Handbolti

Þórir segir sigur á stór­móti vera „toppinn á kransa­kökunni“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þórir stýrði Noregi til sigurs á EM á dögunum.
Þórir stýrði Noregi til sigurs á EM á dögunum. Andre Weening/Getty Images

Vísir heyrði hljóðið í Þóri Hergeirssyni, þjálfara kvennaliðs Noregs í handbolta en hann gerði liðið að Evrópumeisturum á dögunum.

Þetta var í þriðja sinn á síðustu fjórum Evrópumótum sem Þórir Hergeirsson vinnur með norska landsliðið. Þetta voru einnig sjöundu gullverðlaun Þóris með liðið á stórmóti.

Með því að vinna sitt sjöunda gull sem aðalþjálfari liðsins þá bætti Þórir met Marit Breivik sem vann á sínum tíma sex gull sem þjálfari norska kvennalandsliðsins. Þórir segir að hann fái aldrei leið á því að vinna titla.

„Þetta er náttúrulega frábær tilfinning og þegar maður hefur upplifað það einu sinni þá langar alla til að upplifa þetta aftur. Það er ekki spurning. Þetta er sérstök upplifun og toppurinn á kransakökunni þegar maður nær að komast alla leið og það er góð tilfinning,“ sagði Þórir í viðtali við Vísi í dag.

Nánar verður fjallað um viðtal Vísis við Þóri á morgun en sjá má bút úr viðtalinu í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Þórir segir sigur á stór­móti vera toppinn á kransa­kökunni

Tengdar fréttir

Þórir Evrópu­meistari með Noreg

Noregur er Evrópumeistari í handbolta eftir 22-20 sigur á Frakklandi í úrslitaleiknum í Herning í kvöld. Þetta er sjöunda gull Þóris Hergeirssonar með norska liðið.

Þórir kominn fram úr hinni sigursælu Marit Breivik

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson skilaði í gær sjöundu gullverðlaunum í hús hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta eftir sigur norsku stelpnanna í úrslitaleik á móti Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×