til viðbótar þegar hún var kjörin Íþróttamaður ársins í gærkvöldi. Það hafa sjaldan verið slegið jafnmörg met í einu í 65 ára sögu kjör Íþróttamanns ársins og í gærkvöldi þegar Sara Björk Gunnarsdóttir hlaut útnefninguna fyrir árið 2020. Sara Björk skrifaði nafn sitt efst á lista á fimm listum með kjöri sínu en hér fyrir neðan má sjá metin sem hún sló í gær. Hver íþróttafréttamaður setur tíu nöfn íþróttafólks á blað. Sá sem settur er í efsta sæti fær 20 stig, 2. sætið gefur 15 stig, 3. sætið 10 stig, 4. sætið 7 stig, 5. sætið 6 stig, 6. sætið 5 stig, 7. sætið 4 stig, 8. sætið 3 stig, 9. sætið 2 stig og 10. sætið á hverjum atkvæðaseðli gefur 1 stig. Sara Björk hlaut fullt hús stiga í kosningunni í ár eða alls 600 stig. Þetta er tólfta sinn í 65 ára sögu kjörsins sem Íþróttamaður ársins er kosinn með fullu húsi stiga en Sara er sá níundi sem afrekar það. Tuttugu meðlimir kusu árið 2009 þegar síðast var um fullt hús að ræða en sem fyrr segir kusu 30 að þessu sinni og hefur íþróttamaður ársins því aldrei fengið fullt hús frá jafnmörgum meðlimum Samtaka íþróttafréttamanna og um er að ræða metfjölda stiga. Þá er þetta einnig stærsti sigur sögunnar, 244 stiga munur. Sara bætti gamla met Ólafs Stefánssonar um sautján stig. Sara Björk var ein af sjö konum sem höfðu hlotið nafnbótina Íþróttamaður ársins en varð í gær sú fyrsta til að hljóta hana tvisvar. Sara komst líka í hóp þeirra knattspyrnumanna sem hafa oftast verið kosnir Íþróttamaður ársins. Metkvöldið hjá Söru Björk Gunnarsdóttur 29. desember 2020: Vinna með fullt hús stiga - metjöfnun (níunda skiptið) Flest stig fengin í kjörinu (600 stig) - Gamla metið: Margrét Lára Viðarsdóttir 496 stig, 2007 Stærsti sigur í sigur í kjörinu (244 stiga forskot) - Gamla metið: Ólafur Stefánsson 227 stig, 2002 Fyrsta konan til að vera kjörin tvisvar Íþróttamaður ársins - Gamla metið: 1 - Sigríður Sigurðardóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir, Vala Flosadóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Sara Björk. Oftast kjörin af knattspyrnufólki - metjöfnun (Fjórði knattspyrnumaðurinn með 2 titla) Íþróttamaður ársins Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk: Þetta er kvennaárið „Tilfinningin er geggjuð,“ voru fyrstu viðbrögð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að hún var kjörinn Íþróttamaður ársins 2020 í kvöld. 29. desember 2020 20:43 Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23 Þessi fengu stig í kjörinu á íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins Samtök íþróttafréttamanna hafa gefið út hvaða íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins. 29. desember 2020 21:14 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Það hafa sjaldan verið slegið jafnmörg met í einu í 65 ára sögu kjör Íþróttamanns ársins og í gærkvöldi þegar Sara Björk Gunnarsdóttir hlaut útnefninguna fyrir árið 2020. Sara Björk skrifaði nafn sitt efst á lista á fimm listum með kjöri sínu en hér fyrir neðan má sjá metin sem hún sló í gær. Hver íþróttafréttamaður setur tíu nöfn íþróttafólks á blað. Sá sem settur er í efsta sæti fær 20 stig, 2. sætið gefur 15 stig, 3. sætið 10 stig, 4. sætið 7 stig, 5. sætið 6 stig, 6. sætið 5 stig, 7. sætið 4 stig, 8. sætið 3 stig, 9. sætið 2 stig og 10. sætið á hverjum atkvæðaseðli gefur 1 stig. Sara Björk hlaut fullt hús stiga í kosningunni í ár eða alls 600 stig. Þetta er tólfta sinn í 65 ára sögu kjörsins sem Íþróttamaður ársins er kosinn með fullu húsi stiga en Sara er sá níundi sem afrekar það. Tuttugu meðlimir kusu árið 2009 þegar síðast var um fullt hús að ræða en sem fyrr segir kusu 30 að þessu sinni og hefur íþróttamaður ársins því aldrei fengið fullt hús frá jafnmörgum meðlimum Samtaka íþróttafréttamanna og um er að ræða metfjölda stiga. Þá er þetta einnig stærsti sigur sögunnar, 244 stiga munur. Sara bætti gamla met Ólafs Stefánssonar um sautján stig. Sara Björk var ein af sjö konum sem höfðu hlotið nafnbótina Íþróttamaður ársins en varð í gær sú fyrsta til að hljóta hana tvisvar. Sara komst líka í hóp þeirra knattspyrnumanna sem hafa oftast verið kosnir Íþróttamaður ársins. Metkvöldið hjá Söru Björk Gunnarsdóttur 29. desember 2020: Vinna með fullt hús stiga - metjöfnun (níunda skiptið) Flest stig fengin í kjörinu (600 stig) - Gamla metið: Margrét Lára Viðarsdóttir 496 stig, 2007 Stærsti sigur í sigur í kjörinu (244 stiga forskot) - Gamla metið: Ólafur Stefánsson 227 stig, 2002 Fyrsta konan til að vera kjörin tvisvar Íþróttamaður ársins - Gamla metið: 1 - Sigríður Sigurðardóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir, Vala Flosadóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Sara Björk. Oftast kjörin af knattspyrnufólki - metjöfnun (Fjórði knattspyrnumaðurinn með 2 titla)
Metkvöldið hjá Söru Björk Gunnarsdóttur 29. desember 2020: Vinna með fullt hús stiga - metjöfnun (níunda skiptið) Flest stig fengin í kjörinu (600 stig) - Gamla metið: Margrét Lára Viðarsdóttir 496 stig, 2007 Stærsti sigur í sigur í kjörinu (244 stiga forskot) - Gamla metið: Ólafur Stefánsson 227 stig, 2002 Fyrsta konan til að vera kjörin tvisvar Íþróttamaður ársins - Gamla metið: 1 - Sigríður Sigurðardóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir, Vala Flosadóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Sara Björk. Oftast kjörin af knattspyrnufólki - metjöfnun (Fjórði knattspyrnumaðurinn með 2 titla)
Íþróttamaður ársins Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk: Þetta er kvennaárið „Tilfinningin er geggjuð,“ voru fyrstu viðbrögð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að hún var kjörinn Íþróttamaður ársins 2020 í kvöld. 29. desember 2020 20:43 Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23 Þessi fengu stig í kjörinu á íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins Samtök íþróttafréttamanna hafa gefið út hvaða íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins. 29. desember 2020 21:14 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Sara Björk: Þetta er kvennaárið „Tilfinningin er geggjuð,“ voru fyrstu viðbrögð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að hún var kjörinn Íþróttamaður ársins 2020 í kvöld. 29. desember 2020 20:43
Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23
Þessi fengu stig í kjörinu á íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins Samtök íþróttafréttamanna hafa gefið út hvaða íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins. 29. desember 2020 21:14