Uppgreiðslugjald ÍL-sjóðs og fyrning Sævar Þór Jónsson skrifar 12. desember 2020 14:00 Þann 4. desember síðastliðinn féll dómur í héraðsdómi Reykjavíkur í máli hjóna gegn ÍL-sjóði, áður Íbúðalánasjóði, vegna ólögmæts uppgreiðslugjalds. Komst héraðsdómur Reykjavíkur, sem var fjölskipaður í málinu, að því að svokallað uppgreiðslugjald, sem Íbúðalánasjóður krafði þá sem greiddu upp ákveðin lán sem tekin voru hjá sjóðnum, væri ólöglegt. Uppgreiðslugjaldið má rekja til þess að tvær tegundir lána hafi staðið lántakendum til boða á tímabilinu 2005 til 2013. Annars vegar var um að ræða lán á hærri vöxtum, sem lántakendur gátu borgað hraðar upp, með því að leggja inn á höfuðstól lánsins, án aukakostnaðar. Hins vegar var um að ræða lán á lægri vöxtum með engri heimild til uppgreiðslu. Þannig gæti fólk kosið hagstæðari vexti með því að afsala sér heimild til uppgreiðslu lánsins. Varðandi hinn seinni lán gat ráðherra samt sem áður ákveðið að þeir sem hefðu afsalað sér réttinum til uppgreiðslu gætu greitt hraðar upp lánin gegn þóknun sem ákveðin væri með reglugerð. Skyldi sú þóknun aldrei nema hærri fjárhæð en næmi kostnaði Íbúðalánasjóðs vegna uppgreiðslu viðkomandi láns. Á grundvelli þessarar lagaheimildar setti ráðherra síðan reglugerð. Í þeirri reglugerð var ákvæði sem tók til þeirrar þóknunar sem Íbúðalánasjóður gæti áskilið sér vegna uppgreiðslu síðar nefndu lánanna sem héraðsdómur hefur nú dæmt ólögmæta. Þannig hafi þóknunin numið mun hærri upphæð en næmi kostnaði Íbúðalánasjóðs vegna uppgreiðslu viðkomandi láns og hefði þar af leiðandi ekki næga stoð í lögum. Engu að síður hafa 6.379 slík lán verið greidd upp á tímabilinu 2008-2018, á grundvelli þessarar heimildar, en ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um hversu mörg slík lán voru greidd upp á árunum 2019 og 2020. Ljóst er að dómurinn hefur mest áhrif á þá sem þegar hafa greitt upp lán sín og borgað þessa þóknun en vissulega vekur þetta jafnframt upp spurningar þeirra sem ekki greiddu upp lán sín og þá sem eiga enn inni slík lán sem um er rætt Við áfrýjun dómsins til Landsréttar af hálfu stjórnvalda vakna því eðlilega spurningar hjá þeim sem greitt hafa upp sín lán um réttarstöðu sína. Þar sem dóminum hefur verið áfrýjað sitja nú eftir mikill fjöldi einstaklinga sem þegar hefur greitt upp lán án þess að vita hvort þeir eigi endurkröfu á hendur stjórnvöldum vegna ólögmætu gjaldtökunnar sem staðfest var með héraðsdómi. Þar sem málinu hefur nú verið áfrýjað er alls óljóst hvenær endanleg niðurstaða fæst í málið og að öllum líkindum langt þangað til. Því er eðlilegt að spurja sig, hvað verður um þá sem greiddu uppgreiðslugjaldið á sínum tíma og hvernig geta þeir brugðist við? Lög um fyrningu kröfuréttinda nr. 150/2007 tóku gildi 1. janúar 2008. Samkvæmt 3. gr. laganna fyrnist almenn krafa á fjórum árum. ? Auðséð er að stór hópur af fólki hefur verið hlunnfarinn af stjórnvöldum um gríðarlega háar upphæðir, verði dómurinn staðfestur. Enn væri þó mikill fjöldi manna sem ættu rétt á endurgreiðslu. Þá vaknar sú spurning hvort að regla 10. gr. fyrningarlaganna um viðbótarfrest komi til greina. Ný og endurorðuð regla var sett með ákvæði 10. gr. fyrningarlaga nr. 150/2007. Kemur nú fram að skorti kröfuhafa nauðsynlega vitneskju um kröfuna eða skuldarann hafi hann ár frá því að hann fékk þessa vitneskju til að aðhafast eitthvað varðandi kröfuna sína. Stóra spurningin er hvort að ákvæðið eigi við í tilfelli þeirra sem greitt hafa ólöglega uppgreiðslugjaldið frá árinu 2008. Ef svo er, hvenær má telja að þeir hafi fengið þá vitneskju sem þarf til þess að geta krafist endurgreiðslu? Er það þegar