Hvað gera „Mikaelélé“ og félagar gegn ensku meisturunum? Anton Ingi Leifsson skrifar 9. desember 2020 12:15 Mikael Anderson í leiknum gegn Atalanta í síðustu viku. Jonathan Moscrop/Getty Ensku meistararnir í Liverpool mæta dönsku meisturunum í FC Midtjylland á útivelli í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikið verður á MCH Arena í Herning. Það er ljóst fyrir leik kvöldsins að Liverpool endar í toppsæti riðilsins en Midtjylland endar í fjórða og síðasta sætinu. Þeir dönsku náðu í stig í síðustu umferð gegn Atalanta á meðan Liverpool vann Ajax. Íslendingurinn Mikael Anderson hefur ekki fengið mörg tækifæri í Meistaradeildinni til þessa en hann stimplaði sig inn og rúmlega það í síðustu umferð Meistaradeildarinnar gegn Atalanta. Mikael var settur á miðja miðjuna á útivelli gegn Atalanta í síðustu viku en hann hefur nær alla sína meistaraflokkstíð spilað sem vængmaður. Verkefnið leysti hann þó með mikilli sæmd. Frammistaða Sandgerðingsins var það öflug að Lasse Vibe, samherji hans hjá Midtjylland kallaði hann Mikaelélé eftir leikinn. Ekki slæmt hrós. Danski miðillin BT gaf honum einnig ansi góða einkunn í leikslok. Mikaelélé https://t.co/Yo1E03bKwP— Lasse Vibe (@LasseVibe) December 1, 2020 Fróðlegt verður að sjá í hvaða hlutverki Mikael verður í kvöld en reiknað er með að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hreyfi mikið við Liverpool liðinu og leyfi þeim leikmönnum sem spilað hafa minna, spreyta sig. Reiknað er þó með að einhverjir fastamenn verða í liðinu, til að mynda Jordan Henderson, en markvörðurinn, hinn írski Caoimhin Kelleher, verður að öllum líkindum áfram í markinu. Leikurinn skiptir líklega meira máli fyrir Midtjylland og þeirra fjárhag. Liðin fá veglega greiðslu fyrir jafntefli og sigur - og milljónirnar spila stærri þátt í bókhaldi danska liðsins en þess enska. MATCHDAY SIX Let's finish the group stage strongly, Reds #FCMLIV— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Leikur Midtjylland og Liverpool hefst klukkan 17.55 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Sjá meira
Það er ljóst fyrir leik kvöldsins að Liverpool endar í toppsæti riðilsins en Midtjylland endar í fjórða og síðasta sætinu. Þeir dönsku náðu í stig í síðustu umferð gegn Atalanta á meðan Liverpool vann Ajax. Íslendingurinn Mikael Anderson hefur ekki fengið mörg tækifæri í Meistaradeildinni til þessa en hann stimplaði sig inn og rúmlega það í síðustu umferð Meistaradeildarinnar gegn Atalanta. Mikael var settur á miðja miðjuna á útivelli gegn Atalanta í síðustu viku en hann hefur nær alla sína meistaraflokkstíð spilað sem vængmaður. Verkefnið leysti hann þó með mikilli sæmd. Frammistaða Sandgerðingsins var það öflug að Lasse Vibe, samherji hans hjá Midtjylland kallaði hann Mikaelélé eftir leikinn. Ekki slæmt hrós. Danski miðillin BT gaf honum einnig ansi góða einkunn í leikslok. Mikaelélé https://t.co/Yo1E03bKwP— Lasse Vibe (@LasseVibe) December 1, 2020 Fróðlegt verður að sjá í hvaða hlutverki Mikael verður í kvöld en reiknað er með að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hreyfi mikið við Liverpool liðinu og leyfi þeim leikmönnum sem spilað hafa minna, spreyta sig. Reiknað er þó með að einhverjir fastamenn verða í liðinu, til að mynda Jordan Henderson, en markvörðurinn, hinn írski Caoimhin Kelleher, verður að öllum líkindum áfram í markinu. Leikurinn skiptir líklega meira máli fyrir Midtjylland og þeirra fjárhag. Liðin fá veglega greiðslu fyrir jafntefli og sigur - og milljónirnar spila stærri þátt í bókhaldi danska liðsins en þess enska. MATCHDAY SIX Let's finish the group stage strongly, Reds #FCMLIV— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Leikur Midtjylland og Liverpool hefst klukkan 17.55 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti