Kjartan Atli segir að Lars sé algjört „alpha male“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2020 14:31 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrimsson á æfingu með íslenska landsliðinu. EPA/CHRISTIAN CHARISIUS Kjartan Atli Kjartansson sagði sögu af samskiptum sínum og Lars Lagerbäck í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag á Vísi en Kjartan rifjaði það upp þegar hann fékk það verkefni að taka ítarlegt viðtal við Lars fyrir Fréttablaðið. Lars Lagerbäck er enn á ný orðaður við íslenska landsliðið eftir að hann var rekinn frá Noregi enda er gamla starfið hans hjá íslenska landsliðinu nú aftur laust. Kjartan Atli gaf hlustendum aðeins innsýn í það hvernig það var að umgangast Svíann. „Þetta er eitt skemmtilegasta viðtal sem ég hef tekið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson sem var þá að vinna á innblaðinu hjá Fréttablaðinu en ekki á íþróttunum. „Ég var að skrifa í helgarblaðið og í öftustu síðurnar, innblaðið eins og það er kallað. Við fengum pláss til að taka viðtal við Lars og þeir vildu mannlífsvinkilinn á honum. Ég fór að hitta hann. Við mæltum okkur mót á Hilton,“ sagði Kjartan Atli. Sat lengi með Lars „Við sátum þar lengi saman og þar rann upp fyrir mér að gæinn sem hann sýnir í fjölmiðlum er, ég segi ekki passífur, en ótrúlega mikill herramaður sem hann er náttúrulega. Hann er þar ekki þessi töffari sem hann er í raun og veru. Þegar þú situr með þessum gæja þá hugsar þú að þetta er algjört ‚alpha male'. Hann er bara svo ótrúlega dannaður og er ekki að ‚flexa' því í fjölmiðlum,“ sagði Kjartan Atli. „Maður fann það að vera í kringum hann að hann sé alvöru töffari. Þetta er gæi sem lét Zlatan Ibrahimovic heyra það og rak hann úr liðinu,“ sagði Kjartan Atli. Reyndi að læra af honum „Við sátum saman í einn og hálfan klukkutíma og ég sem þjálfari var að læra af honum. Ég spurði: Hvernig talar þú við leikmennina? Hvenær hittist þið? Hvað gerið þið? Ég tók mjög ítarlegar spurningar um þetta. Hann er með plan á þessu öllu þegar hann fer í landsliðsverkefni og það er ekki Covid. Hvenær menn hittast og hvenær er fyrsti fundur. Hvað er sagt á þeim fundi og hversu langur er hann. Hvernig nálgastu erfiðara karaktera eða menn sem eru ekki í hóp. Allir þessir litlu punktar skipta ekkert minna máli en taktík í landsliðinu. Þú ert að reyna að búa til einhverja stemmningu á stuttum tíma og þetta eru afmörkuð verkefni. Það er ákveðin kúnst og það eru fáir í heiminum sem kunna það jafnvel og Lars Lagerbäck,“ sagði Kjartan Atli. Þjálfari sem þú vilt ekki bregðast Rikki G. velti því fyrir sér hvort að Lars Lagerbäck notaði sömu hræðslutaktík á leikmenn og Sir Alex Ferguson gerði á sínum tíma. „Ég les hann meira eins og ég horfi á Rúnar Kristinsson. Ég væri mjög spenntur að spila fyrir hann ef ég væri knattspyrnumaður. Hann er svona þjálfari sem þú vilt ekki bregðast. Teitur (Örlygsson) hafði þetta líka þegar ég var að spila. Ég held að Heimir Guðjónsson hafi þetta líka. Þú ert ekkert skammaður en þú finnur alveg: Ég var að valda þessum gæja vonbrigðum,“ sagði Kjartan Atli. Það má heyra allt spjallið um Lars Lagerbäck ofar í fréttinni. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2022 í Katar Sportið í dag Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Sjá meira
Lars Lagerbäck er enn á ný orðaður við íslenska landsliðið eftir að hann var rekinn frá Noregi enda er gamla starfið hans hjá íslenska landsliðinu nú aftur laust. Kjartan Atli gaf hlustendum aðeins innsýn í það hvernig það var að umgangast Svíann. „Þetta er eitt skemmtilegasta viðtal sem ég hef tekið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson sem var þá að vinna á innblaðinu hjá Fréttablaðinu en ekki á íþróttunum. „Ég var að skrifa í helgarblaðið og í öftustu síðurnar, innblaðið eins og það er kallað. Við fengum pláss til að taka viðtal við Lars og þeir vildu mannlífsvinkilinn á honum. Ég fór að hitta hann. Við mæltum okkur mót á Hilton,“ sagði Kjartan Atli. Sat lengi með Lars „Við sátum þar lengi saman og þar rann upp fyrir mér að gæinn sem hann sýnir í fjölmiðlum er, ég segi ekki passífur, en ótrúlega mikill herramaður sem hann er náttúrulega. Hann er þar ekki þessi töffari sem hann er í raun og veru. Þegar þú situr með þessum gæja þá hugsar þú að þetta er algjört ‚alpha male'. Hann er bara svo ótrúlega dannaður og er ekki að ‚flexa' því í fjölmiðlum,“ sagði Kjartan Atli. „Maður fann það að vera í kringum hann að hann sé alvöru töffari. Þetta er gæi sem lét Zlatan Ibrahimovic heyra það og rak hann úr liðinu,“ sagði Kjartan Atli. Reyndi að læra af honum „Við sátum saman í einn og hálfan klukkutíma og ég sem þjálfari var að læra af honum. Ég spurði: Hvernig talar þú við leikmennina? Hvenær hittist þið? Hvað gerið þið? Ég tók mjög ítarlegar spurningar um þetta. Hann er með plan á þessu öllu þegar hann fer í landsliðsverkefni og það er ekki Covid. Hvenær menn hittast og hvenær er fyrsti fundur. Hvað er sagt á þeim fundi og hversu langur er hann. Hvernig nálgastu erfiðara karaktera eða menn sem eru ekki í hóp. Allir þessir litlu punktar skipta ekkert minna máli en taktík í landsliðinu. Þú ert að reyna að búa til einhverja stemmningu á stuttum tíma og þetta eru afmörkuð verkefni. Það er ákveðin kúnst og það eru fáir í heiminum sem kunna það jafnvel og Lars Lagerbäck,“ sagði Kjartan Atli. Þjálfari sem þú vilt ekki bregðast Rikki G. velti því fyrir sér hvort að Lars Lagerbäck notaði sömu hræðslutaktík á leikmenn og Sir Alex Ferguson gerði á sínum tíma. „Ég les hann meira eins og ég horfi á Rúnar Kristinsson. Ég væri mjög spenntur að spila fyrir hann ef ég væri knattspyrnumaður. Hann er svona þjálfari sem þú vilt ekki bregðast. Teitur (Örlygsson) hafði þetta líka þegar ég var að spila. Ég held að Heimir Guðjónsson hafi þetta líka. Þú ert ekkert skammaður en þú finnur alveg: Ég var að valda þessum gæja vonbrigðum,“ sagði Kjartan Atli. Það má heyra allt spjallið um Lars Lagerbäck ofar í fréttinni. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2022 í Katar Sportið í dag Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Sjá meira