„Titlarnir og árangurinn talar sínu máli“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. desember 2020 11:01 Heimir Guðjónsson er besti þjálfari áratugarins 2010-2020 í efstu deild karla í knattspyrnu. Steven Lennon er svo hluti af framlínu liðsins. Stöð 2 Sport Heimir Guðjónsson og Steven Lennon voru til umfjöllunar í fimmta þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. Báðir eiga það sameiginlegt að hafa lyft Íslandsmeistaratitlinum á undanförnum áratug, annar sem þjálfari FH og Vals en hinn sem leikmaður FH. Lennon er fyrsti erlendi leikmaðurinn sem er valinn í lið áratugarins. Nú er búið að kynna níu leikmenn sem eru í liði áratugarins sem og þjálfara liðsins. Auk Steven Lennon eru þeir Hannes Þór Halldórsson, Pétur Viðarsson, Daníel Laxdal, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Haukur Páll Sigurðsson, Davíð Þór Viðarsson, Óskar Örn Hauksson og Atli Guðnason. Lið áratugarins 2010 til 2020 var valið af Stöð 2 Sport. Í þáttunum, sem eru sex talsins, segja sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson álit sitt á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu auk þess sem talað er við leikmennina sjálfa. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum. Búinn að taka allan þennan tilfinningaskala í gegnum tíðina „Þú ert í þeirri starfsgrein að það er ekkert alltaf árangurinn sem er þess valdandi að þú ert rekinn. Þegar þú kemur inn í nýjan klúbb viltu sanna þig fyrir klúbbnum, þeim sem réðu þig og að sjálfsögðu leikmönnunum,“ sagði Heimir Guðjónsson sem var tíu ár með FH, vann þar sex titla og lenti aldrei neðar en þriðja sæti. Hann fór síðan til Færeyja í tvö tímabil en sneri aftur til Íslands síðasta haust og stýrði Vals til sigurs á Íslandsmótinu í ár. Hvernig fer hann að því að stýra hverju liðinu á fætur öðru til sigurs? „Mér finnst gaman að æfa og það þarf að vera agi, það þarf að vera gott skipulag. Meira veit ég ekki,“ sagði þjálfari áratugarins og glotti. „Það er eins í þessu og öðru, fullt af jákvæðum hlutum og að sjálfsögðu einhverjir neikvæðir hlutir en mikil vinna og í þjálfuninni ertu með allan tilfinningaskalann. Þegar maður horfir til baka er maður búinn að taka allan þennan tilfinningaskala í gegnum tíðina. Hæstu hæðir og fara langt niður. Það stendur upp úr,“ sagði Heimir að lokum. Klippa: Heimir Guðjónsson „Held að Heimir verði að flokkast sem einn allra besti þjálfari sem við höfum haft hér í íslensku deildinni. Titlarnir og árangurinn talar sínu máli,“ sagði Reynir Leósson um þjálfarann heimi. „Ég held að það verði að ranka hann sem einn af þessum farsælustu. Þetta FH tímabil var rosalegt. Voru að því virtist ósnertanlegir. Hann fer út til Færeyja og stígur varla feilspor. Kemur svo heim og sest beint á toppinn. Það eru fáir betri,“ bætti Sigurvin Ólafsson við. „Heimir Guðjónsson er mjög ofarlega í röðinni á bestu þjálfurum í sögu efstu deildar. Sérstaklega eftir að hann gerði þetta allt saman aftur með Val. Það vita allir að Heimir hefur verið góð lið - stundum frábær lið - en það þýðir ekkert að það sé auðvelt að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Við sáum það bara á Valsliðinu áður en Heimir kom, hann endurvakti allt saman,“ sagði Tómas Þór Þórðarson. Held að fólk sé núna farið að meta mig sem leikmann „Það kom mér á óvart þegar ég frétti það. Sérstaklega þar sem eitthvað sem ég gæti hafa sagt hér áður fyrr er umdeilt. Mögulega myndi fólk ekki velja mig út af því. Ég held að undanfarin þrjú eða fjögur ár hafi ég sýnt hvað í mér býr,“ sagði Steven Lennon um valið. „Ég held að fólk sé núna farið að meta mig sem leikmann og tala mig upp. Að vera valinn í lið áratugarins ásamt leikmönnum sem hafa unnið miklu fleiri titla en ég gerir mig mjög hamingjusaman og stoltan.