Að mæta til vinnu aftur eftir jólafrí: Úff! Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. desember 2020 07:00 Það getur verið hægara sagt en gert að mæta aftur til vinnu eftir gott jólafrí. Vísir/Getty Það getur verið erfitt að vakna til vinnu eftir gott frí. Ekki síst þessa vikuna þegar vinna þarf mánudag til miðvikudags og þá aftur í frí. Tvær vikur af skertri vinnuviku og góðum fríum getur gert það að verkum að við finnum til ákveðinnar leti að þurfa að mæta aftur til vinnu. Úff! En hér eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað. 1. Huglægur undirbúningur Til að hjálpa okkur er mikilvægt að undirbúa hugann með jákvæðum hugsunum. Í stað þess að stynja yfir tilhugsuninni um að þurfa að mæta til vinnu, dauðþreytt og hálf lúin, stillum við hugann inn á jákvæðar hugsanir fyrir komandi vinnudag og vinnuviku. Þá er mikilvægt að hefja þennan huglæga undirbúning strax um næstu helgi til að undirbúa endurkomu í vinnu eftir áramót. Það er margsannað að jákvætt hugarfar kemur okkur langt. 2. Hvað verður skemmtilegast í dag? Í stað þess að mæta til vinnu, horfa sífellt á klukkuna, geispa og bíða eftir því að vinnudegi ljúki er um að gera að hressa sig við með þeirri ákvörðun að gera daginn skemmtilegan og góðan. Hvað getur þú gert í dag sem er skemmtilegt og hvað liggur fyrir í dag sem þér mun finnast skemmtilegast? Er það eitthvað sérstakt verkefni sem þú ætlar að klára? Skemmtilegir viðskiptavinir? Eða þarftu bara að hressa þig við með því að skella þér í göngutúr í hádeginu? Síðan getur þú líka brotið upp daginn með því að prófa að gera eitthvað aðeins öðruvísi en áður. Færa þig um set í kaffistofunni eða breyta rútínunni þinni þannig að verkefnalistinn verður öðruvísi en venjulega. Að hafa gaman snýst oft um hvernig við leggjum okkur fram við að gera hlutina aðeins skemmtilegri. Þannig að brettu upp ermar og hresstu þig við! 3. Bættu úr vinnuaðstöðunni þinni Hvernig er vinnuaðstaðan þín? Er kominn tími til að breyta henni aðeins? Færa einhverja hluti til eða hreinlega taka til, sortera og henda fyrir áramót? Er birtan góð? Stóllinn rétt stilltur? Við verðum ágætlega upptekin þegar við gefum okkur smá tíma í að huga að því hvernig aðstaðan okkar er. Of sjaldan gefum við okkur tíma í að tryggja að hún sé góð þannig að þennan fyrsta dag eftir jólafrí er upplagt að bæta úr því sem hægt er. Það mætti kannski líka gera hana hlýlegri og persónulegri? Hér er um að gera að nýta aðeins hugmyndarflugið því það gerir okkur ánægð eftir daginn ef við náum að klára eitthvað sem okkur líður vel með. 4. Verkefnalistinn Áður en við förum í nýjan verkefnalista eða undirbúning fyrir næsta ár er ágætt að velta því líka fyrir sér hvort það séu einhver ókláruð verkefni hjá okkur. Er til dæmis einhver tölvupóstur sem þú ætlaðir þér alltaf að svara en hefur ekki gert enn? Eða viðskiptavinur sem þú ætlaðir að senda línu en hefur ekki gert enn? Það er ágætt að vera með fyrsta dag eftir jólafrí ekkert of bókaðan í verkefni önnur en þau að gefa sér tíma í eitthvað sem þú of oft gefur þér ekki tíma í. Fyrsti dagurinn verður þannig óhefðbundinn dagur og þér mun líða vel í dagslok að hafa klárað eitthvað sem setið hefur á hakanum. Ef það eru einhver mál sem þú hefur lengi viljað ræða við yfirmanninn, er líka upplagt að nýta þessa viku í að klára þær umræður. Að minnsta kosti að láta vita að þú óskir eftir samtali. 5. Fyrsti dagurinn í janúar Loks er ágætt að nýta vinnudagana á milli jóla- og nýárs til að setja sér markmið um vinnuvikuna sem hefst í janúar. Þetta gætu verið markmið um verkefni í vinnunni eða aðrar breytingar. Ef þú ætlar til dæmis að fara að borða hollar og hreyfa þig meira má nýta þessa viku til að undirbúa það hvernig nesti væri sniðugt að útbúa eða hvar og hvenær yfir daginn þú ætlar að auka við hreyfingu. Er það göngutúr í hádeginu þegar þú ert í fjarvinnu eða að ganga upp stiga í vinnunni? Og hvaða verkefni væri gaman að demba sér í strax á nýju ári? Hvaða árangur sérðu fyrir þér að ná í starfinu þínu á næsta ári? Góðu ráðin Tengdar fréttir Covidþreytan í vinnunni og góð ráð Fjögur einkenni Covidþreytu sem þú mögulega upplifir að sé að hafa áhrif á þig í vinnunni og nokkur góð ráð. 3. nóvember 2020 07:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
