Fótbolti

Þrettán smitaðir hjá fyrrum liði Hannesar og leiknum á fimmtu­dag frestað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Villareal fagnar einu þriggja marka sinna í fyrri viðureign liðanna í Evrópudeildinni á leiktíðinni. Spænska félagið vann leikinn örugglega 3-1.
Villareal fagnar einu þriggja marka sinna í fyrri viðureign liðanna í Evrópudeildinni á leiktíðinni. Spænska félagið vann leikinn örugglega 3-1. EPA-EFE/SEDAT SUNA

Leikur spænska félagsins Villareal og Qarabağ frá Aserbaísjan sem fram átti að fara í Evrópudeildinni á fimmtudag hefur verið frestað vegna fjölda smitaðra leikmanna hjá síðarnefnda liðinu.

Landsliðsmarkvörður Íslands, Hannes Þór Halldórsson, lék um skamma stund með Qarabağ frá 2018 til 2019. Alls eru þrettán af 23 leikmönnum félagsins sem skráðir eru í Evrópudeildarhóp þess smitaðir af Covid-19. 

Því hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, frestað leik liðanna sem fram á að fara á fimmtudaginn.

Liðin leika í I-riðli Evrópudeildarinnar og má með sanni segja að leikurinn sem fram á að fara á Spáni skipti engu máli. Um er að ræða síðasta leik riðlakeppninnar og hefur Villarel nú þegar tryggt sér toppsætið og þar með sæti í 32-liða úrslitum. Qarabağ er á sama tíma fast á botni riðilsins sama hvernig leikurinn færi.

UEFA hefur ekki enn verið gefið út hvort leiknum verði frestað eða einfaldlega aflýst.


Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×