Að mæta til vinnu aftur eftir jólafrí: Úff! Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. desember 2020 07:00 Það getur verið hægara sagt en gert að mæta aftur til vinnu eftir gott jólafrí. Vísir/Getty Það getur verið erfitt að vakna til vinnu eftir gott frí. Ekki síst þessa vikuna þegar vinna þarf mánudag til miðvikudags og þá aftur í frí. Tvær vikur af skertri vinnuviku og góðum fríum getur gert það að verkum að við finnum til ákveðinnar leti að þurfa að mæta aftur til vinnu. Úff! En hér eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað. 1. Huglægur undirbúningur Til að hjálpa okkur er mikilvægt að undirbúa hugann með jákvæðum hugsunum. Í stað þess að stynja yfir tilhugsuninni um að þurfa að mæta til vinnu, dauðþreytt og hálf lúin, stillum við hugann inn á jákvæðar hugsanir fyrir komandi vinnudag og vinnuviku. Þá er mikilvægt að hefja þennan huglæga undirbúning strax um næstu helgi til að undirbúa endurkomu í vinnu eftir áramót. Það er margsannað að jákvætt hugarfar kemur okkur langt. 2. Hvað verður skemmtilegast í dag? Í stað þess að mæta til vinnu, horfa sífellt á klukkuna, geispa og bíða eftir því að vinnudegi ljúki er um að gera að hressa sig við með þeirri ákvörðun að gera daginn skemmtilegan og góðan. Hvað getur þú gert í dag sem er skemmtilegt og hvað liggur fyrir í dag sem þér mun finnast skemmtilegast? Er það eitthvað sérstakt verkefni sem þú ætlar að klára? Skemmtilegir viðskiptavinir? Eða þarftu bara að hressa þig við með því að skella þér í göngutúr í hádeginu? Síðan getur þú líka brotið upp daginn með því að prófa að gera eitthvað aðeins öðruvísi en áður. Færa þig um set í kaffistofunni eða breyta rútínunni þinni þannig að verkefnalistinn verður öðruvísi en venjulega. Að hafa gaman snýst oft um hvernig við leggjum okkur fram við að gera hlutina aðeins skemmtilegri. Þannig að brettu upp ermar og hresstu þig við! 3. Bættu úr vinnuaðstöðunni þinni Hvernig er vinnuaðstaðan þín? Er kominn tími til að breyta henni aðeins? Færa einhverja hluti til eða hreinlega taka til, sortera og henda fyrir áramót? Er birtan góð? Stóllinn rétt stilltur? Við verðum ágætlega upptekin þegar við gefum okkur smá tíma í að huga að því hvernig aðstaðan okkar er. Of sjaldan gefum við okkur tíma í að tryggja að hún sé góð þannig að þennan fyrsta dag eftir jólafrí er upplagt að bæta úr því sem hægt er. Það mætti kannski líka gera hana hlýlegri og persónulegri? Hér er um að gera að nýta aðeins hugmyndarflugið því það gerir okkur ánægð eftir daginn ef við náum að klára eitthvað sem okkur líður vel með. 4. Verkefnalistinn Áður en við förum í nýjan verkefnalista eða undirbúning fyrir næsta ár er ágætt að velta því líka fyrir sér hvort það séu einhver ókláruð verkefni hjá okkur. Er til dæmis einhver tölvupóstur sem þú ætlaðir þér alltaf að svara en hefur ekki gert enn? Eða viðskiptavinur sem þú ætlaðir að senda línu en hefur ekki gert enn? Það er ágætt að vera með fyrsta dag eftir jólafrí ekkert of bókaðan í verkefni önnur en þau að gefa sér tíma í eitthvað sem þú of oft gefur þér ekki tíma í. Fyrsti dagurinn verður þannig óhefðbundinn dagur og þér mun líða vel í dagslok að hafa klárað eitthvað sem setið hefur á hakanum. Ef það eru einhver mál sem þú hefur lengi viljað ræða við yfirmanninn, er líka upplagt að nýta þessa viku í að klára þær umræður. Að minnsta kosti að láta vita að þú óskir eftir samtali. 5. Fyrsti dagurinn í janúar Loks er ágætt að nýta vinnudagana á milli jóla- og nýárs til að setja sér markmið um vinnuvikuna sem hefst í janúar. Þetta gætu verið markmið um verkefni í vinnunni eða aðrar breytingar. Ef þú ætlar til dæmis að fara að borða hollar og hreyfa þig meira má nýta þessa viku til að undirbúa það hvernig nesti væri sniðugt að útbúa eða hvar og hvenær yfir daginn þú ætlar að auka við hreyfingu. Er það göngutúr í hádeginu þegar þú ert í fjarvinnu eða að ganga upp stiga í vinnunni? Og hvaða verkefni væri gaman að demba sér í strax á nýju ári? Hvaða árangur sérðu fyrir þér að ná í starfinu þínu á næsta ári? Góðu ráðin Tengdar fréttir Covidþreytan í vinnunni og góð ráð Fjögur einkenni Covidþreytu sem þú mögulega upplifir að sé að hafa áhrif á þig í vinnunni og nokkur góð ráð. 3. nóvember 2020 07:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