En hér eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað. 1. Huglægur undirbúningur Til að hjálpa okkur er mikilvægt að undirbúa hugann með jákvæðum hugsunum. Í stað þess að stynja yfir tilhugsuninni um að þurfa að mæta til vinnu, dauðþreytt og hálf lúin, stillum við hugann inn á jákvæðar hugsanir fyrir komandi vinnudag og vinnuviku. Þá er mikilvægt að hefja þennan huglæga undirbúning strax um næstu helgi til að undirbúa endurkomu í vinnu eftir áramót. Það er margsannað að jákvætt hugarfar kemur okkur langt. 2. Hvað verður skemmtilegast í dag? Í stað þess að mæta til vinnu, horfa sífellt á klukkuna, geispa og bíða eftir því að vinnudegi ljúki er um að gera að hressa sig við með þeirri ákvörðun að gera daginn skemmtilegan og góðan. Hvað getur þú gert í dag sem er skemmtilegt og hvað liggur fyrir í dag sem þér mun finnast skemmtilegast? Er það eitthvað sérstakt verkefni sem þú ætlar að klára? Skemmtilegir viðskiptavinir? Eða þarftu bara að hressa þig við með því að skella þér í göngutúr í hádeginu? Síðan getur þú líka brotið upp daginn með því að prófa að gera eitthvað aðeins öðruvísi en áður. Færa þig um set í kaffistofunni eða breyta rútínunni þinni þannig að verkefnalistinn verður öðruvísi en venjulega. Að hafa gaman snýst oft um hvernig við leggjum okkur fram við að gera hlutina aðeins skemmtilegri. Þannig að brettu upp ermar og hresstu þig við! 3. Bættu úr vinnuaðstöðunni þinni Hvernig er vinnuaðstaðan þín? Er kominn tími til að breyta henni aðeins? Færa einhverja hluti til eða hreinlega taka til, sortera og henda fyrir áramót? Er birtan góð? Stóllinn rétt stilltur? Við verðum ágætlega upptekin þegar við gefum okkur smá tíma í að huga að því hvernig aðstaðan okkar er. Of sjaldan gefum við okkur tíma í að tryggja að hún sé góð þannig að þennan fyrsta dag eftir jólafrí er upplagt að bæta úr því sem hægt er. Það mætti kannski líka gera hana hlýlegri og persónulegri? Hér er um að gera að nýta aðeins hugmyndarflugið því það gerir okkur ánægð eftir daginn ef við náum að klára eitthvað sem okkur líður vel með. 4. Verkefnalistinn Áður en við förum í nýjan verkefnalista eða undirbúning fyrir næsta ár er ágætt að velta því líka fyrir sér hvort það séu einhver ókláruð verkefni hjá okkur. Er til dæmis einhver tölvupóstur sem þú ætlaðir þér alltaf að svara en hefur ekki gert enn? Eða viðskiptavinur sem þú ætlaðir að senda línu en hefur ekki gert enn? Það er ágætt að vera með fyrsta dag eftir jólafrí ekkert of bókaðan í verkefni önnur en þau að gefa sér tíma í eitthvað sem þú of oft gefur þér ekki tíma í. Fyrsti dagurinn verður þannig óhefðbundinn dagur og þér mun líða vel í dagslok að hafa klárað eitthvað sem setið hefur á hakanum. Ef það eru einhver mál sem þú hefur lengi viljað ræða við yfirmanninn, er líka upplagt að nýta þessa viku í að klára þær umræður. Að minnsta kosti að láta vita að þú óskir eftir samtali. 5. Fyrsti dagurinn í janúar Loks er ágætt að nýta vinnudagana á milli jóla- og nýárs til að setja sér markmið um vinnuvikuna sem hefst í janúar. Þetta gætu verið markmið um verkefni í vinnunni eða aðrar breytingar. Ef þú ætlar til dæmis að fara að borða hollar og hreyfa þig meira má nýta þessa viku til að undirbúa það hvernig nesti væri sniðugt að útbúa eða hvar og hvenær yfir daginn þú ætlar að auka við hreyfingu. Er það göngutúr í hádeginu þegar þú ert í fjarvinnu eða að ganga upp stiga í vinnunni? Og hvaða verkefni væri gaman að demba sér í strax á nýju ári? Hvaða árangur sérðu fyrir þér að ná í starfinu þínu á næsta ári?
Góðu ráðin Tengdar fréttir Covidþreytan í vinnunni og góð ráð Fjögur einkenni Covidþreytu sem þú mögulega upplifir að sé að hafa áhrif á þig í vinnunni og nokkur góð ráð. 3. nóvember 2020 07:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Covidþreytan í vinnunni og góð ráð Fjögur einkenni Covidþreytu sem þú mögulega upplifir að sé að hafa áhrif á þig í vinnunni og nokkur góð ráð. 3. nóvember 2020 07:01