Frakkar beita Google og Amazon háum sektum Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2020 10:39 Sundar Pichai, forstjóri Google. Forsvarsmenn bæði Google og Amazon segja yfirvöld í Frakklandi ekki getað sektað fyrirtækin þar sem höfuðstöðvar þeirra séu ekki þar í landi. AP/LM Otero Yfirvöld í Frakklandi hafa sektað Google um hundrað milljónir evra og Amazon um 35 milljónir. Það samsvarar rúmum fimmtán milljörðum króna annars vegar og rúmum fimm milljörðum hins vegar. Fyrirtækin voru sektuð fyrir að brjóta reglur Evrópusambandsins varðandi svokallaðar vafrakökur, með því að nota þá tækni án þess að gera notendum grein fyrir því að verið væri að fylgjast með þeim á netinu. Sekt Google er tvöfalt hærri sekt en CNIL hafði áður beitt og var það einnig gegn Google, samkvæmt frétt Bloomberg. Starfsmenn fyrirtækjanna hafa nú þriggja mánaða frest til að gera breytingar í samræmi við reglur. Verði það ekki búið eftir þrjá mánuði verða þau sektuð um hundrað þúsund evrur á dag, þar til breytingarnar verða gerðar. Forsvarsmenn beggja fyrirtækjanna hafa mótmælt sektunum. Google segir niðurstaða CNIL, frönsku stofnunarinnar sem beitti sektunum, sé ekki í takt við þær breytingar sem Google hefur þegar gert. Þá gagnrýnir fyrirtækið yfirvöld í Frakklandi fyrir óskýrar reglur sem taki sífellt breytingum. Samkvæmt frétt Reuters segja bæði fyrirtækin að yfirvöld í Frakklandi hafi ekki rétt á því að sekta fyrirtækin þar sem höfuðstöðvar þeirra í Evrópu séu í Írlandi (Google) og Lúxemborg (Amazon). Því hafna Frakkar alfarið. Í umfjöllun Politico segir að sektirnar séu til marks um pirring ráðamanna í Evrópu gagnvart Írlandi og Lúxemborg, þar sem flest alþjóðleg tæknifyrirtæki eru með höfuðstöðvar sínar, vegna þess hve lítið er gert þar til að hafa hemil á fyrirtækjunum. Samkvæmt reglum ESB er það yfirvalda ríkja að leiða rannsóknir fyrirtækja sem eru starfrækt innan landamæra þeirra. Google Amazon Frakkland Írland Lúxemborg Tengdar fréttir Höfða mál gegn Facebook og vilja slíta Instagram og WhatsApp frá fyrirtækinu Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) og yfirvöld 48 ríkja og héraða hafa höfðað mál gegn Facebook og saka fyrirtækið um brot á samkeppnislögum. Forsvarsmenn Facebook eru sakaðir um að hafa misnotað yfirráðandi markaðsstöðu fyrirtækisins til að berja niður alla samkeppni og fara fram á að fyrirtækið selji samfélagsmiðilinn Instagram og skilaboðaþjónustuna WhatsApp. 10. desember 2020 09:11 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fyrirtækin voru sektuð fyrir að brjóta reglur Evrópusambandsins varðandi svokallaðar vafrakökur, með því að nota þá tækni án þess að gera notendum grein fyrir því að verið væri að fylgjast með þeim á netinu. Sekt Google er tvöfalt hærri sekt en CNIL hafði áður beitt og var það einnig gegn Google, samkvæmt frétt Bloomberg. Starfsmenn fyrirtækjanna hafa nú þriggja mánaða frest til að gera breytingar í samræmi við reglur. Verði það ekki búið eftir þrjá mánuði verða þau sektuð um hundrað þúsund evrur á dag, þar til breytingarnar verða gerðar. Forsvarsmenn beggja fyrirtækjanna hafa mótmælt sektunum. Google segir niðurstaða CNIL, frönsku stofnunarinnar sem beitti sektunum, sé ekki í takt við þær breytingar sem Google hefur þegar gert. Þá gagnrýnir fyrirtækið yfirvöld í Frakklandi fyrir óskýrar reglur sem taki sífellt breytingum. Samkvæmt frétt Reuters segja bæði fyrirtækin að yfirvöld í Frakklandi hafi ekki rétt á því að sekta fyrirtækin þar sem höfuðstöðvar þeirra í Evrópu séu í Írlandi (Google) og Lúxemborg (Amazon). Því hafna Frakkar alfarið. Í umfjöllun Politico segir að sektirnar séu til marks um pirring ráðamanna í Evrópu gagnvart Írlandi og Lúxemborg, þar sem flest alþjóðleg tæknifyrirtæki eru með höfuðstöðvar sínar, vegna þess hve lítið er gert þar til að hafa hemil á fyrirtækjunum. Samkvæmt reglum ESB er það yfirvalda ríkja að leiða rannsóknir fyrirtækja sem eru starfrækt innan landamæra þeirra.
Google Amazon Frakkland Írland Lúxemborg Tengdar fréttir Höfða mál gegn Facebook og vilja slíta Instagram og WhatsApp frá fyrirtækinu Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) og yfirvöld 48 ríkja og héraða hafa höfðað mál gegn Facebook og saka fyrirtækið um brot á samkeppnislögum. Forsvarsmenn Facebook eru sakaðir um að hafa misnotað yfirráðandi markaðsstöðu fyrirtækisins til að berja niður alla samkeppni og fara fram á að fyrirtækið selji samfélagsmiðilinn Instagram og skilaboðaþjónustuna WhatsApp. 10. desember 2020 09:11 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Höfða mál gegn Facebook og vilja slíta Instagram og WhatsApp frá fyrirtækinu Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) og yfirvöld 48 ríkja og héraða hafa höfðað mál gegn Facebook og saka fyrirtækið um brot á samkeppnislögum. Forsvarsmenn Facebook eru sakaðir um að hafa misnotað yfirráðandi markaðsstöðu fyrirtækisins til að berja niður alla samkeppni og fara fram á að fyrirtækið selji samfélagsmiðilinn Instagram og skilaboðaþjónustuna WhatsApp. 10. desember 2020 09:11