Útgöngubann yfir hátíðirnar á Ítalíu Sylvía Hall skrifar 19. desember 2020 08:43 Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalía. Getty/Augusto Casasoli Öll svæði Ítalíu hafa nú verið skilgreind sem hættusvæði og útgöngubann verður í gildi yfir hátíðirnar. Ítalir mega aðeins ferðast til og frá vinnu og til þess að leita sér heilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Bannið verður í gildi á öllu landinu yfir helstu hátíðardagana; 24. til 27. desember, 31. desember til 3. janúar og 5. til 6. janúar. Dagana á milli verða ekki jafn strangar reglur í gildi en þetta er gert með það að markmiði að minnka smithættu þá daga sem flestir eiga það til að koma saman. Öllum „ónauðsynlegum“ verslunum er gert að loka og því aðeins apótek og matvöruverslanir sem munu taka á móti gestum næstu vikur fyrir innkaup á helstu nauðsynjavörum. Veitingastöðum og öldurhúsum er gert að loka og fólki ráðið frá því að fara í heimsóknir, en aðeins tveir yfir fjórtán ára aldri mega koma í heimsókn á hvert heimili. Hvergi hafa fleiri látið lífið af völdum kórónuveirunnar í Evrópu en á Ítalíu, en landið fór einna verst út úr faraldrinum í vor. Forsætisráðherrann Giuseppe Conte sagði ákvörðunina ekki vera auðvelda. Yfirvöld hafi þó ákveðið að hlusta á sérfræðingana, sem óttuðust að smitum gæti farið að fjölga yfir jólin. Conte ávarpaði blaðamannafund þar sem hann kynnti næstu skref vegna kórónuveirunnar. Þar fagnaði hann því að bólusetningar gætu hafist í lok mánaðar og sagði það marka „endalok martraðarinnar“ sem hefði átt sér stað undanfarna mánuði. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flýta mati á bóluefni Moderna um viku Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun flýta mati á bóluefni frá Moderna . Fundurinn, sem áður átti að halda 12. janúar, fer fram 6. janúar í staðinn. Reynt verður að ljúka mati á bóluefninu á fundinum og þegar það liggur fyrir mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins reyna að gefa út markaðsleyfi á fáeinum dögum. 18. desember 2020 13:17 Bólusetning hefst í aðildarríkjum ESB þann 27. desember Öll aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn Covid-19 þann 27. desember. Þetta segir Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands. 17. desember 2020 11:17 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Bannið verður í gildi á öllu landinu yfir helstu hátíðardagana; 24. til 27. desember, 31. desember til 3. janúar og 5. til 6. janúar. Dagana á milli verða ekki jafn strangar reglur í gildi en þetta er gert með það að markmiði að minnka smithættu þá daga sem flestir eiga það til að koma saman. Öllum „ónauðsynlegum“ verslunum er gert að loka og því aðeins apótek og matvöruverslanir sem munu taka á móti gestum næstu vikur fyrir innkaup á helstu nauðsynjavörum. Veitingastöðum og öldurhúsum er gert að loka og fólki ráðið frá því að fara í heimsóknir, en aðeins tveir yfir fjórtán ára aldri mega koma í heimsókn á hvert heimili. Hvergi hafa fleiri látið lífið af völdum kórónuveirunnar í Evrópu en á Ítalíu, en landið fór einna verst út úr faraldrinum í vor. Forsætisráðherrann Giuseppe Conte sagði ákvörðunina ekki vera auðvelda. Yfirvöld hafi þó ákveðið að hlusta á sérfræðingana, sem óttuðust að smitum gæti farið að fjölga yfir jólin. Conte ávarpaði blaðamannafund þar sem hann kynnti næstu skref vegna kórónuveirunnar. Þar fagnaði hann því að bólusetningar gætu hafist í lok mánaðar og sagði það marka „endalok martraðarinnar“ sem hefði átt sér stað undanfarna mánuði.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flýta mati á bóluefni Moderna um viku Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun flýta mati á bóluefni frá Moderna . Fundurinn, sem áður átti að halda 12. janúar, fer fram 6. janúar í staðinn. Reynt verður að ljúka mati á bóluefninu á fundinum og þegar það liggur fyrir mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins reyna að gefa út markaðsleyfi á fáeinum dögum. 18. desember 2020 13:17 Bólusetning hefst í aðildarríkjum ESB þann 27. desember Öll aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn Covid-19 þann 27. desember. Þetta segir Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands. 17. desember 2020 11:17 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Flýta mati á bóluefni Moderna um viku Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun flýta mati á bóluefni frá Moderna . Fundurinn, sem áður átti að halda 12. janúar, fer fram 6. janúar í staðinn. Reynt verður að ljúka mati á bóluefninu á fundinum og þegar það liggur fyrir mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins reyna að gefa út markaðsleyfi á fáeinum dögum. 18. desember 2020 13:17
Bólusetning hefst í aðildarríkjum ESB þann 27. desember Öll aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn Covid-19 þann 27. desember. Þetta segir Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands. 17. desember 2020 11:17