“ Klippa: Steven Lennon „Tek þetta bara ár fyrir ár. Er að renna út á samning núna 2021 svo ég reikna með að setjast niður með FH og ræði við þá hvað mun gerast í náinni framtíð hvað varðar spilamennsku. Ég fer kannski að íhuga þjálfun, koma fætinum inn um hurðina hvað það varðar. Svo eru nokkrir aðrir hlutir sem ég er að spá í. Eins og ég sagði þá er fjölskyldan mín hér, ég á ungun son svo líf mitt ætti að vera á Íslandi,“ sagði Lennon um framtíðina. Ég tala ekki íslensku en ég skil hana ágætlega. Mögulega ætti ég að reyna að tala hana meira á næstu árum þar sem ég reikna með því að vera hér um ókominn tíma,“ sagði Lennon að lokum. Í kvöld verður sýndur næsti þáttur af Liði áratugarins. Þá verða tveir aðrir leikmenn úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þátturinn hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Þetta er maðurinn sem drottnaði yfir deildinni“ Davíð Þór Viðarsson og Haukur Páll Sigurðsson voru til umfjöllunar í fjórða þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að hafa lyft Íslandsbikarnum oft sem fyrirliðar meistaraliða. 29. desember 2020 11:01 „Held það vilji allir spila fyrir KR og ég er engin undantekning“ Óskar Örn Hauksson og Atli Guðnason voru til umfjöllunar í þriðja þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. 28. desember 2020 11:00 Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 27. desember 2020 11:01 Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Báðir eiga það sameiginlegt að hafa lyft Íslandsmeistaratitlinum á undanförnum áratug, annar sem þjálfari FH og Vals en hinn sem leikmaður FH. Lennon er fyrsti erlendi leikmaðurinn sem er valinn í lið áratugarins. Nú er búið að kynna níu leikmenn sem eru í liði áratugarins sem og þjálfara liðsins. Auk Steven Lennon eru þeir Hannes Þór Halldórsson, Pétur Viðarsson, Daníel Laxdal, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Haukur Páll Sigurðsson, Davíð Þór Viðarsson, Óskar Örn Hauksson og Atli Guðnason. Lið áratugarins 2010 til 2020 var valið af Stöð 2 Sport. Í þáttunum, sem eru sex talsins, segja sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson álit sitt á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu auk þess sem talað er við leikmennina sjálfa. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum. Búinn að taka allan þennan tilfinningaskala í gegnum tíðina „Þú ert í þeirri starfsgrein að það er ekkert alltaf árangurinn sem er þess valdandi að þú ert rekinn. Þegar þú kemur inn í nýjan klúbb viltu sanna þig fyrir klúbbnum, þeim sem réðu þig og að sjálfsögðu leikmönnunum,“ sagði Heimir Guðjónsson sem var tíu ár með FH, vann þar sex titla og lenti aldrei neðar en þriðja sæti. Hann fór síðan til Færeyja í tvö tímabil en sneri aftur til Íslands síðasta haust og stýrði Vals til sigurs á Íslandsmótinu í ár. Hvernig fer hann að því að stýra hverju liðinu á fætur öðru til sigurs? „Mér finnst gaman að æfa og það þarf að vera agi, það þarf að vera gott skipulag. Meira veit ég ekki,“ sagði þjálfari áratugarins og glotti. „Það er eins í þessu og öðru, fullt af jákvæðum hlutum og að sjálfsögðu einhverjir neikvæðir hlutir en mikil vinna og í þjálfuninni ertu með allan tilfinningaskalann. Þegar maður horfir til baka er maður búinn að taka allan þennan tilfinningaskala í gegnum tíðina. Hæstu hæðir og fara langt niður. Það stendur