Hetjuleg framganga Katrínar Tönju í nýrri heimildarmynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2020 08:31 Úr heimildarmyndinni þar sem Ben Bergeron þjálfari fylgist með Katrínu Tönju Davíðsdóttur í handstöðuæfingunni. Skjámynd/Youtube Heimildarmyndin „The Hold“ er kannski stutt en hún lýsir vel þeim mikla andlega styrk sem íslenska silfurkonan frá síðustu heimsleikum í CrossFit býr yfir. Katrín Tanja Davíðsdóttir sýndi það og sannaði margoft á þessu ótrúlega ári að hún er með bæði sterkan haus og öflugan líkama. Handstöðuæfingin sem breytti öllu á leið Katrínar Tönju Davíðsdóttur á verðlaunapall heimsleikanna í ár er nú orðin efni í stutta heimildarmynd. Íslenska CrossFit konan varð í öðru sæti á heimsleikunum í ár en Katrín Tanja hefði líklega aldrei átt möguleika á verðlaunasæti ef ekki hefði komið til mögnuð frammistaða hennar á seinni deginum í fyrri hlutanum. Hetjuleg Katrínar Tönju í handstöðuæfingunni kallaði á frekari umfjöllun en þar er á ferðinni ein eftirminnilegasta æfing ársins þar sem Katrín Tanja rústaði sjöundu æfingunni í fyrri hluta úrslita heimsleikanna. CompTrain hefur nú sett saman stutta heimildarmynd þar sem Katrín Tanja Davíðsdóttir fer yfir það sem var í gangi þegar hún lagði grunninn að sæti sínu í ofurúrslitum heimsleikanna. Árið 2020 hafði byrjað skelfilega hjá Katrínu með erfiðum bakmeiðslum og gengið framan af árinu var ekki til að hrópa húrra fyrir. Dugnaður Katrínar Tönju kom henni aftur í sitt besta form á hárréttum tíma og naut líka góðs af því að heimsleikunum seinkaði fram í september. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) „Ég vil ekki hanga á velgengninni og það hjálpar mér líka þegar illa gengur, því slæmu stundirnar skilgreina mig ekki heldur. Það mun stundum ganga illa hjá mér og ég mun gera mistök en það er enginn heimsendir. Ég staldra ekki við þegar vel gengur og ég ætla ekki að láta mistökin stoppa mig heldur,“ sagði Katrín Tanja í upphafi heimildarmyndarinnar. Þegar komið var að sjöundu æfingunni í fyrri hluta heimsleikanna þá þurfti Katrín Tanja á öllum stigunum að halda enda í harðri baráttu um sætin fimm sem gáfu þátttökurétt í ofurúrslitunum. „Hver einasta sekúnda skiptir svo miklu máli í öllum þessum æfingum. Ég vildi því ná öllum sekúndunum út úr mér ef ég gæti,“ sagði Katrín Tanja. Þegar hún fór inn í sjöundu æfinguna þá þurfti hún á mörgum stigum að halda til að vinna upp slæma byrjun á fyrri deginum. „Ég hugsaði um það að kannski var einhver annar að halda sér á uppi lengur en ég og sá hinn sami var því kannski að komast á heimsleikana í staðinn fyrir mig. Ég hugsaði bara: Hversu mikið langar mig í þetta? Hversu mikið langar mig að komast í úrslitin?,“ sagði Katrín Tanja. Katrín Tanja sagði líka að Ben Bergeron þjálfari hennar hafi hjálpað sér að róa sig niður eftir að það gekk ekki nógu vel í fyrstu tveimur tilraununum við handstöðuna. „Hann hjálpaði mér að ná hjartslættinum niður með því að gera nokkrar öndunaræfingar. Ég náði að hreinsa hugann og um leið og stóð upp, þrátt fyrir að vera orðin þreytt eftir hinar tvær tilraunirnar þá hugsaði ég: Eins gott að ég láta núna slag standa,“ sagði Katrín Tanja. Það er síðan sýnt frá æfingunni hjá Katrínu Tönju með dramatískri tónlist undir þar sem hún stendur á höndum í 2 mínútur og 54 sekúndur. Þegar frammistaðan annarra keppenda var skoðuð þá kom það í ljós að Katrín hafði verið 40 sekúndum lengur uppi en sú sem endaði í öðru sæti sem var Kari Pearce. Katrín Tanja