Holræsin hafa ekki undan og slökkviliðið reynir að bjarga kjöllurum frá vatnsskemmdum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2020 20:08 Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri á Seyðisfirði. Vísir Slökkviliðsmenn á Seyðisfirði hafa undanfarna daga átt fullt í fangi með að dæla vatni upp úr kjöllurum og að dæla vatn úr holræsum sem hafa ekki haft undan. Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri á Seyðisfirði segir að enn sé mikið eftir og að starf slökkviliðsins muni ekki hefjast af alvöru fyrr en íbúar hafa snúið aftur heim til sín. „Það má segja að þetta sé ekkert almennilega byrjað hjá okkur. Fólk á eftir að komast inn í húsin sín og þegar fólk fær að fara heim til sín þá kemur í ljós hvað er að gerast í kjöllurum þannig að við erum ekki almennilega búnir að smakka á þessu enn þá,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. „Við vonum að þetta bjargi einhverju en það er auðvitað alltaf mjög vont þegar hús fyllast af vatni. Það sem er svo vont fyrir okkur í þessu er að það er svo mikil drulla saman við, þá er svo erfitt að dæla þessu með okkar búnaði.“ Í dag hafa þeir staðið í því að dæla vatni af lóðum og upp úr kjöllurum en mikið lá undir. Fjarskiptabúnaður í eigu Mílu er staðsettur í tækjahúsi á svæðinu þar sem hætta var á að vatn flæddi inn og lá mikið á að dæla vatninu annað. „Við höfum verið að dæla vatni sem var komið yfir þessa lóð hérna og umlykur húsið. Í húsinu er viðkvæmur tæknibúnaður sem við þurfum að verja fyrir vatni. Við höfum bara verið að vinna að því í dag að koma þessu vatni hérna frá og svo dæla úr kjöllurum úr húsunum hérna fyrir aftan okkur,“ segir Haraldur. Gríðarlegar rigningar hafa dunið yfir Austurland síðustu daga og er því gríðarlegt magn af vatni á svæðinu. „Við erum að dæla á milli fjögur og fimm þúsund lítrum á mínútu og höfum verið að því í rúma þrjá tíma. Þannig að þetta er töluvert magn af vatni sem er á ferðinni hérna. Þetta er ofboðslega mikið og gríðarlega erfitt að ráða við þetta því það bætir endalaust í. Það er rosalega erfitt að koma þessu frá okkur,“ segir Haraldur. Hefur aldrei áður orðið gegnblautur í slökkviliðsgallanum Slökkviliðið þurfti að dæla upp úr holræsibrunni bæjarins í gær og segir Haraldur að þeir bíði nú eftir því að vera kallaðir aftur út í það verkefnið. Holræsin hafi ekki undan og það fyllist allt. Slökkviliðið er þó þokkalega vel mannað að sögn Haraldar og hefur hingað til haft undan. „Við erum þokkalega vel mannaðir hérna á Seyðisfirði og getum kallað til menn úr öðrum slökkviliðum líka. Þannig að við höfum dálítið úthald, já.“ „Þetta er krefjandi og við verðum að passa okkur á því að skipta um menn og við erum með auka galla til þess að fara í þegar við erum orðnir gegnblautir,“ segir Haraldur. Hefurðu lent í því áður sem slökkviliðsmaður að gallinn blotni í gegn? „Nei ég hef aldrei lent í því áður. Það er alveg ný upplifun að vera alveg blautur í gegn,“ segir Haraldur. Veður Múlaþing Slökkvilið Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur í dag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Það má segja að þetta sé ekkert almennilega byrjað hjá okkur. Fólk á eftir að komast inn í húsin sín og þegar fólk fær að fara heim til sín þá kemur í ljós hvað er að gerast í kjöllurum þannig að við erum ekki almennilega búnir að smakka á þessu enn þá,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. „Við vonum að þetta bjargi einhverju en það er auðvitað alltaf mjög vont þegar hús fyllast af vatni. Það sem er svo vont fyrir okkur í þessu er að það er svo mikil drulla saman við, þá er svo erfitt að dæla þessu með okkar búnaði.“ Í dag hafa þeir staðið í því að dæla vatni af lóðum og upp úr kjöllurum en mikið lá undir. Fjarskiptabúnaður í eigu Mílu er staðsettur í tækjahúsi á svæðinu þar sem hætta var á að vatn flæddi inn og lá mikið á að dæla vatninu annað. „Við höfum verið að dæla vatni sem var komið yfir þessa lóð hérna og umlykur húsið. Í húsinu er viðkvæmur tæknibúnaður sem við þurfum að verja fyrir vatni. Við höfum bara verið að vinna að því í dag að koma þessu vatni hérna frá og svo dæla úr kjöllurum úr húsunum hérna fyrir aftan okkur,“ segir Haraldur. Gríðarlegar rigningar hafa dunið yfir Austurland síðustu daga og er því gríðarlegt magn af vatni á svæðinu. „Við erum að dæla á milli fjögur og fimm þúsund lítrum á mínútu og höfum verið að því í rúma þrjá tíma. Þannig að þetta er töluvert magn af vatni sem er á ferðinni hérna. Þetta er ofboðslega mikið og gríðarlega erfitt að ráða við þetta því það bætir endalaust í. Það er rosalega erfitt að koma þessu frá okkur,“ segir Haraldur. Hefur aldrei áður orðið gegnblautur í slökkviliðsgallanum Slökkviliðið þurfti að dæla upp úr holræsibrunni bæjarins í gær og segir Haraldur að þeir bíði nú eftir því að vera kallaðir aftur út í það verkefnið. Holræsin hafi ekki undan og það fyllist allt. Slökkviliðið er þó þokkalega vel mannað að sögn Haraldar og hefur hingað til haft undan. „Við erum þokkalega vel mannaðir hérna á Seyðisfirði og getum kallað til menn úr öðrum slökkviliðum líka. Þannig að við höfum dálítið úthald, já.“ „Þetta er krefjandi og við verðum að passa okkur á því að skipta um menn og við erum með auka galla til þess að fara í þegar við erum orðnir gegnblautir,“ segir Haraldur. Hefurðu lent í því áður sem slökkviliðsmaður að gallinn blotni í gegn? „Nei ég hef aldrei lent í því áður. Það er alveg ný upplifun að vera alveg blautur í gegn,“ segir Haraldur.
Veður Múlaþing Slökkvilið Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur í dag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur í dag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06
Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55
Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42