Fótbolti

„MSN þríeykið“ heldur sambandinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi, Suarez og Neymar fagna marki gegn Man. United í æfingaleik í Bandaríkjunum 2017, rétt áður en Neymar yfirgaf félagið.
Messi, Suarez og Neymar fagna marki gegn Man. United í æfingaleik í Bandaríkjunum 2017, rétt áður en Neymar yfirgaf félagið. Ira L. Black/Getty

Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, segist enn vera í WhatsApp hóp með fyrrum samherjum sínum hjá Barcelona; Neymar og Luis Suarez. Þríeykið var kallað „MSN.“

Þeir voru eitt heitasta þríeykið í alheimsfótboltanum á árunum 2014 til 2017. Þeir unnu Meistaradeildina árið 2015 sem og spænsku úrvalsdeildina í tvígang og spænska bikarinn einu sinni.

„Þið ættuð að spyrja Neymar af hverju hann sagði að við værum að fara spila aftur saman. Við erum í WhatsApp hóp saman ásamt Luis Suarez,“ sagði Messi í samtali við LaSexta um ummæli Neymars á dögunum.

„Síðustu skilaboðin til Neymars voru um dráttinn í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ég vildi ekki mæta honum núna,“ bætti Messi við en Barcelona og PSG drógust saman í 16-liða úrslitunum.

Messi, Neymar og Suarez náðu samtals 450 leikjum saman á tíma sínum hjá Barcelona en mörkin urðu 364. Neymar yfirgaf Barcelona fyrir PSG árið 2017 áður en Suarez yfirgaf Barcelona síðasta sumar.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×