Erlent

Opin­ber hæð E­verest hækkar um nærri metra

Atli Ísleifsson skrifar
8.848,86 metrar er það!
8.848,86 metrar er það! Getty

Kínversk og nepölsk yfirvöld hafa náð samkomulagi um opinbera hæð Everest, hæsta fjalls í heimi. Opinber hæð fjallsins er nú 8.848,86 metrar.

Þetta er niðurstaða ítarlegrar rannsóknar kínverskra og nepalskra yfirvalda, en lengi hefur verið deilt um hæð fjallsins. Víðast hvar hefur verið miðað við 8.848 metra, sem hefur verið opinber hæð fjallsins í augum nepalskra yfirvalda.

Kínverjar höfðu hins vegar miðað við hæð sem er nærri fjórum metrum lægri, en þeir miðuðu við fjallið sjálft, en Nepalir tóku snjó- og íslagið efst með í reikninginn.

Samkomulag ríkjanna var kynnt í morgun, en ráðist var í rannsóknirnar í fjölfar skjálftanna miklu í Nepal árið 2015 til að kanna hvaða áhrif þeir höfðu á fjallið.

Pradeep Gyawali, utanríkisráðherra Nepals, sagði daginn „sögulegan“ þegar hann og Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, kynntu niðurstöðurnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×