Enn líf í Brexit-viðræðum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. desember 2020 13:20 Johnson og starfsfólk Downing-strætis tíu hefur í nógu að snúast þessa dagana. Kötturinn Larry, sem sér um meindýravarnir forsætisráðherraembættisins, kemur þó ekki nærri Brexit-viðræðunum. AP/Alberto Pezzali Bretland og Evrópusambandið ákváðu í gær að halda áfram viðræðum um viðskiptasamning þótt enn beri mikið á milli. Formlegu aðlögunarferli Bretlands eftir útgönguna úr ESB lýkur um áramótin og mun EES-samningurinn þá ekki lengur gilda um Bretland, auk annarra breytinga. Samninganefndir hafa því fundað stíft í von um að ná viðskiptasamningi. Viðræður gærdagsins voru þær fyrstu í langan tíma sem skiluðu nokkrum árangri og var því ákveðið að halda fundum áfram. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók þó skýrt fram að enn beri afar mikið á milli. Einna helst eru það sjávarútvegsmálin og deilur um að hversu miklu leyti Bretar ættu að fylgja Evrópulöggjöf sem valda vandræðum í viðræðunum. Evrópusambandið vill til dæmis fá að halda áfram veiðum að einhverju leyti í breskri lögsögu og Bretar vilja lítið sjá af Evrópulöggjöf. Þá deila samninganefndirnar einnig um samkeppnismál. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í morgun að það væri enn líf í viðræðunum. Bretar þyrftu þó að samþykkja að spila eftir leikreglum Evrópusambandsins ef þeir vildu sleppa við tolla og fá áfram aðgang að innri markaðnum. Bretland Evrópusambandið Brexit Tengdar fréttir Halda áfram viðræðum eftir daginn í dag Viðræður Evrópusambandsins og Breta munu halda áfram eftir daginn í dag, en samningsaðilar höfðu ákveðið að gera upp hug sinn hvort viðræðum skyldi haldið áfram eða slitið í síðasta lagi í dag. 13. desember 2020 12:01 Samningsaðilar svartsýnir fyrir lokadaginn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu hittast síðar í dag og reyna að ná viðskiptasamningi sem tæki gildi eftir að aðlögunarferli Breta lýkur um áramót. Litlu hefur verið áorkað í samningaviðræðum undanfarna daga. 13. desember 2020 08:00 Svartsýni ríkir í Brussel Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. 9. desember 2020 16:39 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Formlegu aðlögunarferli Bretlands eftir útgönguna úr ESB lýkur um áramótin og mun EES-samningurinn þá ekki lengur gilda um Bretland, auk annarra breytinga. Samninganefndir hafa því fundað stíft í von um að ná viðskiptasamningi. Viðræður gærdagsins voru þær fyrstu í langan tíma sem skiluðu nokkrum árangri og var því ákveðið að halda fundum áfram. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók þó skýrt fram að enn beri afar mikið á milli. Einna helst eru það sjávarútvegsmálin og deilur um að hversu miklu leyti Bretar ættu að fylgja Evrópulöggjöf sem valda vandræðum í viðræðunum. Evrópusambandið vill til dæmis fá að halda áfram veiðum að einhverju leyti í breskri lögsögu og Bretar vilja lítið sjá af Evrópulöggjöf. Þá deila samninganefndirnar einnig um samkeppnismál. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í morgun að það væri enn líf í viðræðunum. Bretar þyrftu þó að samþykkja að spila eftir leikreglum Evrópusambandsins ef þeir vildu sleppa við tolla og fá áfram aðgang að innri markaðnum.
Bretland Evrópusambandið Brexit Tengdar fréttir Halda áfram viðræðum eftir daginn í dag Viðræður Evrópusambandsins og Breta munu halda áfram eftir daginn í dag, en samningsaðilar höfðu ákveðið að gera upp hug sinn hvort viðræðum skyldi haldið áfram eða slitið í síðasta lagi í dag. 13. desember 2020 12:01 Samningsaðilar svartsýnir fyrir lokadaginn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu hittast síðar í dag og reyna að ná viðskiptasamningi sem tæki gildi eftir að aðlögunarferli Breta lýkur um áramót. Litlu hefur verið áorkað í samningaviðræðum undanfarna daga. 13. desember 2020 08:00 Svartsýni ríkir í Brussel Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. 9. desember 2020 16:39 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Halda áfram viðræðum eftir daginn í dag Viðræður Evrópusambandsins og Breta munu halda áfram eftir daginn í dag, en samningsaðilar höfðu ákveðið að gera upp hug sinn hvort viðræðum skyldi haldið áfram eða slitið í síðasta lagi í dag. 13. desember 2020 12:01
Samningsaðilar svartsýnir fyrir lokadaginn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu hittast síðar í dag og reyna að ná viðskiptasamningi sem tæki gildi eftir að aðlögunarferli Breta lýkur um áramót. Litlu hefur verið áorkað í samningaviðræðum undanfarna daga. 13. desember 2020 08:00
Svartsýni ríkir í Brussel Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. 9. desember 2020 16:39