ætlaði að sýna heiminum það hversu mikið hana langaði að komast í ofurúrslit heimsleikanna og gerði það svo heldur betur. Katrín Tanja sótti sér líka mikinn aukakraft með velgengninni á seinni deginum. „Ég kom út úr þessum fyrri hluta mjög ánægð og með fullt hjarta. Þegar við einbeitum okkur að því sem við ætlum að gera þá verða til galdrarnir,“ sagði Katrín Tanja. Hún hélt uppteknum hætti í ofurúrslitunum og tryggði sér þar silfurverðlaunin. Það má sjá alla heimildarmyndina hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja í „ísköldum“ tökum rétt fyrir jól Katrín Tanja Davíðsdóttir eyddi gærdeginum út í íslensku náttúrunni og lét ekki kuldann á sig fá. 23. desember 2020 08:30 Listinn yfir það sem Katrín Tanja elskaði að gera á svakalegu ári Íslenska CrossFit konan Katrin Tanja Davíðsdóttir átti svakalegt ár þar sem hún byrjaði árið í tómu tjóni með bakið á sér og endaði það í langþráðu fríi á Íslandi. Tíminn inn á milli var ekki síður viðburðaríkur og sögulegur. 21. desember 2020 08:00 Katrín Tanja leitaði uppi innri frið í gær Katrín Tanja Davíðsdóttir er að hlaða batteríin heima á Íslandi og hún leitaði uppi innri frið með góðum árangri í gær. 30. nóvember 2020 08:30 Gaupi hitti afa Katrínar Tönju sem þýddi bók barnabarnsins fyrir þessi jól Afi Katrínar Tönju Davíðsdóttur hefur komið bókinni „Dóttir“ yfir á íslensku fyrir þessi jól en þar fer dótturdóttir hans, Katrín Tanja, yfir CrossFit ferill sinn. 16. nóvember 2020 09:01 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Sjá meira
Handstöðuæfingin sem breytti öllu á leið Katrínar Tönju Davíðsdóttur á verðlaunapall heimsleikanna í ár er nú orðin efni í stutta heimildarmynd. Íslenska CrossFit konan varð í öðru sæti á heimsleikunum í ár en Katrín Tanja hefði líklega aldrei átt möguleika á verðlaunasæti ef ekki hefði komið til mögnuð frammistaða hennar á seinni deginum í fyrri hlutanum. Hetjuleg Katrínar Tönju í handstöðuæfingunni kallaði á frekari umfjöllun en þar er á ferðinni ein eftirminnilegasta æfing ársins þar sem Katrín Tanja rústaði sjöundu æfingunni í fyrri hluta úrslita heimsleikanna. CompTrain hefur nú sett saman stutta heimildarmynd þar sem Katrín Tanja Davíðsdóttir fer yfir það sem var í gangi þegar hún lagði grunninn að sæti sínu í ofurúrslitum heimsleikanna. Árið 2020 hafði byrjað skelfilega hjá Katrínu með erfiðum bakmeiðslum og gengið framan af árinu var ekki til að hrópa húrra fyrir. Dugnaður Katrínar Tönju kom henni aftur í sitt besta form á hárréttum tíma og naut líka góðs af því að heimsleikunum seinkaði fram í september. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) „Ég vil ekki hanga á velgengninni og það hjálpar mér líka þegar illa gengur, því slæmu stundirnar skilgreina mig ekki heldur. Það mun stundum ganga illa hjá mér og ég mun gera mistök en það er enginn heimsendir. Ég staldra ekki við þegar vel gengur og ég ætla ekki að láta mistökin stoppa mig heldur,“ sagði Katrín Tanja í upphafi heimildarmyndarinnar. Þegar komið var að sjöundu æfingunni í fyrri hluta heimsleikanna þá þurfti Katrín Tanja á öllum stigunum að halda enda í harðri baráttu um sætin fimm sem gáfu þátttökurétt í ofurúrslitunum. „Hver einasta sekúnda skiptir svo miklu máli í öllum þessum æfingum. Ég vildi því ná öllum sekúndunum út úr mér ef ég gæti,“ sagði Katrín Tanja. Þegar hún fór inn í sjöundu æfinguna þá þurfti hún á mörgum stigum að halda til að vinna upp slæma byrjun á fyrri deginum. „Ég hugsaði um það að kannski var