upp úr,“ sagði Heimir að lokum. Klippa: Heimir Guðjónsson „Held að Heimir verði að flokkast sem einn allra besti þjálfari sem við höfum haft hér í íslensku deildinni. Titlarnir og árangurinn talar sínu máli,“ sagði Reynir Leósson um þjálfarann heimi. „Ég held að það verði að ranka hann sem einn af þessum farsælustu. Þetta FH tímabil var rosalegt. Voru að því virtist ósnertanlegir. Hann fer út til Færeyja og stígur varla feilspor. Kemur svo heim og sest beint á toppinn. Það eru fáir betri,“ bætti Sigurvin Ólafsson við. „Heimir Guðjónsson er mjög ofarlega í röðinni á bestu þjálfurum í sögu efstu deildar. Sérstaklega eftir að hann gerði þetta allt saman aftur með Val. Það vita allir að Heimir hefur verið góð lið - stundum frábær lið - en það þýðir ekkert að það sé auðvelt að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Við sáum það bara á Valsliðinu áður en Heimir kom, hann endurvakti allt saman,“ sagði Tómas Þór Þórðarson. Held að fólk sé núna farið að meta mig sem leikmann „Það kom mér á óvart þegar ég frétti það. Sérstaklega þar sem eitthvað sem ég gæti hafa sagt hér áður fyrr er umdeilt. Mögulega myndi fólk ekki velja mig út af því. Ég held að undanfarin þrjú eða fjögur ár hafi ég sýnt hvað í mér býr,“ sagði Steven Lennon um valið. „Ég held að fólk sé núna farið að meta mig sem leikmann og tala mig upp. Að vera valinn í lið áratugarins ásamt leikmönnum sem hafa unnið miklu fleiri titla en ég gerir mig mjög hamingjusaman og stoltan.“ Klippa: Steven Lennon „Tek þetta bara ár fyrir ár. Er að renna út á samning núna 2021 svo ég reikna með að setjast niður með FH og ræði við þá hvað mun gerast í náinni framtíð hvað varðar spilamennsku. Ég fer kannski að íhuga þjálfun, koma fætinum inn um hurðina hvað það varðar. Svo eru nokkrir aðrir hlutir sem ég er að spá í. Eins og ég sagði þá er fjölskyldan mín hér, ég á ungun son svo líf mitt ætti að vera á Íslandi,“ sagði Lennon um framtíðina. Ég tala ekki íslensku en ég skil hana ágætlega. Mögulega ætti ég að reyna að tala hana meira á næstu árum þar sem ég reikna með því að vera hér um ókominn tíma,“ sagði Lennon að lokum. Í kvöld verður sýndur næsti þáttur af Liði áratugarins. Þá verða tveir aðrir leikmenn úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þátturinn hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Þetta er maðurinn sem drottnaði yfir deildinni“ Davíð Þór Viðarsson og Haukur Páll Sigurðsson voru til umfjöllunar í fjórða þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að hafa lyft Íslandsbikarnum oft sem fyrirliðar meistaraliða. 29. desember 2020 11:01 „Held það vilji allir spila fyrir KR og ég er engin undantekning“ Óskar Örn Hauksson og Atli Guðnason voru til umfjöllunar í þriðja þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. 28. desember 2020 11:00 Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 27. desember 2020 11:01 Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
„Þetta er maðurinn sem drottnaði yfir deildinni“ Davíð Þór Viðarsson og Haukur Páll Sigurðsson voru til umfjöllunar í fjórða þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að hafa lyft Íslandsbikarnum oft sem fyrirliðar meistaraliða. 29. desember 2020 11:01
„Held það vilji allir spila fyrir KR og ég er engin undantekning“ Óskar Örn Hauksson og Atli Guðnason voru til umfjöllunar í þriðja þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. 28. desember 2020 11:00
Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 27. desember 2020 11:01
Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01