héraðsdómur féll? Er það þegar áfrýjunardómur fellur? Fer málið í gegnum öll þrjú dómstig landsins? Ljóst er að sama hvað, þá er langur vegur þangað til endanleg niðurstaða fellur í málinu og fólk getur verið fullvisst um hvort að réttindi sín séu til staðar. Því má ætla, verði fallist á að ákvæði 10. gr. um viðbótarfrest eigi við, að fyrstu lánin sem uppgreidd voru muni fyrnast á árinu 2022. Vonandi hefur málið verið til lykta leitt fyrir þann tíma, því að öðrum kosti gæti nokkur hluti fólks þurft að láta reyna á reglur um slit fyrningar eftir ákvæðum IV. kafla fyrningarlaganna áður en endanlegur dómur fellur, með tilheyrandi kostnaði. Því verður áhugavert að sjá hvaða stefnu málið mun taka eftir ákvörðun stjórnvalda sem hafa leitast eftir því að málið fái flýtimeðferð og fari beint til Hæstaréttar Íslands, en þegar þetta er skrifað hefur ekki verið tekin afstaða til beiðnarinnar. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Sævar Þór Jónsson Tengdar fréttir Uppgreiðsluþóknunin leggist ofan á 200 milljarða fjárhagsbagga vegna ÍLS Fjármálaráðherra segir mögulegar greiðslur til þeirra sem greitt hafi uppgreiðslugjald vegna lána sinna hjá Íbúðalánasjóði leggjast ofan á um tvö hundruð milljarða fjárhagsbagga ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt sé þó að tryggja fjárhagslega hagsmuni lántakenda sem hugsanlega hafi verið brotið á hjá sjóðnum. 11. desember 2020 19:01 Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15 Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42 „Í dag er fallinn tímamótadómur“ Ríkissjóður gæti þurft að greiða lántakendum hjá Íbúðalánasjóði (nú ÍL-sjóðs) á annan tug milljarða eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun sjóðsins ólögmæta í dag. Lögmaður segir þetta tímamótadóm og mikinn sigur fyrir lántakendur. 4. desember 2020 18:30 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þann 4. desember síðastliðinn féll dómur í héraðsdómi Reykjavíkur í máli hjóna gegn ÍL-sjóði, áður Íbúðalánasjóði, vegna ólögmæts uppgreiðslugjalds. Komst héraðsdómur Reykjavíkur, sem var fjölskipaður í málinu, að því að svokallað uppgreiðslugjald, sem Íbúðalánasjóður krafði þá sem greiddu upp ákveðin lán sem tekin voru hjá sjóðnum, væri ólöglegt. Uppgreiðslugjaldið má rekja til þess að tvær tegundir lána hafi staðið lántakendum til boða á tímabilinu 2005 til 2013. Annars vegar var um að ræða lán á hærri vöxtum, sem lántakendur gátu borgað hraðar upp, með því að leggja inn á höfuðstól lánsins, án aukakostnaðar. Hins vegar var um að ræða lán á lægri vöxtum með engri heimild til uppgreiðslu. Þannig gæti fólk kosið hagstæðari vexti með því að afsala sér heimild til uppgreiðslu lánsins. Varðandi hinn seinni lán gat ráðherra samt sem áður ákveðið að þeir sem hefðu afsalað sér réttinum til uppgreiðslu gætu greitt hraðar upp lánin gegn þóknun sem ákveðin væri með reglugerð. Skyldi sú þóknun aldrei nema hærri fjárhæð en næmi kostnaði Íbúðalánasjóðs vegna uppgreiðslu viðkomandi láns. Á grundvelli þessarar lagaheimildar setti ráðherra síðan reglugerð. Í þeirri reglugerð var ákvæði sem tók til þeirrar þóknunar sem Íbúðalánasjóður gæti áskilið sér vegna uppgreiðslu síðar nefndu lánanna sem héraðsdómur hefur nú dæmt ólögmæta. Þannig hafi þóknunin numið mun hærri upphæð en næmi kostnaði Íbúðalánasjóðs vegna uppgreiðslu viðkomandi láns og hefði þar af leiðandi ekki næga stoð í lögum. Engu að síður hafa 6.379 slík lán verið greidd upp á tímabilinu 2008-2018, á grundvelli þessarar heimildar, en ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um hversu mörg slík lán voru greidd upp á árunum 2019 og 2020. Ljóst er