einhver annar að halda sér á uppi lengur en ég og sá hinn sami var því kannski að komast á heimsleikana í staðinn fyrir mig. Ég hugsaði bara: Hversu mikið langar mig í þetta? Hversu mikið langar mig að komast í úrslitin?,“ sagði Katrín Tanja. Katrín Tanja sagði líka að Ben Bergeron þjálfari hennar hafi hjálpað sér að róa sig niður eftir að það gekk ekki nógu vel í fyrstu tveimur tilraununum við handstöðuna. „Hann hjálpaði mér að ná hjartslættinum niður með því að gera nokkrar öndunaræfingar. Ég náði að hreinsa hugann og um leið og stóð upp, þrátt fyrir að vera orðin þreytt eftir hinar tvær tilraunirnar þá hugsaði ég: Eins gott að ég láta núna slag standa,“ sagði Katrín Tanja. Það er síðan sýnt frá æfingunni hjá Katrínu Tönju með dramatískri tónlist undir þar sem hún stendur á höndum í 2 mínútur og 54 sekúndur. Þegar frammistaðan annarra keppenda var skoðuð þá kom það í ljós að Katrín hafði verið 40 sekúndum lengur uppi en sú sem endaði í öðru sæti sem var Kari Pearce. Katrín Tanja ætlaði að sýna heiminum það hversu mikið hana langaði að komast í ofurúrslit heimsleikanna og gerði það svo heldur betur. Katrín Tanja sótti sér líka mikinn aukakraft með velgengninni á seinni deginum. „Ég kom út úr þessum fyrri hluta mjög ánægð og með fullt hjarta. Þegar við einbeitum okkur að því sem við ætlum að gera þá verða til galdrarnir,“ sagði Katrín Tanja. Hún hélt uppteknum hætti í ofurúrslitunum og tryggði sér þar silfurverðlaunin. Það má sjá alla heimildarmyndina hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja í „ísköldum“ tökum rétt fyrir jól Katrín Tanja Davíðsdóttir eyddi gærdeginum út í íslensku náttúrunni og lét ekki kuldann á sig fá. 23. desember 2020 08:30 Listinn yfir það sem Katrín Tanja elskaði að gera á svakalegu ári Íslenska CrossFit konan Katrin Tanja Davíðsdóttir átti svakalegt ár þar sem hún byrjaði árið í tómu tjóni með bakið á sér og endaði það í langþráðu fríi á Íslandi. Tíminn inn á milli var ekki síður viðburðaríkur og sögulegur. 21. desember 2020 08:00 Katrín Tanja leitaði uppi innri frið í gær Katrín Tanja Davíðsdóttir er að hlaða batteríin heima á Íslandi og hún leitaði uppi innri frið með góðum árangri í gær. 30. nóvember 2020 08:30 Gaupi hitti afa Katrínar Tönju sem þýddi bók barnabarnsins fyrir þessi jól Afi Katrínar Tönju Davíðsdóttur hefur komið bókinni „Dóttir“ yfir á íslensku fyrir þessi jól en þar fer dótturdóttir hans, Katrín Tanja, yfir CrossFit ferill sinn. 16. nóvember 2020 09:01 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Sjá meira
Katrín Tanja í „ísköldum“ tökum rétt fyrir jól Katrín Tanja Davíðsdóttir eyddi gærdeginum út í íslensku náttúrunni og lét ekki kuldann á sig fá. 23. desember 2020 08:30
Listinn yfir það sem Katrín Tanja elskaði að gera á svakalegu ári Íslenska CrossFit konan Katrin Tanja Davíðsdóttir átti svakalegt ár þar sem hún byrjaði árið í tómu tjóni með bakið á sér og endaði það í langþráðu fríi á Íslandi. Tíminn inn á milli var ekki síður viðburðaríkur og sögulegur. 21. desember 2020 08:00
Katrín Tanja leitaði uppi innri frið í gær Katrín Tanja Davíðsdóttir er að hlaða batteríin heima á Íslandi og hún leitaði uppi innri frið með góðum árangri í gær. 30. nóvember 2020 08:30
Gaupi hitti afa Katrínar Tönju sem þýddi bók barnabarnsins fyrir þessi jól Afi Katrínar Tönju Davíðsdóttur hefur komið bókinni „Dóttir“ yfir á íslensku fyrir þessi jól en þar fer dótturdóttir hans, Katrín Tanja, yfir CrossFit ferill sinn. 16. nóvember 2020 09:01