En hér eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað. 1. Huglægur undirbúningur Til að hjálpa okkur er mikilvægt að undirbúa hugann með jákvæðum hugsunum. Í stað þess að stynja yfir tilhugsuninni um að þurfa að mæta til vinnu, dauðþreytt og hálf lúin, stillum við hugann inn á jákvæðar hugsanir fyrir komandi vinnudag og vinnuviku. Þá er mikilvægt að hefja þennan huglæga undirbúning strax um næstu helgi til að undirbúa endurkomu í vinnu eftir áramót. Það er margsannað að jákvætt hugarfar kemur okkur langt. 2. Hvað verður skemmtilegast í dag? Í stað þess að mæta til vinnu, horfa sífellt á klukkuna, geispa og bíða eftir því að vinnudegi ljúki er um að gera að hressa sig við með þeirri ákvörðun að gera daginn skemmtilegan og góðan. Hvað getur þú gert í dag sem er skemmtilegt og hvað liggur fyrir í dag sem þér mun finnast skemmtilegast? Er það eitthvað sérstakt verkefni sem þú ætlar að klára? Skemmtilegir viðskiptavinir? Eða þarftu bara að hressa þig við með því að skella þér í göngutúr í hádeginu? Síðan getur þú líka brotið upp daginn með því að prófa að gera eitthvað aðeins öðruvísi en áður. Færa þig um set í kaffistofunni eða breyta rútínunni þinni þannig að verkefnalistinn verður öðruvísi en venjulega. Að hafa gaman snýst oft um hvernig við leggjum okkur fram við að gera hlutina aðeins skemmtilegri. Þannig að brettu upp ermar og hresstu þig við! 3. Bættu úr vinnuaðstöðunni þinni Hvernig er vinnuaðstaðan þín? Er kominn tími til að breyta henni aðeins? Færa einhverja hluti til eða hreinlega taka til, sortera og henda fyrir áramót? Er birtan góð? Stóllinn rétt stilltur? Við verðum ágætlega upptekin þegar við gefum okkur smá tíma í að huga að því hvernig aðstaðan okkar er. Of sjaldan gefum við okkur tíma í að tryggja að hún sé góð þannig að þennan fyrsta dag eftir jólafrí er upplagt að bæta úr því sem hægt er. Það mætti kannski líka gera hana hlýlegri og persónulegri? Hér er um að gera að nýta aðeins hugmyndarflugið því það gerir okkur ánægð eftir daginn ef við náum að klára eitthvað sem okkur líður vel með. 4. Verkefnalistinn Áður en við förum í nýjan verkefnalista eða undirbúning fyrir næsta ár er ágætt að velta því líka fyrir sér hvort það séu einhver ókláruð verkefni hjá okkur. Er til dæmis einhver tölvupóstur sem þú ætlaðir þér alltaf að svara en hefur ekki gert enn? Eða viðskiptavinur sem þú ætlaðir að senda línu en hefur ekki gert enn? Það er ágætt að vera með fyrsta dag eftir jólafrí ekkert of bókaðan í verkefni önnur en þau að gefa sér tíma í eitthvað sem þú of oft gefur þér ekki tíma í. Fyrsti dagurinn verður þannig óhefðbundinn dagur og þér mun líða vel í dagslok að hafa klárað eitthvað sem setið hefur á hakanum. Ef það eru einhver mál sem þú hefur lengi viljað ræða við yfirmanninn, er líka upplagt að nýta þessa viku í að klára þær umræður. Að minnsta kosti að láta vita að þú óskir eftir samtali. 5. Fyrsti dagurinn í janúar Loks er ágætt að nýta vinnudagana á milli jóla- og nýárs til að setja sér markmið um vinnuvikuna sem hefst í janúar. Þetta gætu verið markmið um verkefni í vinnunni eða aðrar breytingar. Ef þú ætlar til dæmis að fara að borða hollar og hreyfa þig meira má nýta þessa viku til að undirbúa það hvernig nesti væri sniðugt að útbúa eða hvar og hvenær yfir daginn þú ætlar að auka við hreyfingu. Er það göngutúr í hádeginu þegar þú ert í fjarvinnu eða að ganga upp stiga í vinnunni? Og hvaða verkefni væri gaman að demba sér í strax á nýju ári? Hvaða árangur sérðu fyrir þér að ná í starfinu þínu á næsta ári?
Góðu ráðin Tengdar fréttir Covidþreytan í vinnunni og góð ráð Fjögur einkenni Covidþreytu sem þú mögulega upplifir að sé að hafa áhrif á þig í vinnunni og nokkur góð ráð. 3. nóvember 2020 07:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Covidþreytan í vinnunni og góð ráð Fjögur einkenni Covidþreytu sem þú mögulega upplifir að sé að hafa áhrif á þig í vinnunni og nokkur góð ráð. 3. nóvember 2020 07:01