að dómurinn hefur mest áhrif á þá sem þegar hafa greitt upp lán sín og borgað þessa þóknun en vissulega vekur þetta jafnframt upp spurningar þeirra sem ekki greiddu upp lán sín og þá sem eiga enn inni slík lán sem um er rætt Við áfrýjun dómsins til Landsréttar af hálfu stjórnvalda vakna því eðlilega spurningar hjá þeim sem greitt hafa upp sín lán um réttarstöðu sína. Þar sem dóminum hefur verið áfrýjað sitja nú eftir mikill fjöldi einstaklinga sem þegar hefur greitt upp lán án þess að vita hvort þeir eigi endurkröfu á hendur stjórnvöldum vegna ólögmætu gjaldtökunnar sem staðfest var með héraðsdómi. Þar sem málinu hefur nú verið áfrýjað er alls óljóst hvenær endanleg niðurstaða fæst í málið og að öllum líkindum langt þangað til. Því er eðlilegt að spurja sig, hvað verður um þá sem greiddu uppgreiðslugjaldið á sínum tíma og hvernig geta þeir brugðist við? Lög um fyrningu kröfuréttinda nr. 150/2007 tóku gildi 1. janúar 2008. Samkvæmt 3. gr. laganna fyrnist almenn krafa á fjórum árum. ? Auðséð er að stór hópur af fólki hefur verið hlunnfarinn af stjórnvöldum um gríðarlega háar upphæðir, verði dómurinn staðfestur. Enn væri þó mikill fjöldi manna sem ættu rétt á endurgreiðslu. Þá vaknar sú spurning hvort að regla 10. gr. fyrningarlaganna um viðbótarfrest komi til greina. Ný og endurorðuð regla var sett með ákvæði 10. gr. fyrningarlaga nr. 150/2007. Kemur nú fram að skorti kröfuhafa nauðsynlega vitneskju um kröfuna eða skuldarann hafi hann ár frá því að hann fékk þessa vitneskju til að aðhafast eitthvað varðandi kröfuna sína. Stóra spurningin er hvort að ákvæðið eigi við í tilfelli þeirra sem greitt hafa ólöglega uppgreiðslugjaldið frá árinu 2008. Ef svo er, hvenær má telja að þeir hafi fengið þá vitneskju sem þarf til þess að geta krafist endurgreiðslu? Er það þegar héraðsdómur féll? Er það þegar áfrýjunardómur fellur? Fer málið í gegnum öll þrjú dómstig landsins? Ljóst er að sama hvað, þá er langur vegur þangað til endanleg niðurstaða fellur í málinu og fólk getur verið fullvisst um hvort að réttindi sín séu til staðar. Því má ætla, verði fallist á að ákvæði 10. gr. um viðbótarfrest eigi við, að fyrstu lánin sem uppgreidd voru muni fyrnast á árinu 2022. Vonandi hefur málið verið til lykta leitt fyrir þann tíma, því að öðrum kosti gæti nokkur hluti fólks þurft að láta reyna á reglur um slit fyrningar eftir ákvæðum IV. kafla fyrningarlaganna áður en endanlegur dómur fellur, með tilheyrandi kostnaði. Því verður áhugavert að sjá hvaða stefnu málið mun taka eftir ákvörðun stjórnvalda sem hafa leitast eftir því að málið fái flýtimeðferð og fari beint til Hæstaréttar Íslands, en þegar þetta er skrifað hefur ekki verið tekin afstaða til beiðnarinnar. Höfundur er lögmaður.
Uppgreiðsluþóknunin leggist ofan á 200 milljarða fjárhagsbagga vegna ÍLS Fjármálaráðherra segir mögulegar greiðslur til þeirra sem greitt hafi uppgreiðslugjald vegna lána sinna hjá Íbúðalánasjóði leggjast ofan á um tvö hundruð milljarða fjárhagsbagga ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt sé þó að tryggja fjárhagslega hagsmuni lántakenda sem hugsanlega hafi verið brotið á hjá sjóðnum. 11. desember 2020 19:01
Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15
Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42
„Í dag er fallinn tímamótadómur“ Ríkissjóður gæti þurft að greiða lántakendum hjá Íbúðalánasjóði (nú ÍL-sjóðs) á annan tug milljarða eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun sjóðsins ólögmæta í dag. Lögmaður segir þetta tímamótadóm og mikinn sigur fyrir lántakendur. 4. desember 2020 18:30
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun