Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Sylvía Hall skrifar 27. desember 2020 09:00 Hertar aðgerðir tóku gildi víða í Bretlandi í gær. Jason Alden/Getty Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. Telja þeir nauðsynlegt að öll svæði landsins verða færð á fjórða stig, sem er hæsta stig viðbúnaðar vegna kórónuveirunnar, vegna nýja afbrigðisins sem hefur verið í mikilli útbreiðslu í landinu. Frá þessu er greint á vef Guardian. Landinu hefur verið skipt upp í svæði og þau flokkuð eftir því hversu hröð útbreiðslan er og hversu mikið álag er á sjúkrahúsum á svæðinu. Fjórða stig er efsta stig, og felur það í sér að öllum ónauðsynlegum verslunum er lokað og fólki gert að halda sig heima nema það hafi ástæðu til þess að ferðast á milli staða vegna vinnu eða skóla. Afbrigðið sem um ræðir hefur verið mikið til umfjöllunar, en það er talið allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þó er ekkert sem bendir til þess að það valdi verri veikindum en önnur afbrigði þó það nái að dreifa sér hraðar. Kennarasambönd í landinu hafa tekið undir hugmyndir vísindamannanna og sagt mikilvægt að skólar verði lokaðir til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu. Vísbendingar séu um að það sé sérstaklega smitandi í börnum. Nýja afbrigðið er í mikilli útbreiðslu í Bretlandi.Getty Ferðast með ferðalöngum frá Bretlandi Undanfarna daga hefur verið greint frá því í fjölmiðlum að afbrigðið hafi greinst á fleiri stöðum og tengjast öll tilfellin fólki sem nýlega hefur komið frá Bretlandi. Í gær var greint frá því að það hefði fundist í Frakklandi, Spáni og Svíþjóð en áður hafði það verið staðfest í Danmörku, Hollandi, Ástralíu og Japan. Þá hefur afbrigðið tvisvar fundist við landamæraskimun hér á landi, síðast þann 20. desember síðastliðinn. Bólusetningar hófust fyrr í mánuðinum í Bretlandi og munu þær hefjast í aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag. Á þriðjudag mun Ísland byrja að bólusetja fyrstu forgangshópa með þeim skömmtum sem væntanlegir á mánudag. Smitum hefur þrátt fyrir það farið ört fjölgandi í Bretlandi og fjölgaði þeim um 25 prósent milli vikna. Hertar aðgerðir tóku gildi víða í gær á þeim svæðum sem eru á fjórða stigi viðbúnaðar og munu þær vera í gildi yfir hátíðirnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Tengdar fréttir Nýja afbrigðið skotið upp kollinum á fleiri stöðum Fjögur tilfelli af nýju afbrigði kórónuveirunnar hafa fundist á Spáni, sama dag og það var tilkynnt að það hefði einnig verið greint í Frakklandi. Afbrigðið, sem er betur þekkt sem breska afbrigðið, er mun meira smitandi en önnur. 26. desember 2020 13:48 Hertar aðgerðir taka gildi í Bretlandi Milljónir Breta búa nú við strangari sóttvarnaaðgerðir eftir að hertar aðgerðir tóku gildi í landinu á miðnætti. Greint var frá 570 dauðsföllum í landinu í gær, en smitum hefur farið fjölgandi undanfarnar vikur. 26. desember 2020 11:31 Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Telja þeir nauðsynlegt að öll svæði landsins verða færð á fjórða stig, sem er hæsta stig viðbúnaðar vegna kórónuveirunnar, vegna nýja afbrigðisins sem hefur verið í mikilli útbreiðslu í landinu. Frá þessu er greint á vef Guardian. Landinu hefur verið skipt upp í svæði og þau flokkuð eftir því hversu hröð útbreiðslan er og hversu mikið álag er á sjúkrahúsum á svæðinu. Fjórða stig er efsta stig, og felur það í sér að öllum ónauðsynlegum verslunum er lokað og fólki gert að halda sig heima nema það hafi ástæðu til þess að ferðast á milli staða vegna vinnu eða skóla. Afbrigðið sem um ræðir hefur verið mikið til umfjöllunar, en það er talið allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þó er ekkert sem bendir til þess að það valdi verri veikindum en önnur afbrigði þó það nái að dreifa sér hraðar. Kennarasambönd í landinu hafa tekið undir hugmyndir vísindamannanna og sagt mikilvægt að skólar verði lokaðir til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu. Vísbendingar séu um að það sé sérstaklega smitandi í börnum. Nýja afbrigðið er í mikilli útbreiðslu í Bretlandi.Getty Ferðast með ferðalöngum frá Bretlandi Undanfarna daga hefur verið greint frá því í fjölmiðlum að afbrigðið hafi greinst á fleiri stöðum og tengjast öll tilfellin fólki sem nýlega hefur komið frá Bretlandi. Í gær var greint frá því að það hefði fundist í Frakklandi, Spáni og Svíþjóð en áður hafði það verið staðfest í Danmörku, Hollandi, Ástralíu og Japan. Þá hefur afbrigðið tvisvar fundist við landamæraskimun hér á landi, síðast þann 20. desember síðastliðinn. Bólusetningar hófust fyrr í mánuðinum í Bretlandi og munu þær hefjast í aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag. Á þriðjudag mun Ísland byrja að bólusetja fyrstu forgangshópa með þeim skömmtum sem væntanlegir á mánudag. Smitum hefur þrátt fyrir það farið ört fjölgandi í Bretlandi og fjölgaði þeim um 25 prósent milli vikna. Hertar aðgerðir tóku gildi víða í gær á þeim svæðum sem eru á fjórða stigi viðbúnaðar og munu þær vera í gildi yfir hátíðirnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Tengdar fréttir Nýja afbrigðið skotið upp kollinum á fleiri stöðum Fjögur tilfelli af nýju afbrigði kórónuveirunnar hafa fundist á Spáni, sama dag og það var tilkynnt að það hefði einnig verið greint í Frakklandi. Afbrigðið, sem er betur þekkt sem breska afbrigðið, er mun meira smitandi en önnur. 26. desember 2020 13:48 Hertar aðgerðir taka gildi í Bretlandi Milljónir Breta búa nú við strangari sóttvarnaaðgerðir eftir að hertar aðgerðir tóku gildi í landinu á miðnætti. Greint var frá 570 dauðsföllum í landinu í gær, en smitum hefur farið fjölgandi undanfarnar vikur. 26. desember 2020 11:31 Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Nýja afbrigðið skotið upp kollinum á fleiri stöðum Fjögur tilfelli af nýju afbrigði kórónuveirunnar hafa fundist á Spáni, sama dag og það var tilkynnt að það hefði einnig verið greint í Frakklandi. Afbrigðið, sem er betur þekkt sem breska afbrigðið, er mun meira smitandi en önnur. 26. desember 2020 13:48
Hertar aðgerðir taka gildi í Bretlandi Milljónir Breta búa nú við strangari sóttvarnaaðgerðir eftir að hertar aðgerðir tóku gildi í landinu á miðnætti. Greint var frá 570 dauðsföllum í landinu í gær, en smitum hefur farið fjölgandi undanfarnar vikur. 26. desember 2020 11:31
Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00